Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Page 15

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Page 15
landsmiðum“. Húsnæðið, sem reyndar var gamalt frysti- hús og er í eigu Sandgerðisbæjar, hefúr tekið miklum breytingum og hefúr að miklum hluta verið endumýjað. Við innri uppbyggingu Fræðasetursins var notið góðs af fræðilegu framlagi allra þeirra sérfræðinga sem eru fúll- trúar fyrir stofnanir sem standa að Rannsóknarstöðinni og fleiri sérfróðra manna. Fyrsta forstöðukona Fræðasetursins var Kristín Haf- steinsdóttir úr Reykjavík og hafði hún yfirumsjón með að korna setrinu á laggimar. Á árinu 1996 var Helga Ingimundardóttir, hvalaskoðunar- og leiðsögukona úr Njarðvík, ráðin. Núverandi forstöðumaður er Reynir Sveinsson úr Sandgerði. Fræðasetrið er fyrst og fremst umhverfistengt sýna- safn þar sem lögð er aðaláhersla á náttúru Reykja- nesskagans og sjóinn umhverfis hann svo og sýni frá Rannsóknarstöðinni sent flestöll em langt að komin úr hafinu umhverfis Island af mismunandi dýpi. Gefúr þar að líta dýr sem sjaldan eða aldrei hafa komið fyrir augu almennings. Fræðasetrið býður upp á fjölbreytta möguleika til náttúmskoðunar þar sem vettvangsferðir með leiðsögn em stór hluti af starfsemi setursins. Einnig er lögð áhersla á sögu Sandgerðis og Miðnes- hrepps á safninu. Geta gestir skoðað helstu atburði úr sögunni á sérútbúnum flettispjöldum sem sagnfræðingur hefur tekið saman. Þess má geta að út er komin saga Miðneshrepps í bók sem ber heitið „Við opið haf‘ eftir Ásgeir Ásgeirsson og spannar hún tímabilið frá 1886-1907. Fræðasetrið útvegar þeim sem þess óska sögufróðan leiðsögumann hvort sern um er að ræða rútuferð um svæðið eða einstök svæði til gönguferða, t.d. Básenda, Hvalsnes, Kirkjuból o.fl. stöðu, eldhúsi og snyrtiaðstöðu. Algengustu uppstoppaðir fúglar, sem em gjöf ffá Nátt- úmfræðistofnun Islands, hafa verið settir upp í skemmti- legu og viðeigandi umhverfi í sýningarbás. I sjóbúrum, sem um rennur ferskur sjór, em í sambýli krabbar, sprett- fiskar, ígulker, skötur, marhnútar, rauðsprettur, sæbjúgu, sæfíflar og fleiri dýr sem algeng em í ijömm og á gmnn- sævi og er bæði fróðlegt og skemmilegt að fylgjast með þeim. Hægt er að skoða mjög gott safn fallegra, íslenskra og erlendra steina, ar.k þess steingervinga sem bera vitni um hlýrra loftslag á Islandi fýrir þúsundum ára, og setklump af háheiðinni á Suðumesjum sem var eitt sinn á sjávar- botni og er skel í setinu sem tekur af allan vafa í þeim efnum. Fyrir þá sem hafa áhuga á grasafræði eru til sýnis rnyndir og jurtasafn frá svæðinu og ýmsar forvitnilegar bækur um gróður. Fjöruferðir eru mjög vinsælar meðal skólafólks. Munir setursins og húsaskipan Fræðasetrið skiptist í tvo bjarta og rúmgóða sali, auk gistiherbergja fyrir vísindamenn með tilheyrandi að- 1 4 I

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.