Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Page 56

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Page 56
ORYGGISMAL Hlúð að gróðri við Elliöavatn. Unglingar úr Vinnuskóla Reykjavíkur aö störfum. Vinna barna og unglinga Hersir Oddsson, forstjóri Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar ogfulltrúi sambandsins í stjóm Vinnueftirlits ríkisins Vinnueftirlit ríkisins vinnur nú að útgáfu reglugerðar um vinnu bama og unglinga, en í maí 1997 breytti Alþingi lögum nr. 46/1980, um að- búnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og er reglugerðin unn- in í framhaldi þeirrar breytingar. Undirbúningur fyrir reglugerðina er tímafrekur og því mun útgáfa henn- ar verða fyrst væntanleg í lok árs 1998 en innihaldið liggur fyrir í drögum og er gjarnan litið til þess þegar gefnar eru leiðbeiningar frá skrifstofu Vinnueftirlitsins. Sérstaklega verður í reglugerðinni fjallað um vinnu í vinnuskólum sveitarfélaga, fræðilegt og verklegt nám. Segir í drögum að með fræði- legu eða verklegu námi sé átt við nám sem byggist á löggjöf um grunnskóla hverju sinni og vinnu bama og unglinga á vegum sveitar- félaga. 1 ljósi þess að einhver tími líður þar til reglugerðin verður formlega gefin út var ákveðið að kynna helstu ákvæði sem snerta sveitarfélögin. Er áhugasömum þannig gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum. Hugtökin „ungmenni, unglingur og barn" eru í lögunum skilgreind þannig: Ungmenni er einstaklingur undir 18 ára aldri Unglingur einstaklingur sem ekki er i skyldunámi, en á bilinu 15 til 18 ára Barn einstaklingur sem er undir 15 ára aldri 1 1 8

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.