Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Page 8

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Page 8
SAMEINING SVEITARFÉLAGA Úr Fiskiöjunni á Sauðárkróki. Ljósm. Ljósmyndastofa Péturs. Ferðaþjónusta fer vaxandi í Skagafirði. Drangeyjarsafniö á Hofsósi, gamla pakkhúsið. Ljósm. Valgeir Bjarnason. greiðslu með því lokamarkmiði að ganga til atkvæða um sameiningu þann 7. júní 1997. Niðurstaðan varð þó sú að fara hægar í sakimar og stefna að atkvæðagreiðslunni í nóvember 1997 ef um það næðist samstaða. Haldnir voru þrír kynningarfundir í héraðinu um sameiningar- mál í mars 1997. Störf sameiningarnefndar í sameiningamefnd sátu þrír fulltrúar Sauðárkróks- kaupstaðar og tveir fulltrúar frá hverju hinna 10 sveitar- félaga sem að viðræðunum stóðu. Auk þessa var skipuð minni vinnunefnd, stjómskipunamefnd, sem vann milli funda sameiningamefndar. Formaður nefndarinnar var kjörinn Bjarni Egilsson, oddviti Skefilsstaðahrepps. Hver og ein sveitarstjóm útbjó óskalista yfir þau mál sem þyrfti að taka fyrir í sameiningamefnd. Þessi mál voru síðan tekin til umræðu í nefndinni. Það var ljóst að þótt viðræðumar væru nauðsynlegur undanfari samein- ingar þá gengju fulltrúar sveitarfélaganna óskuldbundnir til þeirra, enda lágu ekki fyrir viljayfirlýsingar einstakra Kvótahlutdeild Skagfiröinga hefur aukist á undanförnum árum og er sjávarútvegur því aftur í sókn. Landbúnaður er mikilvægur atvinnuvegur í Skagafirði, þar á meöal hrossarækt. Ljósm. Ljósmyndastofa Péturs. sveitarstjóma né fulltrúa þeirra um sameiningu. Sameiningamefnd markaði sér fljótlega þá stefnu að vinna að gerð samfélagssáttmála þar sem haft væri að augnamiði að skapa umgjörð að nýju sameinuðu sveitar- félagi. í hönd fór samningaferli þar sem fulltrúar sveitar- félaganna einsettu sér að ná sameiginlegri niðurstöðu í öllum málaflokkum. Það var álit nefndarinnar að til þess að sáttmálinn hefði meira gildi og endurspeglaði sem best tilfinningar og vilja íbúanna yrði að vinna hlutina „innan frá“ og því væri nauðsynlegt að heimamenn ynnu sjálfir undirbúningsvinnuna. Því var þeirri leið hafnað að fá utanaðkomandi ráðgjafarfyrirtæki til þess að vinna að tillögugerð eða til hvers konar fjárhagslegrar áætlana- gerðar fyrir sameinað sveitarfélag, enda slíkt einungis í valdi sveitarstjómar í sameinuðu sveitarfélagi. Samein- ingamefnd fékk Endurskoðun hf. á Sauðárkróki til að gera samræmda úttekt á fjárhagslegri stöðu sveitarfélag- anna og þáverandi verkefnastöðu þeirra. Jafnframt réð nefndin sér starfsmann til þess að halda utan um undir- búningsvinnuna og varð hann einnig tengiliður við íbú-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.