Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Side 25

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Side 25
Ég leyfi mér að fullyrða, að beztu uppfærslur áhugaleikara hafa ekki staðið neitt að baki þess, sem unnið er af atvinnuleikurum, enda liafa áhugaleikarar gengið beint til starfa hjá Þjóðleik- húsinu án annars undirbúnings en þess, sem áhugaleikhúsin veittu þeim, og sannar það, að atvinnuleiklist hlýtur að spretta úr jarðvegi leik- listaráhugamanna. Tengsl áhuga- og atvinnu- leikara hér á landi eru mjög mikil, miðað við það, sem annars staðar gerist. Þar sem leikfélög eru virk, eru þau mikill menningarauki fyrir byggðarlögin. En sýningar leikfélaganna eru mjög misgóðar, og veldur þar mestu um, liversu góðum leikurum viðkomandi sveitarfélag hefur á að skipa og hversu vel er að þeim búið. Sum sveitarfélög búa vel í haginn fyrir þau félagssamtök, er sinna menningarmálum, en víða er þeim lítið sinnt. Þar sem ástandið er verst, er þeim bókstaflega úthýst og leggjast þau þá í dvala líkt og þau dýr, sem þurfa að þola mikinn kulda. I sumum sveitarfélögum er ekkert húsnæði til, sem ætlað er til slíkra nota, en stundum er ástand- ið litlu betra, þótt glæsilegt félagsheimili liafi verið reist. Það er því efst á blaði hjá Bandalagi íslenzkra leikfélaga að bæta aðstöðu leikfélag- anna varðandi félagsheimilin. Alltof mörg þeirra eru starfrækt með hagnaðarsjónarmið fyrir aug- um. Dansleikjahald og kvikmyndasýningar sitja þá í fyrirrúmi, en amazt er við hvers kyns starf- semi, sem er af öðrum toga spunnin. Hlutverk félagsheimilanna Félagslieimilin eru byggð af almannafé og til þess að gegna menningarhlutverki. En til þess að svo verði, þurfa sveitarstjórnir að fylgjast vel með rekstri þeirra. í sumum tilfellum mun það gróðahyggjan ein, sem veldur því, að félagsstarf- semi fær ekki inni í þessum húsum, og er þá skylda sveitarstjórna að grípa í taumana. Einnig mun það vera til, að nýlega byggt og glæsilegt félags- heimili dragist áfram með slíkan skuldahala, að því sé nauðugur einn kostur að verzla við þann, sem bezt býður liverju sinni. Þessum félagsheint- ilum þarf að koina til hjálpar, svo þau geti sinnt sínu rétta hlutverki. Takist ykkur sveitarstjórn- armönnum að leysa húsnæðisvanda leikfélaganna almennt, myndi á næstu árum verða mikil gróska í leiklistarlífi áhugafélaganna. Enn er til fólk, sem er reiðubúið að fórna tíma og erfiði til að sinna þroskandi tómstundaiðju. Á Akureyri hefur nú verið stofnað atvinnuleikhús, hið þriðja í land- inu og fyrsta utan höfuðborgarsvæðisins. Myndin er úr nýju íslenzku leikriti, sem Leikfélag Akureyrar sýndi snemma á þessu ári, „Gull- skipinu", eftir Hilmi Jóhannesson. Á Ijósmyndinni eru Þráinn Karls- son og Aðalsteinn Bergdal. (Ljósmyndastofa Páls, Skipagötu 2, Akureyri tók myndina). Hvað liggur að baki einni leiksýningu? Það er haft eftir þeint fræga leikstjóra Ingmar Bergmann, að 73 atriði komi við sögu, áður en leiksýning sé komin á svið. Okkar leikfélög ætla sér ekki svo stóra hluti, en ég vil taka dæmi um lítið leikfélag, ef það gæti gefið nokkra innsýn í það, sem stendur að baki venjulegri sýningu hjá því. Venjulegur æfingatími er 5 til 6 vikur, varlega áætlað. Til þess að tími aðfengins leikstjóra nýt- ist sem bezt, er æft á hverju kvöldi 4 klukkustund- ir í senn, en auk þess á laugardögum og sunnu- dögum. Þegar að frumsýningu kernur, hefur sér- hver leikendanna fórnað urn 170 vinnustundum til þess að af henni gæti orðið. Oftast eru 8—12 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.