Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Page 12

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Page 12
SAMEINING SVEITARFÉLAGA Sameining þriggja hreppa á Héraði Amór Benediktsson oddviti í upphafi starfs míns sem oddvita Jökul- dalshrepps fannst mér mjög fráleitt að stefna að sameiningu sveitarfélaga, heldur þyrfti að fjölga samstarfsverkefnum. Sveit- arfélög á Héraði hafa haft samstarf um mörg verkefni um langt árabil sem gengið hefur með ágætum. Samstarfsverkefni, sem unnið hefur verið að með þátttöku Hlíðar-, Jökuldals- og Tunguhrepps, tel ég hafa byrjað með samstarfi áðurnefndra hreppa þegar elstu bekkir grunnskóla úr Jökuldal fóru að sækja skóla að Brúarási um 1980. Síðar fjölgaði samstarfsverkefnum þessara hreppa; þar má nefna rekstur leikskóla haustið 1992, næst kom sam- eiginleg félagsmálanefnd, þá var komið að stofnun og rekstri tónlistarskóla og einnig farið að ræða um bygg- ingu íþróttahúss við Brúarás sem gerður var samstarfs- samningur um 1994-1995 og er sú framkvæmd langt komin. Á jarðhæð hússins eru kennslustofur, skrifstofa sveitarfélagsins og snyrtiaðstaða. af henni. Árið 1993 komst á sameiginlegur hreppsnefndarfundur Hlíðar-, Jökuldals- og Tunguhreppa þar sem farið var að leita formlega viðræðna um sameiningu hrepp- anna; þá var farið að setja á blað tölulegan ávinning af sameiningunni. Það kom í minn hlut að kynna þessa úttekt í minni sveitarstjóm. Uttektin var talin mjög áróð- urskennd og marklaus af nokkrum hrepps- nefndarmönnum í minni sveitarstjóm og þar með náði ég ekki árangri í það skiptið. Næst var tekið til við tilraun til samein- ingar þessara þriggja hreppa eftir sameiginlegan íbúa- fund á Skjöldólfsstöðum 2. maí 1996. Fyrr sama vetur voru komnar óskir úr Tunguhreppi um sameiningu hreppanna. Hlíðarmenn vom alltaf mjög fylgjandi sam- starfi og sameiningu. Sameiningarferlið hófst með tilnefningu tveggja manna úr hverjum hreppi í sameiningamefnd. Áfram var Upp úr árinu 1990 eða á öðru kjörtímabili mínu í sveitarstjórn starfaði ég í svæðisstjóm oddvita á Héraði. Þá varð ég alltaf betur og betur meðvitaður um að sam- starfið gæti verið jafngott þótt sveitarfélögin yrðu stærri því þarfir íbúanna væm svo svipaðar. Þá kom að því að ég sannfærðist um að auðveldara væri að fækka einingum og reka þær í stærri heildum, þar sem allir þessir odd- vitar vom að vinna sömu vinnuna og verja fjárhag sinnar sveitar, jafnvel hver fyrir öðrum, ekki síst þegar verkefnum fjölgaði. í fyrstu atkvæðagreiðslunni um sameiningu hreppa á Héraði vom tillögurnar kolfelldar. Þó bar at- kvæðagreiðslan 1993 ákveðinn árangur þar sem farið var að leita leiða til sameiningar í framhaldi Hreppsnefnd á fyrsta fundi sínum. Á myndinni eru, talin frá vinstri, Sigrún Benediktsdóttir, Guögeir Ragnarsson, Ásmundur Þórarinsson, Arnór Benediktsson oddviti, Sigurður Jóns- son, Stefán Geirsson og Sigvaldi Ragnarsson.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.