Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Qupperneq 54
STJÓRNSÝSLA
Þessar hugmyndir kröfðust sérstakra
lagaheimilda. Var á sl. vorþingi lagt
fram frumvarp þar að lútandi til
breytinga á lögum um reynslusveit-
arfélög. Flestar umsóknir í mála-
llokknum voru því í biðstöðu þar til
frumvarpið varð að lögum rétt fyrir
þinglok.
Vinnumiólun og þjónusta
vió atvinnulausa
Atta sveitarfélög sóttu um tilraun-
ir í þessum málaflokki. Almennt má
segja að áhugi sveitarfélaga á til-
raunum á þessu sviði hafi minnkað
þegar þau komust að raun um að
ekki var að vænta sérstakra fjárveit-
inga frá ríki til þeirra. Af hálfu rfkis-
ins hafði ekki verið gert ráð fyrir
auknum fjárveitingum vegna
reynslusveitarfélagaverkefna og því
voru það eingöngu tilraunir sem
fólu í sér verkefnaflutning sem
fylgdi sérstakt fjármagn frá ríki.
Tvö sveitarfélög, þ.e. Dalabyggð og
Hornafjarðarbær, höfðu áhuga á að
gera tilraunir með samþættingu at-
vinnuráðgjafar og vinnumiðlunar.
Umsóknir þeirra kröfðust ekki sér-
stakra lagaheimilda og vísaði verk-
efnisstjórnin þeim til frekari með-
ferðar heim í hérað. Þessar hug-
ntyndir hafa ekki ennþá komist til
framkvæmda. Fimm sveitarfélög
hafa hug á að gera tilraun með
aukna ráðgjöf og menntunartilboð
til atvinnulausra gegn því að vikið
verði frá ákvæðum laga um atvinnu-
leysistryggingar um vikulega skrán-
ingu atvinnulausra, og ákvæðum
um að atvinnulausir megi ekki
stunda nám í lengri tíma en átta vik-
ur. Nauðsynlegt var að afla sér- s-
takra lagaheimilda til þess að víkja
frá þessum ákvæðum og fengust
þær rétt fyrir þinglok í vor. I fram-
haldi af því hefur verið unnið áfram
að útfærslu samþykkta fyrir sveitar-
félögin en eitt sveitarfélag, þ.e.
Garðabær, er fallið frá tilraun á
þessu sviði.
Byggingarmá!
Sex sveitarfélög sóttu um tilraunir
á þessu sviði og hafa verið staðfest-
ar samþykktir fyrir þau öll. Þær fela
í sér heimildir fyrir byggingarfull-
trúa til að afgreiða tiltekin mál án
staðfestingar byggingarnefndar.
Markmið tilrauna er að einfalda og
hraða meðferð byggingannála. Þetta
er sá málaflokkur þar sem flestar
samþykktir hafa verið staðfestar en
um tiltölulega einfaldar stjómsýslu-
tilraunir er að ræða.
Heilsugæsla og öldrunar-
mál
Níu sveitarfélög sóttu um verk-
efni í málaflokknum. Umsókn
Hornafjarðarbæjar um yfirtöku á
heilsugæslu og öldrunarmálum í
Austur-Skaftafellssýslu er í höfn.
Unnið er að samningaviðræðum við
Akureyrarkaupstað en aðrar um-
sóknir eru í biðstöðu samkvæmt á-
kvörðun heilbrigðisráðuneytisins.
Almennar stjórnsýslu-
tilraunir
Sex sveitarfélög höfðu hug á að
gera almennar stjórnsýslutilraunir.
Þessar tilraunir krefjast flestar ekki
lagafrávika og var vísað til frekari
meðferðar heim í hérað. Ein sam-
þykkt hefur verið staðfest, þ.e. fyrir
Neskaupstað, sem felur m.a. í sér
frávik frá ákvæðum laga um skipan
húsnæðisnefndar.
Málefni fatlaóra
Fjögur sveitarfélög sóttu um yfir-
töku á málefnum fatlaðra. Umsókn
Akureyrarkaupstaðar er komin í
höfn og samningaviðræður við
Vestmannaeyjabæ eru langt komn-
ar. Akveðið var að fresta frekari
samningaviðræðum unt yfirtöku
Reykjavíkurborgar á málaflokknum
þar til úttekt hefur verið gerð á
stöðu málefna fatlaðra í borginni. Er
nú unnið að þessari úttekt í sam-
vinnu ráðuneytis og borgarinnar og
er gert ráð fyrir að henni ljúki í
haust. Einni umsókn var hafnað af
ráðuneytinu, þ.e. umsókn Vestur-
byggðar.
Löggæsla
Reykjavíkurborg og Hafnarfjarð-
arkaupstaður höfðu áhuga á að yfir-
taka staðbundna löggæslu en um-
sóknir þeirra fengu ekki hljómgrunn
hjá dómsmálaráðuneyti.
Menningarmál
Akureyrarkaupstaður hafði áhuga
á að fá rammafjárveitingu frá ríki til
menningarmála og menningarstofn-
ana í sveitarfélaginu og að fá aukið
forræði yfir minjavörslu, ásamt því
að standa, í samvinnu við Þjóð-
minjasafnið, að atvinnuátaksverk-
efnum fyrir atvinnulausa sem tengj-
ast starfsemi safnsins.
Sveitarfélagið hefur gert samning
við menntamálaráðuneytið um
rammafjárveitingu til menningar-
mála og menningarstofnana. I
samningnum er jafnframt kveðið á
um að aðilar muni halda áfram við-
ræðum um frekari tilraunaverkefni í
samræmi við hugmyndir Akureyrar-
kaupstaðar.
Náttúruvernd
Garðabær hafði áhuga á auknu
forræði á náttúruverndarmálum í
sveitarfélaginu. Ekki var fyrir hendi
heimild í lögum um reynslusveitar-
félög til þess að gera tilraun á þessu
sviði og ekki reyndust forsendur til
þess að afla slíkrar heimildar.
Samþætting sálfræói-
þjónustu
Garðabær og Neskaupstaður
höfðu áhuga á tilraun sem fæli í sér
samþættingu á sálfræðiþjónustu á
vegum ríkis og sveitarfélaga. Hug-
myndirnar reyndust eiga nokkuð
erfitt uppdráttar, einkum vegna and-
stöðu fræðslustjóra. Neskaupstaður
vinnur þó enn að þessari hugmynd.
Skipuiagsmái
Akureyrarkaupstaður sótti um til-
raun sem fæli í sér að sveitarfélagið
fengi heimild til þess að fara með
skipulagsmál í sveitarfélaginu í
megindráttum í samræmi við frum-
varp til nýrra skipulags- og bygg-
ingarlaga sem nokkrum sinnum hef-
ur verið flutt á Alþingi. Ekki tókst
að koma slíkri heimild að í frum-
244