Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Page 42

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Page 42
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM Fjórða ársþing SSNV haldið að Löngumýri í Skagafirði 23.og 24 Fjórða ársþing Sambands sveitarfélaga á Norður- landskjördæmi vestra (SSNV) var haldið að Löngumýri í Skagafirði dagana 23. og 24. ágúst 1996. Formaður SSNV, Bjöm Sigurbjömsson, bæjarfulltrúi á Sauðárkróki, bauð þingfulltrúa velkomna og þá sér- staklega fulltrúa Bólstaðarhlíðarhrepps er nú gengur til liðs við sambandið. Þingforseli var Sveinn Allan Morthens, hreppsnefnd- armaður í Seyluhreppi, varaþingforseti Agnar H. Gunn- arsson, hreppsnefndarmaður í Akrahreppi, og þingritarar oddvitarnir Valgeir Bjamason í Hólahreppi og Öm Þór- arinsson í Fljótahreppi. Skýrsla stjórnar Björn Sigurbjörnsson, formaður SSNV, gerði grein fyrir störfum stjórnarinnar á liðnu ári og Bjarni Þór Einarsson, fram- kvæmdastjóri sambandsins, kynnti ársreikninga 1995 og fjárhagsáætlun fyrir árið 1997. Einnig gerðu þeir grein fyrir umfangsmestu málaflokk- um sem sambandið hefði unnið að á árinu. Bar þar hæst yfirfærslu grunn- skólans til sveitarfélaganna og stofn- un skólaskrifstofa. Þá höfðu á árinu verið haldin námskeið fyrir skólabíl- stjóra og skólanefndarfólk. Fram- kvæmdastjóri hafði einnig unnið að málaflokkum eins og förgun brota- málma, fráveitumálum, atvinnumál- um og vatnsveitumálum. Þá voru í upphafi fundar kosnar fjórar starfsnefndir, kjörnefnd, fjár- hags- og laganefnd, allsherjarnefnd og atvinnumálanefnd. Ávörp og kveöjur Ávörp fluttu Hjálmar Jónsson al- þingismaður og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Ræddi hann einkum yfirtöka grunnskólans, end- urskoðun sveitarstjórnarlaga og svæðisskipulag miðhálendisins. ágúst 1996 Málefni grunnskólans Framsögu um málefni grunnskólans hafði Sigurjón Pétursson, sem nýráðinn hafði verið til Sambands ís- lenskra sveitarfélaga lil þess að fjalla um þau málefni. Gerði hann grein fyrir þeim þáttum sem sambandinu ber að sjá um samkvæmt grunnskólalögum, s.s. kjarasamn- ingagerð og umsjón með námsleyfasjóði. Einnig fjallaði hann um erindisbréf fyrir skólastjóra og skólanefndir. Hann skýrði frá námskeiðum í kjarasamningum vegna grunnskólans og taldi yfirfærslu grunnskólans 1. ágúst hafa gengið hnökralaust. Tekjuyfirfærsla vegna flutnings grunn- skólans Garðar Jónsson, viðskiptafræðingur hjá Sambandi ís- Frá þinginu aö Löngumýri. Viö boröiö sitja, taliö frá vinstri, Valgaröur Hilmarsson, odd- viti Engihlíðarhrepps, Valur Gunnarsson, oddviti Hvammstangahrepps, Bergþóra Gísladóttir, forstööumaöur Skólaskrifstofu Húnvetninga á Blönduósi, Pórarinn Por- valdsson, oddviti Staöarhrepps, Vestur-Hunavatnssýslu, Erlendur Eysteinsson, oddviti Torfalækjarhrepps (hallar sér fram), Magnús Sigurjónsson, framkvæmdastjóri héraös- nefndar Skagfiröinga, Guöjón Ingvi Stefánsson, framkvæmdastjóri SSV (aftast, lengst til vinstri), Bjarni Pór Einarsson, framkvaemdaastjóri SSNV (viö gluggann). Síöan sér framan á Björn Magnússon, oddvita Sveinsstaöahrepps, og þá eru Guörún Guömunds- dóttir, hreppsnefndarfulltrúi í Svínavatnshreppi, Björn H. Hermannsson sveitarstjóri og Stefán Böövarsson, oddviti Ytri-Torfustaöahrepps, Lárus Jónsson á Blönduósi (fremst viö boröiö) og aftan viö hann Þorsteinn B. Helgason, oddviti Fremri-Torfustaöahrepps. Viö hitt boröiö sér framan á Skarphéöin Guðmundsson, bæjarfulltrúa á Siglufiröi. 232

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.