Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1975, Blaðsíða 6
vitna til yfirlitssýningar um myndlist í 1100 ár, sem haldin var á Kjarvalsstöðum í sumar. Mátti þar sjá listsköpun í fremstu röð, þótt fábreytt væri. Breytingin milli heimsstyrjaldanna Margt fleira mætti nefna, sem menn lögðu til menningarmála á íslenzkum heimilum, án þess að til kæmi örvun frá neinum félagslegum aðila. En á áratugnum eftir fyrri heimssyrjöldina má Ungmennafélag Gnúpverja sýnlr Ævlntýrl á gönguför í félagshelmll- inu Árnesi. segja, að heimilið hafi brotnað niður að þessu leyti: Fólki fækkar þá stórlega í sveitum á fá- um árum, og tíminn verður allt í einu í vitund manna að peningum, og tóm til listiðkana þótti mönnum takmarkaðra en áður var. Urn þetta leyti höfðu sveitarstjórnir verið við lýði í hartnær hálfa öld. Þá fyrst kemur til þeirra kasta að styðja að og skapa aðstæður fyrir menningarlíf i'iti um breiðar byggðir landsins. Ungmennafélög og kvenfélög voru starfandi víðast hvar, en störfuðu miklu minna en skyldi vegna vöntunar á aðstöðu. 212 Lestrarfélög voru einnig til, og hygg ég, að ein- liver fyrstu fjárframlög sveitarsjóða til menning- armála hafi gengið til lestrarfélaga, og svo mun vera enn í dag, að stærsti hluti þess fjármagns, sem árlega gengur til menningarmála, fer til þess að byggja upp lestrarfélögin, eða urn 35—40 hundraðshlutar þess fjármagns, sem til menning- armála fer. Einnig ætla ég, að þau sveitarfélög strjálbýlisins, sem mest leggja fram til reksturs tónlistarskóla, verji til þess um 25—30% af gjöld- um til menningarmála á árinu 1973. Afskipti sveitarstjórna af menningarmálum nú Ég tel, að hlutur sveitarfélaganna í menning- armálum hafi nánast enginn verið fyrstu 50 ár sveitarstjórnanna, en síðan hafa mál þróazt á þann hátt, að afskipti sveitarfélaganna af þeim verða því meiri sem fleiri ár líða, og aldrei hafa þau verið rneiri en nú. Ef litið er á rekstrarreikninga sveitarfélaganna í strjálbýlinu, þá ætla ég, að til menningarmála sér varið um það bil 2,8—3% af rekstrargjöldum þeirra árið 1973. Þessar tölur segja þó ekki alla sögu. Á vegum sýslunefnda er unnið mjög að uppbyggingu menningarmála í ýmsurn héruðum landsins, svo sem með rekstri héraðsbókasafns, bvggðasafns, listasafns, kvikmyndagerð og með ýmsum öðrum hætti, en allt þetta er fjármagnað af sveitarfélögum sýsluumdæmisins, en í reikning- um þeirra eru slík gjöld ekki flokkuð undir menn- ingarmál. Þess vegna má ekki einblína á þær töl- ur, sem fyrir liggja, og meta lilut hinna einstöku sveitarfélaga eftir þeim. Allt liefur þetta starf og fjármagnsörvun orðið til þess að endurheimta menningarstarfsemi strjálbýlisins, flytja hana lieim á ný, og er það vel. Undirstaða mannlífs er ekki fjármunaleg vel- ferð ein, þótt hún geti verið afdrifarík og sé nauð- synleg. Þar verður fleira til að koma, og er frjótt og fjölskrúðugt menningarstarf vissulega sá þátt- ur, sem veitir flestum mönnum þá lífsfyllingu, sem við óskum eftir að verða aðnjótandi hvert og eitt. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.