Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Page 7
AFMÆLI
Við komu forseta íslands, frú Vigdisar Finnbogadóttur, til Þórs- Hluti trússlestar bænda á leiö i kaupstaö.
hafnarflugvallar urðu fagnaöarfundir meö Langnesingum og
forseta.
Viö smábátabryggjuna á Þórshöfn. Smábátahöfnin er opin og
aöstaöa ekki nógu góð. 18-20 smábátar eru gerðir út frá Þórs-
höfn. í baksýn byggðin viö Fjaröarveg. Ljósm. U. Stef.
Mannfjöldi á útihátíöarsvæöinu viö höfnina.
margt hægt að rifja upp við skoðun á ljósmyndum frá
fyrri tímum, bæði mannlíf og einnig þá miklu breytingu
sem orðið hefur á ásjónu staðarins, þar sem hús fyrri ára
eru horfin og ný risin í þeirra stað.
Handverkssýning var einnig sett upp í grunnskólahús-
inu. Þar gaf að líta margt það besta sem verið er að gera
í handverki norðan heiða, allt frá Skagafirði austur í
Þingeyjarsýslu.
Þegar á föstudeginum hafði verulegan fjölda gesta
borið að garði og setti þessi mannfjöldi skemmtilegan
blæ á bæjarlífið sem var líflegt fram eftir nóttu á veit-
ingastöðum bæjarins. Lifandi tónlistarflutningur var í fé-
lagsheimilinu Þórsveri, þar sem „Búsbræður" og „Súr-
heyssystur" tróðu upp og á Hafnarbarnum skemmtu
trúbadoramir Bjami Þór & Einar.
Þungamiðja hátíðahaldanna var á laugardeginum sem
hófst með því að samgönguráðherra, Halldór Blöndal,
opnaði formlega nýjan flugvöll sem gerbreytir allri að-
stöðu til flugs hingað. Um er að ræða 1200 metra langa
flugbraut með bundnu slitlagi ásamt flughlaði og tilheyr-
andi mannvirkjum.
Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, kom síðan
með fyrstu flugvélinni senr lenti á hinum nýja flugvelli
eftir vígslu hans, en þetta var jafnframt síðasta opinbera
heimsókn hennar út á land í embætti forseta Islands. Var
mikill fjöldi íbúa og gesta þeirra kominn út á flugvöll til
að taka á móti forseta sínum og augljóst að það var mik-
ils metið að hún tæki þátt í gleði íbúanna á þessum tíma-
mótum.
Eftir hádegi hófst dagskrá á útisviði við höfnina með
ávarpi forseta Islands, frú Vigdísar Finnbogadóttur. Þá
var nýkomin í bæinn trússlest úr sveitinni að fomum sið
og urðu bændur því, auk þess að eiga sín viðskipti við
kaupmenn, aðnjótandi hinnar bestu skemmtunar, söngs
1 97