Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Qupperneq 50

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Qupperneq 50
256 kvæmdir við byggingu gripahúsa. Ræktunarland er gott í hreppnum, og mjólkurframleiðsla á svæðinu hefur auki/t, enda mörg fjós end- urbyggð. Uppland fyrir sauðfé er á liinn bóginn takmarkað. I lireppn- um er gamalt og úrelt sláturhús, og hafa bændur í hreppnum fullan hug á, að reist verði nýtt sláturhús í hreppnum. Framleiðsluráð land- búnaðarins hefur á liinn bóginn gert ráðstafanir án samráðs við bændur í lireppnum til þess að færa sauðfjárslátrun úr hreppnum til Patreksfjarðar, þrátt fyrir hörð mótmæli búnaðarfélags hreppsins, bænda og hreppsnefndar. Okkur finnst þetta furðuleg aðför for- ráðamanna bændastéttarinnar að þessum hreppi og þeirri byggða- stefnu, sem við teljum að ríkja eigi í þessum efnum. I Barða- strandarlireppi hefur verið slátrað um 7000 fjár af 12000 í allri Vestur- Barðastrandarsýslu, og bændur hafa einir séð um alla vinnu við slátrunina. Við viljum eindregið fara fram á það við framleiðsluráð, að það endurskoði afstöðu sína i þessum efnum og hafi fullt sam- ráð við bændur um aðgerðir, áður en í óefni er komið. Fjárfjöldinn í allri sýslunni er ekki meiri en svo, að hann getur ekki staðið undir kostnaði við sláturhús, sem ekki yrði notað til neins annars. Ég er ckki viss um nema bændur yrðu skyldaðir til að annast sjálfir slátr- un á lé sinu á Patreksfirði, því þar er ekki til vinnuafl til að sjá um slátrunina. Bygging fr)stigeymslu við sláturhús í Barðastrandarhreppi yrði bændum í hreppnum til ómet- anlegs hagræðis við geymslu mat- væla og ef til vill einnig til kæling- ar á grásleppuhrognum." Stærsti landbúnaðarhreppurinn „Barðastrandarhreppur er íjöl- mennasti sveitahreppur Vestfjarða SVEITARSTJÓRNARMÁL og meiri landbúnaðarframleiðslá þar en í nokkrum öðrum hreppi fjórðungsins. Asamt Rauðasands- lneppi, með 17 býli, sér Barða- strandarhreppur, með 25 býli, kaup- túnunum Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal fyrir mjólkurafurðum. Ég tel, að efla beri sveitalireppana á sunnanverðum Vestfjörðum sam- hliða útvegsbæjunum, og góð af- koma í þeim verður að lialdast í hendur við batnandi afkomu í sjávarþorpunum." Byggingarþjónusta í hreppnum „í ráði er að koma á fót bygg- ingarþjónustu á Vestfjörðum i því formi, að stofnaður verði vinnu- flokkur, sem fari milli byggðarlaga og reisi mannvirki með nútíma tækni og vinnubrögðum. Bændur binda vonir við slíka starfsemi. Og ég tel vænlegra til árangurs að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir í sveit- um, áður en byggð fer að gisna, i stað þess að elta byggðina, þegar hún er farin að eyðast. Til umræðu hefur verið í hreppnum að taka þar upp svipaða stefnu og felst í Inn-Djúps-áætluninni, sem nú er unnið eftir við ísafjarðardjúp. í þeim efnum sem fleirum tel ég nauðsynlegt, að sveitahrepparnir á Vestfjörðum hafi með sér meira og nánara samstarf lieldur en verið liefur. Ég er til dæmis óánægður með, að sveitahrepparnir á Vest- fjörðum eigi sér engan fulltrúa í aðalstjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga." „Ég vil að lokum segja það,“ sagði Kristján Þórðarson, oddviti, að ég er mjög bjartsýnn á vaxandi byggð í Barðastrandarhreppi og betra líf með vaxandi útgerð sam- hliða blómlegum landbúnaði."

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.