Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Síða 59

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Síða 59
BARNAVERND Áskorun til sveitarstjórnarmanna frá umboðsmanni barna Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna A. Fjárhagsáœtlun sveitarfélaga Þar sem nú fer í hönd gerð fjár- hagsáætlunar hjá sveitarstjómum vil ég, sem umboðsmaður barna og ungmenna undir 18 ára aldri, skora hér með á allar sveitarstjómir lands- ins, sem fara með fjöldamörg verk- efni er varða böm og ungmenni, að láta þau verkefni njóta raunverulegs forgangs í fjárhagsáætlunum sveit- arfélaganna. Eg hvet hér með sveit- arstjómarmenn til að hafa hagsmuni bama og ungmenna að leiðarljósi og á þann hátt sýna og sanna fyrir hinni ungu kynslóð, framtíðar kjósendum, að þau eru mikils virði. Samkvæmt alþjóðlegum mann- réttindasamningum ber stjórnvöld- um að skapa börnum eðlilegt um- hverfi, sem tryggir uppvöxt þeirra og velfamað, í anda friðar, jafnrétt- is, virðingar og umburðarlyndis. Það að skapa börnum góð lífsskil- yrði á æskuárum sínum er arðbær fjárfesting til lengri tíma litið. í þessu sambandi er rétt að vekja at- hygli á 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi bamsins, sem Island er aðili að, en þar segir m.a.: „Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félags- málastofnanir á vegum hins opin- bera eða einkaaðilar, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða böm.“ B. Reynslusveitarfélög Ég vil líka varpa þeirri hugmynd til sveitarfélaganna hvort einhver úr þeirra hópi séu ekki reiðubúin til að ganga fram fyrir skjöldu, t.d. sem reynslusveitarfélög, og gefa bömum og ungmennum kost á að hafa með skipulegum hætti bein áhrif á þau málefni sveitarfélagsins sem virki- lega varða hagsmuni þeirra. Gera tilraunir með hvaða aðferðir dugi best í þessum efnum. Að reynslutíma liðnum verði ár- angur þessara tilrauna metinn og kannað hvaða leiðir og aðferðir hafa geftð besta raun. Það gæti síðan leitt til þess að öll sveitarfélög landsins breyttu starfsháttum sínum og skipulagi stjórnsýslunnar til sam- ræmis við niðurstöðu úr þeim til- raunum. Þá fyrst yrði raunverulega tryggður réttur bama og ungmenna til að láta í ljós eigin skoðanir í öllum málum sem þau varða. I 12. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi bamsins segir orðrétt: „1. Aðildarríki skulu tryggja bami sem myndað getur eigin skoð- anir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið réttmætt tillit til skoð- ana þess í samræmi við aldur þess og þroska. - 2. Vegna þessa skal bami einkum veitt tækifæri til að tjá sig við hverja þá málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi sem barnið varðar, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu talsmanns eða viðeig- andi stofnunar, á þann hátt sem samræmist reglum í lögum um málsmeðferð.“ HUSAFRIÐUNAR- SJÓÐUR Húsafriðunarnefnd ríkisins auglýsir eflir umsóknum til Húsafriðunar- sjóðs, sbr. ókvæði í þióðmin|alöqum nr. 88/1989 sbr. lög nr. 43/1991 og 98/1994 og reglugerð um Húsafriðunarsjóð nr. 479/1993. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: - undirbúnings framkvæmda, óætlanagerðar og tæknilegrar róð- gjafar og til framkvæmda vegna viðhalds og endurbóta ó Triðuðum húsum og húsum sem hafa menningarsögulegt og listrænt gildi - byggingarsögulegra rannsókna og útgófu þeirra. Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent ó að leita eftir óliti Húsa- friðunarnefndar ríkisins og sæKja um styrk óður en framkvæmdir hefj- ast. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. febrúar 1997 til Húsafriðun- arnefndar ríkisins, Þjóðminjasafni Islands, Suðurgötu 41, 101 Reykja- vík, ó umsóknareyðublöðum sem þar fóst. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 562 2475 milli kl. 10.30 og 12.00 virka daga. Húsafriðunarnefnd ríkisins 249

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.