Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Side 8

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Side 8
AFMÆLI BAndU4 TMMbdiu Fiskiskipiö Geir PH 150 viö bryggju á Þórshöfn. Brekknafjall i baksýn. Ljósm. U. Stef. Börn og unglingar settu upp götuleikhús ýmissa furöuskepna og hér sést hluti þeirra á leiö á hátíöahöldin. Nokkrir hreppsnefndarmanna í Þórshafnarhreppi og í Sval- baröshreppi ásamt sveitarstjóra Þórshafnarhrepps. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Kristín Kristjánsdóttir á Syöri-Brekkum II, varaoddviti Þórshafnarhrepps, og aftan viö hana Jóhannes Sig- fússon á Gunnarsstööum III, oddviti Svalbaröshrepps, Reinhard Reynisson sveitarstjóri Þórshafnarhrepps, Þorlákur Sigtryggs- son á Svalbaröi, hreppsnefndarmaöur i Svalbaröshreppi, Jó- hann A. Jónsson, framkvæmdastjóri og oddviti Þórshafnar- hrepps, og Jónas Siguröur Jóhannsson skipstjóri, hrepps- nefndarmaöur í Þórshafnarhreppi. Myndina tók Unnar Stefáns- son. og liljóðfæraleiks, töfrabragða og götuleikhúss unglinga, svo eitthvað sé nefnt. Þessari útidagskrá iauk svo með mikilli matarveislu í boði fyrirtækja á svæðinu þar sem áhersla var lögð á nýjungar í matreiðslu á þekktu hráefni, ásamt því að kynna ný hráefni til matargerðar. Síðdegis var flutt hátíðardagskrá í félagsheimilinu Þórsveri undir stjóm Þórunnar Sigurðardóttur. Hófst hún með söng Samkórs Þórshafnar, en síðan flutti formaður afmælisnefndar, Freyja Önundardóttir, ávarp. Að loknu öðru lagi kórsins fluttu leikararnir Arnar og Helga Jóns- börn fyrri hluta dagskrár úr bókmenntum sem tengjast Þórshöfn og nágrenni. Tónlistarflutningur þeirra Einars Kristjáns Einarssonar gítarleikara, Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur píanóleik- ara, Sigurðar Ingva Snorrasonar klarínettuleikara og As- kels Mássonar, tónskálds og slagverksleikara, í ýmsum samröðunum var sérlega skemmtilegur og vakti mikla hrifningu áheyrenda. Fyrir hlé söng Þuríður Vilhjálms- dóttir við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur tvö lög, Draumalandið og Sjá dagar koma. Að loknu hléi flutti Leikfélag Þórshafnar einþáttung- inn Ambrið eftir Aðalbjöm Amgrímsson, fjölhæfan hug- sjónamann sem lét til sín taka hvaðeina er til framfara og menningarauka horfði hér í heimabyggð sinni. Seinni hluti bókmenntadagskrár Arnars og Helgu var kryddaður einkar skemmtilegum þætti Halldóru Ingimarsdóttur, sem brá upp mannlífsmyndum frá Þórshöfn fyrri tíðar og var greinilegt að þeir sem til þekktu sáu þær ljóslifandi. Dagskrá laugardagsins lauk með flugeldasýningu og brennum um miðnættið í umsjón Lionsklúbbsins Fonts ásamt því að dans var stiginn fram á morgun á útidans- leik við höfnina. Sunnudagurinn heilsaði með fallegu veðri, sól og suð- vestan andvara, sem fór vel með þá sem tóku þátt í sigl- ingu og sjóstangaveiði. A Sauðanesi er verið að byggja upp gamla prestssetrið, eitt elsta hús sinnar tegundar á landinu, byggt 1879 úr handhöggnu grjóti seni flutt var um langan veg, bæði úr Hallgilsstaðanipa og Brekkna- fjalli. Endurbyggingin er á vegum húsfriðunarnefndar Þjóðminjasafnsins, en heimamenn hafa stutt verkið með vinnuframlagi og héraðsnefnd Norður-Þingeyinga með fjárframlögum. Boðið var upp á sérstaka leiðsögn um húsið undir umsjón Aðalsteins Maríussonar, sem unnið hefur að endurbyggingunni. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki jafnvel á næsta ári og eru uppi hugmyndir um að nýta húsið jafnhliða sem safn, móttökuhús og sem aðset- ur fræðimanna og viðkomustað ferðalanga sem leið eiga út á Langanes. Þegar degi tók að halla fóru gestir að búast til heim- ferðar, þótt talsverður fjöldi hefði ákveðið að staldra lengur við, enda margir langt að komnir. Dæmi voru um að fólk kæmi erlendis frá til að vera við hátíðahöldin, en talsvert var um það að tækifærið væri notað til að hittast í gömlum fermingarbamahópum til að rifja upp minn- ingar frá fyrri tíð. 1 98

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.