Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Side 58
ÝMISLEGT
Húnbogi Þorsteinsson
settur ráðuneytisstjóri
Berglind Asgeirsdóttir, ráðuneyt-
isstjóri í félagsmálaráðuneytinu,
hefur fengið leyft frá störfum í fjög-
ur ár frá 1. júlí sl. til þess að gegna
embætti framkvæmdastjóra for-
sætisnefndar Norðurlandaráðs sem
hefur aðsetur í Kaupmannahöfn.
Húnbogi Þorsteinsson, skrifstofu-
stjóri í ráðuneytinu, hefur verið sett-
ur ráðuneytisstjóri í ráðuneytinu frá
sama tíma.
FÉLAGSMÁL
Húsaleigubætur óbreytt-
ar 1997
Hinn 17. maí sl. skipaði Páll Pét-
ursson félagsmálaráðherra fimm
manna nefnd til þess að gera tillögur
um framtíð húsaleigubóta. Stjórn
sambandsins tilnefndi tvo þeirra,
þau Karl Björnsson, bæjarstjóra á
Selfossi, og Láru Björnsdóttur, fé-
lagsmálastjóra Reykjavíkurborgar.
Aðrir í nefndinni eru Aslaug Frið-
riksdóttir, deildarsérfræðingur í fé-
lagsmálaráðuneytinu, Arnar Jóns-
son, stjórnsýslustjóri í fjámiálaráðu-
neytinu, tilnefndur af því, og Ingi
Valur Jóhannsson, deildarstjóri í fé-
lagsmálaráðuneyti sem jafnframt er
formaður nefndarinnar.
Fulltrúar sambandsins í nefnd-
inni, þau Karl og Lára, rituðu fé-
lagsmálaráðherra bréf hinn 13. sept-
ember þar sem þau lögðu til að gild-
istími laganna um húsaleigubætur
nr. 100/1994 yrði framlengdur um
eitt ár. Félagsmálaráðherra féllst á
þá tillögu og jafnframt var nefnd-
inni falið að gera tillögur um breytt
fyrirkomulag húsaleigubóta eftir
árið 1997. Að sögn Inga Vals, for-
manns nefndarinnar, er gert ráð fyrir
að hún skili áliti snemma á næsta
ári.
Á fundi í stjórn sambandsins hinn
30. október sl. var lagt fram bréf
þeirra Karls og Láru.
Stjórnin samþykkti svofellda bók-
un um málið:
„Fyrir liggur að húsaleigubóta-
kerfið verður óbreytt á næsta ári og
endurskoðunamefnd laga um húsa-
leigubætur hefur verið falið að móta
tillögur að nýju kerfi fyrir árslok
1997.
Stjórnin leggur þunga áherslu á
að endurskoðunarnefndin hraði
störfum og telur að til greina komi
að sveitarfélögin taki að fullu að sér
greiðslu húsaleigubóta að því gefnu
að tillaga um nýtt fyrirkomulag
verði ásættanleg frá sjónarmiði
sveitarfélaganna og að fullt sam-
komulag náist um fjárhagshlið
málsins milli ríkis og sveitarfélaga."
Sigríður Stefánsdóttir sat hjá við
afgreiðslu málsins.
NÁMSKEIÐ
Námskeið fyrir starfsfólk
vinnumiðlana
Sambandið og félagsmálaráðu-
neytið hafa haft samstarf um nám-
skeiðahald fyrir starfsfólk vinnu-
miðlana. Reglulega eru haldin
tölvunámskeið fyrir starfsfólk
vinnumiðlana í atvinnuleysisskrán-
ingar- og vinnumiðlunarkerfinu
ALSAM."
Síðastliðið vor voru haldin fjögur
tveggja daga námskeið fyrir starfs-
fólk vinnumiðlana. Tvö námskeið
voru haldin í Reykjavík dagana 28.
og 29. mars og 17. og 18. apríl, eitt
á Akureyri 9. og 10. maí og eitt á
Egilsstöðum 11. og 12. apríl. Til-
gangur námskeiðanna er að veita
starfsfólki vinnumiðlana grunn-
fræðslu unt allt er lýtur að starfsemi
vinnumiðlana.
Á námskeiðinu er fjallað um
helstu lagaákvæði unt starfsemi
vinnumiðlana og atvinnuleysis-
tryggingar, vinnubrögð á vinnu-
miðlunum, þarftr atvinnuleitenda og
atvinnurekenda fyrir þjónustu
vinnumiðlunar, rétt til atvinnuleys-
isbóta og félagslegrar þjónustu,
áhrif atvinnuleysis á einstakling og
fjölskyldu, samtalstækni og sam-
skipti starfsfólks og atvinnulausra
og urn náms- og starfsráðgjöf og
önnur úrræði fyrir atvinnulausa.
Þátttaka var mjög góð og almenn
ánægja með fyrirkomulag og inni-
hald námskeiðanna.
Fyrirhugað er að þessi námskeið
verði fastur liður í starfsemi vinnu-
miðlana auk þess sem stefnt er að
framhaldsnámskeiðum.
BÆKUR OG RIT
Árbók sveitarfélaga 1996
Árbók sveitarfélaga 1996 er kom-
in út í tólfta sinn. Bókin hefur, líkt
og undanfarin ár, að geyma ýmsar
greinargóðar upplýsingar um rekst-
ur sveitarfélaga í landinu. Upplýs-
ingar úr ársreikningum hvers sveit-
arsjóðs 1995 skipa veglegan sess í
bókinni ásarnt upplýsingum um
álagningu útsvars og fasteignaskatts
árið 1996. Árbókin hefur einnig að
geyma ítarlegar upplýsingar um
rekstur leikskóla og framlög Jöfnun-
arsjóðs sveitarfélaga árið 1995 til
sveitarfélaganna. Ennfremur er að
finna í bókinni sérstakan kafla um
yfirtöku sveitarfélaga á öllum
grunnskólakostnaði, álagningarregl-
ur fasteignagjalda hjá stærri sveitar-
félögum, íbúafjölda sveitarfélaga og
skiptingu eftir aldri og margt fleira
er tengist sveitarfélögunum í land-
inu.
Árbókin fæst á skrifstofu sam-
bandsins, Háaleitisbraut 11, 108
Reykjavík, og kostar eintakið 1.800
krónur.
248