Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Qupperneq 16

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Qupperneq 16
SAMEINING SVEITARFÉLAGA I I iHótn 247 Á Egilsstööum eru vegamót. Ljósm. U. Stef. þátt í sameiningarferlinu og jafnframt var boðað til kynningarfundar um efnið. A þessum tíma var verið að undirbúa sameiningu Valla-, Skriðdals- og Fljótsdalshrepps og þótti eðlilegt að sú vinna héldi áfram og eins kom fram að til stæði að undirbúa sameiningu Jökuldals-, Hlíðar- og Tungu- hrepps. Af sameiningu Valla-, Skriðdals- og Fljótsdals- hrepps varð ekki og eftir atkvæðagreiðsluna óskaði sveitarstjórn Vallahrepps og síðar Skriðdalshrepps eftir að taka þátt í þeirri vinnu sem samstarfsnefnd um sam- einingu Út-Héraðs hafði mótað og að eiga aðild að sam- einingunni. Samstarfsnefnd um sameiningu fimm sveitarfélaga Samstarfsnefndin um sameiningu Hjaltastaðar- og Eiðaþinghár, Egilsstaðabæjar, Valla- og Skriðdalshrepps vann að undirbúningi atkvæðagreiðslu um sameiningu þessara sveitarfélaga og jafnframt að tillögum að skipu- riti nýs sveitarfélags. Tillögur þær sem sameiningarnefndin lagði til og samþykktar voru í sveitarstjómunum voru eftirfarandi: • Gerð var tillaga um að sameiningin yrði vorið 1998 og kosið til nýrrar níu manna sveitarstjómar í sveitar- stjómarkosningunum 23. maí. • Varðandi nafn hins nýja sveitarfélags var lagt til að skoðanakönnun færi fram samhliða atkvæðagreiðslu um sameiningu. • Ef tillagan yrði felld í einu eða fleiri sveitarfélögum skyldi strax tekin um það ákvörðun í hverju hinna sveitarfélaganna hvort greiða skyldi atkvæði á ný um sameiningu þeirra sveitarfélaga sem samþykktu sam- eininguna. • Að hið nýja sveitarfélag taki yfir allt það land sem tilheyrði áður hinum fimm áðurgreindum sveitarfé- lögum. • Að eignir, skuldir, réttindi og skyldur, sem tilheyra sveitarfélögunum, skuli falla til hins nýja sveitarfé- lags. • Að skjöl og bókhaldsgögn sveitarfélaganna skuli af- hent hinu nýja sveitarfélagi til varðveislu. • Ef sameining yrði samþykkt þá yrði mynduð sam- starfsnefnd skipuð einum fulltrúa frá hverjum sveita- hreppanna og tveimur fá Egilsstaðabæ ásamt bæjar- stjóra sem vinni að samræmingu og undirbúningi sam- einingarinnar með tilliti til fjárskuldbindinga og samn- inga sem sveitarfélögin væru aðilar að, samnýtingu mannvirkja, frekari útfærslu skipurits og stjómsýslu. • Að ef samstaða næðist hjá sveitarstjómum á Héraðs- svæðinu á árinu 1997 um stofnun einnar félagsmála- nefndar fyrir allt svæðið yrði hvert sveitarfélag hins væntanlega nýja sveitarfélags aðili að þeirri nefnd. • Og að lokum lagði samstarfsnefndin til í þeim gögn- um sem lögð voru fyrir sveitarstjórnirnar, að þær lýstu sig hlynnta því að á Héraðssvæðinu yrði eitt sveitarfélag og að sameining þessara sveitarfélaga væri skref í þá átt. Um þetta voru greidd atkvæði og jafnframt var kynnt viljayfirlýsing sveitarstjómanna um skipan helstu mála- flokka í hinu nýja sveitarfélagi. Sameining samþykkt 6. september 1997 Greidd voru atkvæði um sameininguna hinn 6. sept- ember 1997 og var hún samþykkt í öllum sveitarfélögun- um fimm. Tilnefnt var í nýja nefnd til þess að vinna að undirbúningi sameiningarinnar. Helgi Halldórsson, bæj- arstjóri á Egilsstöðum, stýrði þeirri nefnd sem hélt reglu- lega vinnufundi sl. vetur. Helstu verkefni hennar voru málefni skólanna og frekari útfærsla á stjómsýslu hins nýja sveitarfélags, þ.á m. starfsmannamál. Tillögur að nafni á hið sameinaða sveitarfélag höfðu borist samstarfsnefndinni og í atkvæðagreiðslunni hinn 6. september var valið um 13 nöfn samkvæmt sk. raðvali sem Bjöm S. Stefánsson vann úr. Það var svo hlutverk sameiningamefndarinnar að koma með tillögu að nafni hins nýja sveitarfélags og var nafnið Hérað einróma samþykkt í sameiningamefndinni þótt það stangaðist á við núgildandi sveitarstjómarlög. I ljósi tillagna í fmm- varpi að nýjum sveitarstjómarlögum treysta menn því að nafnið standi áfram. Ljóst er að mikil umskipti verða á fulltrúum í nýrri sveitarstjóm. Kemur hvort tveggja til að við sameining- una koma nýir menn og margir núverandi sveitarstjóm- armanna gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa. Nýrrar sveitarstjómar bíða mörg krefjandi verkefni til úrlausnar en jafnframt verður næsta kjörtímabil spenn- andi fyrir alla þá sem koma að mótun og ákvarðanatöku. Næsta kjörtímabil getur því skipt sköpum hvað varðar uppbyggingu og íbúaþróun í framtíðinni. Með von um gæfu og gengi í krefjandi verkefnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.