Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Síða 57

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Síða 57
ORYGGISMAL í almennum ákvæðum um vinnu allra ungmenna undir 18 ára aldri segir m.a. að hún skuli framkvæmd á þann hátt að öryggi og heilbrigði ungmenna sé ekki hætta búin. At- vinnurekandinn skal áður en ung- menni hefja störf sjá um að gripið sé til viðeigandi ráðstafana á grund- velli mats á þeirri áhættu sem starf getur skapað. Meta skal m.a. að- stæður á vinnustað, eðlis-, efna- og líffræðilegra áhrifavalda, notkun búnaðar sem tengist starfinu, s.s. vélar, tæki og áhöld. Einnig skal meta skipulag vinnuferla, vinnutil- högun og hvemig þjálfun og undir- búningi undir staifið er háttað. At- vinnurekanda ber að kynna foreldr- um barna, eða forráðamönnum, hugsanlega áhættu og allar ráðstaf- anir sem gerðar eru til að tryggja ör- yggi þeirra og heilbrigði. Atvinnurekandinn skal tryggja að ungmenni fái fullnægjandi kennslu og leiðbeiningar til að tryggja ör- yggi og heilbrigði. Vinnan skal fara fram undir virku og viðeigandi eftir- liti af einstaklingi sem orðinn er 18 ára og hefur nægjanlega innsýn í vinnuna. Almennt skal vinnutími ung- menna skipulagður þannig að hann fari ekki yfir 8 tíma á dag og 40 tíma á viku þegar um er að ræða 15 ára, en 7 tíma á dag og 35 tíma á viku hjá 14 ára bömum. I sérstökum tilvikum má víkja frá tíma- ákvæðunum, en ungmenni mega þó aldrei vinna lengur en 48 stundir á viku að meðaltali yfir 4 mánuði. Sérstök ákvæði eru um kvöld- og næturvinnu. í ákvæðum sem varða sérstaklega vinnuskólana segir að atvinnurek- andi skuli við ráðningu bama sem em undir 15 ára aldri eða þeirra sem eru á skólaskyldualdri kynna for- eldrum ráðningarkjör, þar með talið lengd vinnutíma sem og tíðni óhappa og slysa sem hugsanlega tengjast staifinu. Þess skal vandlega gætt að ungmennin fari nákvæm- lega eftir fyrirmælum um notkun hlífa til öryggis og vemdar. Leið- beinendur í vinnuskólum sveitarfé- laga skulu hafa fengið sérstakan undirbúning og fræðslu um hlutverk sitt, um atriði eins og öryggismál, skyndihjálp og líkamsbeitingu. Sérstaklega eru nefnd dæmi um störf sem ungmenni í vinnuskólum mega vinna undir leiðsögn leiðbein- enda. Dæmi: 14 ára og eldri mega vinna viö: • hreinsa, sópa og tína rusl • raka eftir slátt • reyta arfa og illgresi • hreinsun í gróöurbeöum og gróöurumhiröu • gróöursetningu • minniháttar hreingerningar • málningarvinnu með vatnsmálningu Dæmi: 15 ára og eldri mega vinna viö: • slátt í göröum meö vélknúinni handsláttu- vél með handrofa (öryggisskór, heyrnar- hlífar, andlitshlíf) • slátt meö vélorfi í görðum (öryggisskór, heyrnarhlífar, andlitshlíf) • aö dreifa tilbúnum áburöi meö handafli • aö bera húsdýraáburð aö plöntum • aðstoö á gæsluvöllum • aöstoö í skólagöröum Dæmi: 16 ára og eldri mega vinna viö: • slátt á opnum svæöum meö vélknúinni handsláttuvél meö handrofa (öryggis- skór, heyrnarhlífar, andlitshlíf) • slátt á opnum svæöum með vélorfi (ör- yggisskór, heyrnarhlífar, andlitshlíf) • málningarvinnu og fúavörn meö um- hverfisvænum efnum Ef óskað er frekari upplýsinga má hafa samband við eitthvert eftirtal- inna: Hersi Oddsson, sem er í stjóm Vinnueftirlitsins tilnefndur af Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga, en til vara er Guðrún Hilmisdóttir, verk- fræðingur á skrifstofu sambandsins. Magnús I. Erlingsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirliti ríkisins, hefur um- sjón með reglugerðarvinnunni. 1 1 9

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.