Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Page 62

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Page 62
HJÓN KJÖRIN FYRSTU HEIÐURS- BORGARAR KÓPAVOGSKAUPSTAÐAR Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs, sem haldinn var 8. okt. sl., voru hjónin Finnbogi Rútur Valdimars- son og Hulda Jakobsdóttir gerð að fyrstu heiðursborgurum Kópavogs. Bæði störfuðu þau lengi að sveitarstjórnarmálum í Kópavogi, og var heimili þeirra á Marbakka lengi skrifstofa Kópavogshrepps. Finnbogi Rútur var oddviti Kópa- vogshrepps frá stofnun hans árið 1948 til ársins 1955 og síðan fyrsti bæjar- stjóri Kópavogskaupstaðar. Gegndi hann þvi starfi frá 1955— 1957 og var bæjarfulltrúi til ársins 1962. Hann var bankastjóri Útvegsbanka lslands frá 1957-1962. Hulda Jakobsdóttir var bæjarstjóri Kópavogskaupstaðar á árunum 1957 — 1962 og bæjarfulltrúi 1970 — 1974. Hulda varð fyrsta konan til að gegna starfi bæjarstjóra hér á landi og önnur af tveimur konum, sem verið hafa bæjarstjórar. Hin er Auður Auðuns, sem var ásamt Geir Hall- grimssyni borgarstjóri í Reykjavík á árunum 1959 — 60. Helðursborgarar Kópavogskaupstaðar, Hulda Jakobsdóttir og Flnnbogl Rútur Valdlmarsson. SVEITARSTJÓRNARMAL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.