Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 28
234 Greinargerð stjórnarskrárnefndar sambandsins Jón G. Tómasson, skrifstofustjóri, gerði á fund- inum grein fyrir störfum stjórnarskrárnefndar sambandsins, sem kosin var á seinasta landsþingi. í 2. tbl. Sveitarstjórnarmála er birt grein eftir Jón, sem að meginefni er samhljóða erindi hans á fulltrúaráðsfundinum. Skýrsla formanns Eftir liádegi fyrri fundardaginn flutti Páll Lín- dal skýrslu stjórnar sambandsins, frá jm lands- jjingið var haldið í september 1974. Síðan hafði stjórnin haldið 13 fundi, tvo fundi með fulltrú- um jángflokkanna og einn fund með fulltrúum landshlutasamtakanna. Formaður ræddi um fjár- hagsörðugleika sveitarfélaga og um tillögur sam- bandsstjórnar til breytinga á tekjustofnaliigun- um og nokkrum öðrum lögum, m. a. samkvæmt samjjykktum seinasta landsjrings. Starfsemi stofnana, sem sambandið á aðild að Eftir kaffihlé sama dag flutti Magnús E. Guð- jónsson, framkvæmdastjóri, skýrslu um starfsemi Innheimtustofnunar sveitarfélaga og Lánasjóðs sveitarfélaga og lagði fram ársreikning Lánasjóðs fyrir seinasta ár og yfirlit um útlán sjóðsins. Einnig lagði hann fram og kynnti ársreikninga sambandsins og Sveitarstjórnarmála seinasta ár og tillögur að fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár. Alexander Stefánsson, fulltrúi sambandsins í stjórn Hafnasambands sveitarfélaga, skýrði frá helztu störfum Hafnasambandsins um jtessar mundir. í frjálsum umræðum, er fram fóru, áður en fundi var frestað fyrri daginn, gaf Gunnlaugur Finnsson, alþingismaður, yfirlit um gang nokk- urra þingmála, sem stjórn sambandsins hafði ltaft forgöngu um. Einnig kynnti hann efni frum- varps til laga um Viðlagatryggingasjóð, sem Jtá hafði nýlega verið flutt á Aljtingi. Kosning fulltrúa sambandsins í stjórn Lána- sjóðs sveitarfélaga og Innlieimtustofnunar sveit- arfélaga var frestað til síðari fundardagsins. Jó- hann Klausen lagði til, að allsherjarnefnd fund- arins yrði falið að gera tillögur um fulltrúa sam- bandsins í stjórn jtessara stofnana. Var jtað sam- þykkt. Ársreikningar og fjárhagsáætlanir Bjarni Þorvarðsson, oddviti Kjalarneshrepps, liafði orð fyrir fjárhagsnefnd fundarins að morgni síðari dagsins. Nefndin lagði til, að ársreikningar sambands- ins og Sveitarstjórnarmála yrði samjtykktir eins og Jieir lágu fyrir fundinum, endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda og kjörnum endurskoð- endum sambandsins. Niðurstöðutölur rekstrarreiknings sambandsins árið 1974 voru kr. 15.673.971,70 og efnahags- reiknings kr. 14.597.875,20. Niðurstöðutölur rekstrarreiknings Sveitar- stjórnarmála voru kr. 3.148.045,00. Fjárhagsáætlun fyrir sambandið árið 1975 var samjjykkt með óverulegum breytingum. Niður- stöðutölur hennar eru kr. 18.650.000,00. Fjárhagsáætlun Sveitarstjórnarmála fyrir árið í ár var samjtykkt eins og hún var lögð fram á fundinum. Niðurstöðutölur liennar eru krónur 4.400.000,00. Þá var samjjykkt, að tillögu fjárhagsnefndar, að beina Jrví til stjórnar sambandsins að verð- tryggja eign Húsbyggingarsjóðs. Ennfremur var stjórninni falið að atliuga mögu- leika á j)ví að gefa út t. d. fjölritað sérstakt laga- safn handa sveitarstjórnum. Loks var að tillögu fjárhagsnefndar samjiykkt að fela stjórn sambandsins að beita sér fyrir því við félagsmálaráðuneytið, að greiðslur úr Jöfn- unarsjóði verði inntar af liendi mánaðarlega og jiær greiddar öllum sveitarfélögum milligöngu- SVEITAltSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.