Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Side 15

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Side 15
FRÆÐSLUMAL tungumál sem töluð eru í grunnskólum hér á landi. Þessir nemendur eru dreifðir um allt land og eru mis- langt á veg komnir bæði hvað varðar kunnáttu í íslenskri tungu og almennt nám. Sumir eru tvítyngdir og eiga ekki í neinum vandræð- um með nám í íslenskum skólum. Aðrir hafa talmál á valdi sínu og geta bjargað sér við flestar aðstæður utan skóla en hafa ekki tileinkað sér „skólamál" og eiga því í erfiðleikum með að fylgja jafnöldrum sínum í námi án aðstoðar. Enn aðrir eru nýkomnir til landsins og þurfa því að takast á við grundvallaratriði íslenskunnar og fræðast samtímis, svo þeir missi ekki úr námi á meðan þeir eru að tileinka sér íslenskuna. Sumir hafa reglulega og góða skólagöngu að baki, aðrir ekki. Sumir eru flug- læsir á móðurmál sitt, aðrir ólæsir. Móttökudeildir Aðstæður eru mjög ólíkar í skólum til þess að takast á við kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku. I sumum sveitarfélögum eru örfáir nemendur og því er ekki hægt að safna þeim saman í samkennslu. Annars staðar, svo sem á höfuðborgarsvæðinu, eru nemendur margir og oft unnt að samnýta íslenskustundir þeirra. I Reykjavík og nágrenni, þar sem fjöldi nemenda sem hafa annað móðurmál en íslensku er mestur, hafa verið skipulagðar svokallaðar móttökudeildir fyrir þá nem- endur sem nýkomnir eru til landsins. í Reykjavík eru nú starfandi þrjár móttökudeildir, þ.e. í Austurbæjarskóla, Vesturbæjarskóla og Æfingaskóla, fyrir þá nemendur sem vegna lítillar kunnáttu í íslensku geta ekki stundað nám í almennum bekkjum. Það er misjafnt hversu lengi nemendur eru í móttökubekkjum, allt eftir hversu fjar- skylt móðurmál þeirra er íslensku. Eftir að nemendur út- skrifast úr móttökubekkjum fá þeir áfram stuðning í ís- lensku sem seinna máli. Því miður hefur ekki verið hægt að bjóða öllum nem- endum sem hafa annað móðurmál en íslensku þátttöku í Verkleg kennsla við söfnun orðaforða í landafræði. Nýbúar frá Víetnam og Taílandi í sundi. móttökubekkjum, þvf ómögulegt hefur reynst í mörgum landshlutum að safna þeim saman á einn stað. Oft er um einn eða tvo tvítyngda nentendur að ræða í hverjum skóla. Við þær aðstæður fá nemendur aðstoð í íslensku sem öðru máli eins og aðstæður leyfa hverju sinni en að lágmarki tvo tíma í viku. Frá upphafi taka nemendur þátt í öllu almennu skóla- starfi sem lalið er að þeir hafi gagn og gaman af, yngstu nemendumir taka yfirleitt þátt í öllu eða flestu með jafn- öldrum sínum en reynslan hefur sýnt að varasamt getur verið að setja þá eldri stuðningslaust beint inn í bekki með jafnöldrum, sérstaklega í lesgreinum. Hér er nauð- synlegt að aðlaga námsefnið að kunnáttu þeirra í ís- lensku og sjá til þess að þeir hafi forsendur til að fylgjast með í kennslustundum, því annars er hætta á að þeir gef- ist upp og loki á umhverfi sitt. Tölvufræösla Unnið var að þróunarverkefni í Kópavogi sl. vetur. í Hjallaskóla var starfrækt miðstöð sem annast hefur tölvusamskipti nemenda í Reykjanesumdæmi með annað móðurmál. Stefnt er að því að allir skólar, sem hafa nemendur með annað móðurmál en íslensku, tengist þessari mið- stöð. Einnig er verið að þróa heimasíðuna „Nýbúinn“ á Intemetinu og er slóðin: http://rvik.ismennt.is/~sigda. Heimasíðan hefur að geyma almennar upplýsingar fyr- ir kennara um kennslu tvítyngdra bama, hvemig ber að standa að móttöku þeirra og fleira sem getur komið að gagni, s.s. frásögn af kennsluaðferðum og yfirlit yfir námsgögn sem reynst hafa vel. Einnig hafa kennarar tví- tyngdra barna komið sér upp póstlista þar sem upplýs- ingum er miðlað og umræða fer fram um þessa sérstöku kennslu. Vonir standa til að hér geti þróast spennandi fagleg umræða í framtíðinni um fræðslu fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. 205

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.