Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Side 38

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Side 38
Árið 1936 voru samþykkt á Al- þingi lög sem m.a. heimiluðu ríkis- stjóminni að taka eignamámi jarð- irnar Krýsuvík og Stóra-Nýjabæ í Grindavíkurhreppi. Þegar eignar- nám hefði farið fram skyldi afhenda Hafnarfjarðarkaupstað afnotarétt jarða þessara, þannig að hann fengi þörf kaupstaðarins fyrir hita, ræktun og sumarbeit fullnægt, en Gull- bringusýslu skyldi aíhenda lítt rækt- anlegt beitiland jarðanna sem afrétt- arland fyrir sauðfé, hvort tveggja eftir því sem staðhættir og landrými leyfðu. Eignarnámið fór fram og ríkissjóður greiddi eigendum mats- verð jarðanna. Árið 1940 samþykkti Alþingi breytingu á fyrrnefndum lögum og segir þar að jarðimar skuli afhentar kaupstaðnum og sýslunni þannig „að sýslan fái í sinn hlut lítt ræktanlegt beitiland jarðanna til sumarbeitar fyrir sauðfé ... en Hafnarfjarðarkaupstaður fái jarðim- ar að öðru leyti með öllum gögnum og hlunnindum, sem jörðunum fylg- ir og fylgja ber að undanteknum námuréttindum“. Sérstök matsnefnd framkvæmdi skiptagerð, þar sem ákveðið var hvern hluta jarðanna kaupstaðurinn skyldi fá og hvern hluta sýslan. Eins og ljóst er af framansögðu voru jarðimar teknar eignamámi til þess eins að afhenda þær síðan kaupstaðnum og sýslunni. Fyrst virðist hafa verið ætlunin að ríkið gæti átt jarðirnar en afhenti þá af- notaréttinn. Með lögunum frá 1940 er hins vegar ákveðið að láta jarð- imar af hendi til eignar með öllum gögnum og hlunnindum að undan- teknum námuréttindum, enda er ákvæði um það í lögunum að sýslu- sjóður og bæjarsjóður greiði ríkis- sjóði sama verð og hann hafði greitt DÓMSMÁL Krýsuvíkurland Guðmundur Benediktsson hrl. fyrir jarðimar. Það var sem sé ekki ætlun löggjafans að ríkissjóður eignaðist neinn hluta af jörðunum nema námuréttindi og mun þar einkunt átt við brennisteinsnámu, sem eitt sinn var starfrækt í Krýsu- vík, en ekki malar- og hrauntöku. Hafnarfjarðarkaupstaður fékk af- sal fyrir hluta af jörðunum 1941. Er um að ræða stórt landsvæði milli Kleifarvatns og sjávar. Afsalið til sýslunnar er dagsett 29. sept. 1941. Þar segir að ríkissjóður afsali öllu lítt ræktanlegu beitilandi jarðanna til „sumarbeitar fyrir sauðfé“. Enn- fremur er tekið fram að undanskilin séu öll önnur afnot. Fyrir þetta guldu sýslu- og bæjarsjóður samtals þá fjárhæð sem ríkissjóður hafði greitt fyrir jarðimar. Landsvæði það sem hér er um að ræða er mjög víðáttumikið. Það nær frá mörkum Ámessýslu vestur fyrir hálsana vestan Kleifarvatns og frá Grindaskörðum til sjávar. Á þessu svæði er landslag mjög fjölbreytt. Víða er mikil náttúrufegurð, fjöll og úfm hraun en einnig em þar gróður- sælir dalir og friðsæl fjallavötn. Hér munar miklu frá því sem lög- gjafinn ætlaðist til. Mestur hluti Krýsuvíkurlandsins er enn eign rík- issjóðs. Það er að mínu áliti engum vafa undirorpið að ríkissjóður fékk eignarnámsheimildina til þess eins að afsala sýslu og kaupstað jörðun- um með þeim hætti sem í lögunum frá 1941 greinir og á sama verði og hann galt fyrir þær. Ríkissjóður hef- ur því aldrei afsalað til Hafnarfjarð- arkaupstaðar þessum hluta jarðanna sem sýslusjóður nýtur beitarréttar yfir, sem honum ber þó samkvæmt skýmm orðum lagatextans frá 1940, þrátt fyrir margítrekaðar áskoranir kaupstaðarins um að fá útgefið slíkt afsal. Það er aðeins þetta formsatriði sem vantar en þessu formsatriði þarf að fullnægja. Kaupstaðnum er því nauðugur sá kostur að fá ríkissjóð knúinn til þess með dómi að afsala þessu landi til sín. ERLEND SAMSKIPTI Ráðstefna í Finnlandi um nýtingu úrgangs Félag norrænna búvísindamanna (NJF) efnir dagana 23.-25. nóvem- ber nk. til ráðstefnu um nýtingu úr- gangs, jafnt lífræns húsasorps sem seyru. Ráðstefnan verður haldin í Rannsóknarstöð landbúnaðarins í Jokioinen, um 10 km frá bænum Forssa í Finnlandi. Á ráðstefnunni verður gefið yfirlit um meðferð úrgangs á Norðurlönd- um, kynntar aðferðir við endur- vinnslu húsasorps, meðhöndlun seyru í stórum stíl frá bæjum og smáum byggðarkjörnum, rætt um hættuleg efni og hollustuvemd við nýtingu úrgangs, jarðvegsmyndun og áburðargildi safnhaugamoldar. Nánari upplýsingar um ráðstefn- una veita Olafur Dýrmundsson hjá Bændasamtökum Islands, í síma 563 0300, og Magnús Oskarsson, í síma554 1002. 1 OO

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.