Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Side 57

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Side 57
UMHVERFISMAL árið 2000. Hlutverk nefndarinnar er m.a.: • að gera áætlun um hvernig best verði staðið að söfnun, móttöku, meðhöndlun, endumýtingu og eyð- ingu spilliefna, • að gera tillögu til ráðherra um upphæð spilliefnagjalds og skipt- ingu þess í flokka, • að bjóða út tilgreinda verk- þætti, • að semja á grundvelli útboðs um endurgjald vegna móttöku, söfn- unar, flutnings og eyðingar og með- höndlunar á spilliefnum. Spilliefnagjald er gjald sem lagt er á vörur sem geta orðið að spilli- efnum og skal gjaldið standa undir óhjákvæmilegum kostnaði af mót- töku spilliefna, meðhöndlun þeirra, flutningi frá söfnunarstöðvum til eyðingarstöðva, endurnýtingu og eyðingu. Gjaldinu skal jafnframt varið til greiðslu kostnaðar við framkvæmd laganna. Spilliefna- gjaldi skal skipt í flokka samkvæmt reglugerð sem sett verður þar um og í lögunum er lögð áhersla á að hver flokkur sé fjárhagslega sjálfstæður. Spilliefnanefnd skal að jafnaði bjóða út tilgreinda verkþætti til allt að fimm ára í senn. A grundvelli út- boðs skal nefndin síðan semja um endurgjald vegna móttöku, söfnun- ar, flutnings og eyðingar og með- höndlunar á spilliefnum. Þetta skal gert fyrir landið allt eða einstök landsvæði eða vegna framkvæmdar einstakra verkþátta, eftir því sem henta þykir. Þar sem útboð tekst ekki skal spilliefnanefnd gera tillög- ur um upphæð gjalda. Spilliefnagjald skal lagt á tiltekna vöruflokka og nær gjaldskyldan til allra vara sem fluttar eru til landsins eða eru framleiddar hér á landi. Um er að ræða olíuvörur, lífræn leysi- efni, halógeneruð efnasambönd, ósoneyðandi efni, ísósyanöt, máln- ingu og litarefni, rafhlöður og raf- geyma, ljósmyndavörur, framköll- unarvökva og fixera og ýmsar aðrar efnavörur. I lögunum er hámarks- upphæð gjalda tilgreind. Ráðherra skal samkvæmt tillögu spilliefna- nefndar ákveða með reglugerð upp- hæð gjaldsins. Nefndin skal miða tillögur sínar við áætlun um söfnun, endurnýtingu og eyðingu viðkom- andi spilliefna á grundvelli útboða og verksamninga, svo og að tekjur og gjöld í hverjum flokki standist á. Samkvæmt tillögum spilliefna- nefndar er ráðherra heimilt í reglu- gerð að undanþiggja einstakar vörur gjaldskyldu. Fyrir spilliefni, sem verða til og ekki eru tilkomin vegna notkunar á vörum sem falla undir lögin, skal greiða gjald til móttöku- stöðva í samræmi við þann kostnað sem af eyðingunni hlýst. Með tilkomu þessara laga mun söfnun spilliefna aukast umtalsverl. Bætt skil til móttökustöðva munu stuðla að frekari umhverfisvernd og tryggja öruggari meðhöndlun þess- ara efna. Islands Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum Á næsta ári mun Ferðamálaráð Islands úthluta styrkjum til umhverfisbóta á ferðamannastöSum á Suðurnesjum, Vesturlandi, Vestfjörðum og Suðurlandi. • UthlutaS veröur til framkvæmda á vegum einstaklinga, fyr- irtækja, félagasamtaka og sveitarfélaga, sem stuðla að bættum aðbúnaSi fer&amanna jafnframt verndun náttúr- unnar. • KostnaSaráætlun þarf aS fylgja meS umsókn svo og önnur skilgreining á verkinu. • NauSsynlegt er aS einn aSili sé ábyrgur fyrir verkinu. • Styrkir verSa ekki greiddir út fyrr en framkvæmdum og út- tekt á þeim er lokiS. • Gert er ráS fyrir aS umsækjendur leggi fram fjármagn, efni og vinnu til verkefnisins. • Styrkþegum gefst kostur á ráSgjöf hjá FerSamálaráSi vegna undirbúnings og framkvæmda. Nánari upplýsingar veitir umhverfisfulltrúi í síma 461 2915. Umsóknum ber aS skila á eySublöSum sem fást á skrifstof- um FerSamálaráSs og þurfa þær aS berast fyrir 1. febrúar 1997. Ferðamálaráð fslands Strandgötu 29 • 600 AKUREYRI 247

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.