Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Side 11
FJÁRMÁL
Breytingar á Jöfnunarsjóði sveitar-
félaga vegna flutnings grunnskólans
Húnbogi Þorsteinsson, ráðuneytisstjóri ífélagsmálaráðuneytinu
Með lögum um grunnskóla, nr. 66/1995,
var lögfest að allur kostnaður grunnskóla skuli
greiddur af sveitarfélögum. I Iögunum er gert
ráð fyrir að allur launakostnaður vegna
kennslu í grunnskólum flytjist frá riki til sveit-
arfélaga ásamt rekstrarkostnaði ýmissa
tengdra stofnana, eins og sérskóla ríkisins,
sérdeilda og fræðsluskrifstofa. Lögin komu að
fullu til framkvæmda 1. ágúst sl., enda hafði
Alþingi þá m.a. samþykkt nauðsynlegar breyt-
ingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og
lögunt um skiptingu skatttekna milli ríkis og sveitarfé-
laga með tilliti til þeirra auknu verkefna sem sveitarfé-
lögin taka að sér samkvæmt grunnskólalögunum.
Undanfari breytinganna á lögunum um tekjustofna
sveitarfélaga var víðtækt samkomulag ríkis og sveitarfé-
laga um kostnaðar- og tekjutilfærslu milli þessara aðila
sem verða nú raktar í stutlu máli.
Ágúst til desember 1996
A þessu tímabili mun ríkissjóður greiða til sveitarfé-
laganna í heild sinni 2.734 millj. kr.
Þar af renna um 1.980 millj. kr. beint til sveitarfélag-
anna og skiptast milli þeirra í hlutfalli við áætlaðan út-
svarsstofn hvers og eins þeirra vegna júlí til nóvember
1996. Fjárhæð hvers sveitarfélags nemur 1,853% af
áætluðum útsvarsstofni þess og er greidd viðkomandi
sveitarfélagi af ríkisféhirði með jöfnum mánaðarlegum
greiðslum.
Afgangurinn, um 754 millj. kr., rennur í Jöfnunarsjóð
sveitarfélaga. Strax í ágúst sl. hóf sjóðurinn því að
gegna því jöfnunarhlutverki sem honum er ætlað vegna
yfirfærslu grunnskólans og eru framlög hans greidd við-
komandi sveitarfélögum með jöfnum mánaðarlegum
greiðslum.
Áríö 1997
Til þess að sveitarfélög geti fjármagnað rekstur
grunnskólaverkefna, sem flytjast frá ríki til sveitarfé-
Iaga, fá þau tekjur sem hér segir:
1. Útsvarsliœkkun
Samkvæmt lögum mun hámarksheimild til
álagningar útsvars hækka um 2,70 prósentu-
stig frá og með 1. janúar 1997. Gert er ráð fyr-
ir að hluti þess renni beint til sveitarfélaga eða
sem nemur 1,97% af útsvarsstofni en 0,73%
renni í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
2. Beingreiðsla ríkisins ijanúar 1997
Þar sem staðgreiðsla af staðgreiðsluskyld-
um tekjum er ávallt greidd í næsta mánuði eft-
ir að til þeirra var stofnað munu auknar tekjur sbr. lið 1
ekki berast sveitarfélögum fyrr en í febrúar 1997.
í janúar er því gert ráð fyrir að ríkissjóður greiði sveit-
arfélögum fjárhæð sem áætluð hefur verið samtals um
668 millj. kr. Um 488 milljónir kr. munu renna beint til
sveitarfélaga en 180 millj. kr. í gegnum Jöfnunarsjóð
sveitarfélaga.
3. Beingreiðslur vegna tekna sem skattlagðar eru við
álagningu 1997 og ekki hefur verið greidd staðgreiðsla
af,
I ágúst til desember 1997 er gert ráð fyrir að ríkissjóð-
ur greiði sveitarfélögum samtals áætlað um 498 millj. kr.
Um 364 millj. kr. munu renna beint til sveitarfélaga en
um 134 millj. kr. í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Jöfnunarframlögin sem nú eru greidd til sveitarfélaga
vegna reksturs grunnskólans eru byggð á sérstakri reglu-
gerð sem gefin var út í júlí sl.
Framlög
Jöfnunarframlög skiptast í almenn framlög, framlög
vegna sérkennslu fatlaðra nemenda, vegna veikindafor-
falla og bamsburðarleyfa kennara, vegna nýbúafræðslu,
vegna Skólabúða að Reykjum, vegna Bamavemdarstofu
og önnur framlög. Framlögin skulu greidd mánaðarlega.
Fyrir hvert fjárhagsár skal Jöfnunarsjóður sveitarfé-
laga gera áætlanir um jöfnunarframlögin. I desember
skal senda sveitarfélögum upplýsingar um áætluð jöfn-
unarframlög næsta árs og greiðsludreifingu þeirra eftir
því sem við verður komið.
20 1