Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Síða 41
FRÁ SAMTÖKUM SVEITAR-
FÉLAGA í
SUÐURLAIMDSKJÖRDÆMI
Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga
í Suðurlandskjördæmi árið 1975 var
haldinn í félagsheimilinu að Flúð-
um í Hrunamannalireppi 26. apríl
sl. Olvir Karlsson, formaður sam-
takanna, setti fundinn og tilnefndi
Daníel Guðmundsson, oddvita
Hrunamannalirepps, sem fundar-
stjóra. Fundarritarar voru þeir Har-
aldur Einarsson, oddviti Villinga-
holtshrepps, og Þórir Þorgeirsson,
oddviti Laugardalshrepps.
A fundinum störfuðu fjórar
nefndir, allsherjarnefnd, fjárliags-
nefnd, uppstillingarnefnd og laga-
nefnd.
í skýrslu formanns kom fram, að
stjórnin hafði lialdið 8 bókaða
fundi á árinu 1974 og gekkst fyrir
almennri ráðstefnu um sveitar-
stjórnarmál á Selfossi 22. og 23.
nóvember það ár.
Framkvæmdastjóri samtakanna,
Sigfinnur Sigurðsson, gerði grein
fyrir ársreikningum samtakanna ár-
ið 1974 og tillögu að fjárhagsáætlun
fyrir árið 1975 og Jón Eiríksson,
oddviti Skeiðahrepps, fjallaði um
störf nefndar, sem kannað hefur
möguleika á sameiginlegri sorp-
lireinsun á Suðurlandi.
Ársreikningar og
fjárhagsáætlun
Framkvæmdastjóri samtakanna,
Sigfinnur Sigurðsson, gerði grein
fyrir ársreikningi samtakanna fyrir
árið 1974 og tillögu að fjárhags-
áætlun fyrir árið 1975. Hvoru
tveggja var vísað til fjárhagsnefnd-
ar fundarins.
Sigurgeir Kristjánsson, bæjarfull-
trúi í Vestmannaeyjum, gerði síðar
á fundinum grein fyrir störfum
fjárhagsnefndar, sem lagði til, að
ársreikningarnir yrðu samjrykktir
óbreyttir, en fjárliagsáætlun með
nokkurri breytingu frá tillögu. Var
hvoru tveggja samþykkt.
Niðurstöðutölur rekstrarreiknings
fyrir árið 1974 eru 6.4 millj. króna
og efnahagsreiknings 2.565 þús. kr.
Niðurstöðutölur fjárliagsáætlunar
samtakanna fyrir árið 1975 eru kr.
5.8 millj.
Lög samtakanna
til endurskoðunar
Eggert Jóhannesson, hrepps-
nefndarfulltrúi á Selfossi, liafði orð
fyrir laganefnd fundarins. Sam-
kvæmt tillögu nefndarinnar var
samþykkl að kjósa á fundinum 5
manna milliþinganefnd til þess að
endurskoða lög samtakanna fyrir
næsta aðalfund.
í laganefndina voru kosnir: Þór
Hagalín, sveitarstjóri á Eyrarbakka;
Jón Gauti Jónsson, sveitarstjóri á
Hellu; Guðmundur Jóhannsson,
hreppsnefndarmaður, Vík i Mýrdal;
Hafsteinn Þorvaldsson, hrnm. á
Selfossi og Þórarinn Magnússon,
varabæjarfulltrúi í Vestmannaeyj-
um.
Einnig var samþykkt að fella úr
gildi það ákvæði í lögum samtak-
anna, að enginn stjórnarmaður
megi eiga sæti i stjórninni lengur
en 4 ár samfleytt.
Samgöngumál
Siggeir Björnsson, hreppsnefnd-
armaður í Kirkjubæjarhreppi, lýsti
tillögum þeim, sem allsherjarnefnd
fundarins lagði fram til samþykkt-
ar.
Flestar voru þær samþykktar ó-
breyttar, og fara hér á eftir:
„Aðalfundurinn skorar á sveitar-
stjórnir, félög og einstaklinga á
Suðurlandi að verða aðilar að liluta-
félaginu Herjólfi í Vestmannaeyj-
um og efla þannig tengsl og sam-
stöðu byggða á Suðurlandi.
Aðalfundurinn fagnar þeirri
samstöðu, sem ríkjandi liefur verið
um smíði brúar yfir Ölfusá við Ós-
eyrarnes og leggur fyrir stjórn sam-
takanna og framkvæmdastjóra að
kynna fyrir stjórnvöldum í samráði
við nærliggjandi sveitarfélög öll rök
og forsendur fyrir þessari fram-
kvæmd. Jafnframt skorar fundurinn
á Alþingi að veita fé til framkvæmd-
anna, svo að lagning vegar að brú-
arstæðinu og bygging sjálfrar brú-
arinnar geti hafizt sem fyrst.
Aðalfundurinn leggur áherzlu á,
að unnið verði að liraðbrautar-
framkvæmdum á Suðurlandi og
lagningu vega með varanlegu slit-
lagi í samræmi við aukinn umferð-
arþunga. Jafnframt bendir fundur-
inn á, að hlutfall Suðurlands í hrað-
brautarframkvæmdum liafi verið ó-
eðlilega lágt í síðustu vegaáætlun
247
SVEITAR STJÓRNARMÁL