Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Qupperneq 13

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Qupperneq 13
FJARMAL Stofnframkvæmdir í grunnskólum meö 2000 íbúa og yfir Auk rekstrarframlaga jöfnunarsjóðs vegna flutnings grunnskólans var gert samkomulag milli ríkisins og sveitarfélaganna um sérstakan stuðning ríkisins og Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga vegna stofnframkvæmda í grunnskólum sveitarfélaga með 2000 íbúa og þar yfir. Á árunum 1997-2001 greiðir ríkissjóður allt að 265 millj. kr. á ári til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að styrkja framkvæmdir við grunnskólabyggingar. Fram- lagið verður greitt sjóðnum með jöfnum mánaðarlegum greiðslum fyrir 15. hvers mánaðar. Til viðbótar leggur jöfnunarsjóðurinn fram í sama skyni á árunum 1997-2002 135 millj. kr. á ári. Þetta er fjármagn sem hefur gengið til Lánasjóðs sveitarfélaga en aðilar komu sér saman um að gengi til þessa verkefnis á þessu til- tekna árabili. Framlögum þessum skal varið til að greiða allt að 20% af normkostnaði við grunnskólabyggingar í sveit- arfélögum með 2.000 íbúa og þar yfir á árunum 1997-2002. Ákvörðun um normkostnað skal byggjast á reglum sem menntamálaráðherra setur á grundvelli 20. gr. laga um grunnskóla, nr. 66/1995, með síðari breyt- ingum. Umsóknir vegna framkvæmda þessara sveitarfélaga á næsta ári liggja nú fyrir. Þar er gert ráð fyrir fram- kvæmdum upp á 2.046 milljónir króna sem þýðir þá framlög jöfnunarsjóðsins upp á 409 millj. kr. Reynslan sýnir að framkvæmdir verða yfirleitt heldur minni en áætlað er þannig að ekki virðist ástæða til að ætla annað en jöfnunarsjóðurinn geti þarna staðið við sinn hlut. Úr- vinnsla þessara umsókna stendur nú yfir og verður henni hraðað eftir föngum. í þessu sambandi er rétt að taka skýrt frarn að þessi sérstöku framlög til sveitarfélaga með yfir 2000 íbúa eiga ekki að skerða á neinn hátt framlögin til byggingar grunnskóla í sveitarfélögum með innan við 2000 íbúa. Samband íslenskra sveitarfélaga, Lánasjóður sveitarfé- laga og jöfnunarsjóðurinn eru sammála um að þessar skólabyggingar verði forgangsverkefni hvað fjármögnun varðar næstu árin. Lokaorö Hér að framan hefur í aðalatriðum verið gerð grein fyrir upplýsingaefni sem þegar hefur verið dreift til sveitarfélaganna bæði frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Samning reglugerða og starfsreglna sem að þessu verkefni lúta hefur verið vandasamt verkefni og í raun brautryðjendastarf. Það hafa mjög margir komið að þessu verkefni bæði frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og jöfnunarsjóðnum auk ýmissa sérfróðra aðila sem hafa verið til kallaðir. Ég ætla ekki að nafngreina þessa aðila hér en allir eiga þeir miklar þakkir skildar. Ég held líka að það sé rétt að það komi fram að í allri þessari vinnu hafa menn ávallt náð sameiginlegri niður- stöðu og ég tel það skipta miklu máli varðandi framhald- ið. Þetta fyrsta skólaár með hinu nýja fyrirkomulagi er reynslutími og að því loknu verða menn að vera tilbúnir að gera þær breytingar sem nauðsynlegar kunna að vera til að ná settum markmiðum varðandi jöfnunaraðgerðirn- ar. VERKASKIPTING RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA Málefni fallaðra til svei Á fundi stjórnar sambandsins hinn 30. október var lagt fram bréf endurskoðunamefndar laga um mál- efni fatlaðra þar sem óskað var eftir áliti stjómar sambandsins á flutningi á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Stjórnin samþykkti svofellda bók- un um málið: „Stjórnin telur ekki koma til greina að flytja flutning á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga í áföngum. Lagt er til að skipuð verði verkefnisstjórn fulltrúa ríkis, sveit- tarfélaga 1. janúar 1999 arfélaga og hagsmunasamtaka sem vinni að tillögugerð um flutning alls málaflokksins og tekna frá ríki til sveitarfélaga til að mæta öllum kostnaði. I ljósi þess að nokkur reynslusveitarfélög eru nú að yfir- taka verkefni á sviði málefna fatl- aðra af ríkinu telur stjórnin rétt að verkefnisstjórn verði gefinn góður tími til að vinna að málinu en að stefnt verði að niðurstöðu á árinu 1998 þannig að verkefnaflutningur geti átt sér stað 1. janúar 1999 ef full sátt næst milli aðila þar um.“ Einhliða ákvörðun um að hætta stuðningi við refa- veiðar mútmælt I frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1997 er gert ráð fyrir að ríkissjóður hætti þátttöku sinni í kostnaði við refaveiðar. í tilefni af því gerði stjórnin svofellda bókun á sama fundi sínum hinn 30. október: „Stjórnin mótmælir harðlega þeim einhliða breytingum á fjár- málalegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga sem feíast í áformum ríkisins að hætta þátttöku í kostnaði við eyðingu refa á árinu 1997.“ 203
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.