Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 36
arfélaga skuli vera, hefur verið litið svo á af fræðimönnum, að um einhverja sjálfsstjórn verði að vera að ræða, og að óheimilt væri að setja lög, sem ekki gerðu ráð fyrir einhverri sjálfs- stjórn. En er þessu ákvæði stjórnarskrárinnar full- nægt nú? Við búum að vísu við lög, sem samkvæmt orð- um sínum fullnægja þessu stjórnarskrárákvæði. Ég vil liins vegar leyfa mér að efast urn, að í frarn- kvæmd sé það svo. Það sjálfsákvörðunarvald, sem lögin fá sveitarstjórnum, hefur að langmestu leyti verið af þeim tekið aftur með ýmsum hætti. 1 fyrsta lagi er sveitarfélögum ekki séð fyrir nægilegum tekjustofnum, til þess að þau geti sinnt eðlilegri pólitískri starfsemi sinni. 1 öðru lagi eru sveitarstjórnir í dag nánast framkvæmda- aðili fyrir ríkisvaldið. Á undanförnum árunr hefur aukinni fjárþörf sveitarfélaga gjarnan verið mætt á þann hátt, að ríkið tekur að sér að greiða svo og svo mikinn lrluta kostnaðar við framkvæmdir sveitarfélaga. Þessi þróun er mjög varhugaverð, því að með þessu fyrirkomulagi er rrkisvaldið beinlínis að taka í sínar hendur ákvörðunarvald sveitarfé- laganna, mér liggur við að segja þegjandi og hljóðalaust. Fjarveitingarvald ríkisins telur sér að sjálfsögðu á engan lrátt skylt að haga sér r samræmi við það, sem einstakar sveitarstjórnir ákveða urn franrkvæmdir srnar. Og þar senr málunr er svo komið, að sveitarfé- lög hafa ekki fjárhagslegt bolnragn til þess að franrkvæma nauðsynlega lrluti, er það raunveru- lega ríkisvaldið, sem ákvörðunina tekur nreð fjárveitingum srnurn. Þessu sanrkrulli rr'kis og sveitarfélaga fylgir líka önnur lrætta, nefnilega sú, að sveitarstjórnar- menn taki óeðlilega mikið tillit til þess, hversu mikinn lrluta ríkið greiðir af kostnaði, þegar á- kvarðanir eru teknar, og ákvarðanir færu því ekki fyrst og fremst eftir því, hvað sveitarstjórn- armönnum þykja æskilegustu framkvæmdirnar hverju sinni. Raunar þykist ég nú þegar hafa orðið var við þetta fyrirbæri. I mínum augum er þetta forkast- anlegt. Sveitarstjórnarmenn standa frammi fyrir kjósendum fjórðahvert ár og gefa yfirlýsingar SVEITARSTJÓRNARMÁL um, hvað gera skuli á komandi kjörtímabili. En þegar til kastanna kernur, framkvæma þeir aðeins þá hluti, sem ríkisstjórninni eru þóknanlegir, nauðugir viljugir. Undir þessurn kringumstæðum verður ekki annað séð en sveitarstjórnarkosn- ingar séu hreinn skrípaleikur. Ég tel mig hafa með athugasemdum mínum, sýnt fram á, að naumast sé hægt að segja, að sveit- arfélög séu lögráða, svo að notuð sé samlíking við einstaklinginn. Bæði skortir þau fjárræði og sjálfræði. Margt fleira mætti tína til, en ég læt hér staðar numið. Að undanförnu hefur farið fram endurskoðun á sveitarstjórnarlögum, einkum með verkefna- skiptingu ríkis og sveitai'félaga í huga. Nefnd sú, sem fyrrverandi ríkisstjórn skipaði til þessa, hef- ur ekki lokið störfum, og ekki hafzt neitt að, síð- an stjórnarskipti urðu, þar sem hún telur sig ekki hafa nægjanlegt umboð, að því er mér er sagt. Frá sjónarmiði sveitarstjórna lilýtur brýna nauðsyn að bera til, að lnaða setningu nýrra sveitarstjórnarlaga. Ætti því að gera atlögu að ríkisstjórninni í því skyni að fá hana til að beita sér fyrir, að endurskoðun þessari Ijúki sem fyrst, og frumvarp verði lagt fyrir Alþingi. Fulltrúaráð Sambands íslenzkra sveitarfélaga er nú að hefja sinn 28. aðalfund. En á þessu ári verður sambandið 30 ára. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem fulltrúaráðið heldur reglulegan fund utan Reykjavíkur. Áður hefur það haldið auka- fundi úti á landi. Okkur Akureyringum er það rnikil ánægja, að Akureyri skyldi nú verða fyrir valinu, og vil ég fyrir hönd bæjarstjórnar Akur- eyrar bjóða þingfulltrúa og aðra gesti velkomna til Akureyrar. Á 30 ára ferli sínum hefur Samband íslenzkra sveitarfélaga kornið miklu í verk, sem ekki verður tíundað hér. Eitt vil ég þó fullyrða, og það er það, að flest allt frumkvæði um umbætur urn sveitarstjórnarmál sl. 30 ár hefur komið frá Sam- bandi íslenzkra sveitarfélaga. Það hefur farið mjög í vöxt hin síðari ár, að ýmiss konar þing og ráðstefnur séu haldnar ut- an Reykjavíkur. Okkur, sem úti á landi búum, þykir þessi þróun ánægjuleg. Heyrzt hafa raddir um, að ráðstefnuhald úti á landi gefi betri raun

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.