Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Side 58

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Side 58
UMHVERFISMÁL Staðardagskrá 21 í Svíþjóð Reynsla af framkvæmd og þátttöku almennings Högni Hansson, umhverfisstjóri sveitarfélagsins Landskrona í Svíþjóð Dagskrá 21, sem samþykkt var á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um umhverfi og þróun i Ríó 1992, olli miklum breytingum í um- hverfisvemdarstarfi í flestum lönd- um. Umhverfismálin voru viður- kennd sem grundvallarvandi sem leysa þyrfti ef mannkynið ætti að geta lifað mannsæmandi lífi án of mikils óréttlætis. Umhverfismálin skipta alla máli, bæði fátæka og ríka. Umhverfismál em ekki lengur talin lúxus okkar í ríku löndunum sem íbúar fátæku landanna hafa ekki efni á að fást við. Umhverfis- málin skipta fátæku löndin jafnvel meira máli en ríku löndin. Fram- ferði okkar í ríku löndunum skiptir fólk i fátækum löndum miklu máli, í sumum tilvikum öllu máli. í umræðu og framkvæmd Dag- skrár 21 og þar með Staðardagskrár verður ekki komist hjá þeirri stað- reynd að 20% af íbúum jarðar nota 80% af náttúruauðæfunum og að hin 80% verða að láta sér nægja 20%. Vandinn er ekki fyrst og fremst að náttúruauðæfin þrjóti heldur mengunin og rányrkjan á líf- fræðilegum auðæfum heimsins. Vistkerfm þola ekki ffamferði okkar. Dagskrá 21 lýsir ástæðunum fyrir vandanum í umhverfismálum þannig: „Helsta ástæðan fyrir áframhaldandi eyðileggingu um- hverfisins í heiminum eru ósjálfbær- ir neyslu- og ffamleiðsluhættir, sér- staklega í iðnríkjunum.“ Stadardagskrá 21 Framkvæmd Dagskrár 21 í Sví- þjóð hefúr fyrst og ffemst farið fram í sveitarfélögunum. Það hefúr verið stefna ríkisstjórnarinnar að fram- kvæmdin felist einkum í fram- kvæmd Staðardagskrár 21. Sam- kvæmt samþykkt heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó 1992 eiga öll sveitar- félög að koma sér upp Staðardag- skrá og vinna samkvæmt henni. Mikill meirihluti sænskra sveitar- félaga hefur samþykkt áætlun um framkvæmd Staðardagskrár. Um það bil 80% af sveitarfélögunum veita sérstakt fjármagn í þetta verk- efni. Sveitarfélögin hafa flestöll reynt að fá almenning til þess að taka þátt í starfínu, 42% hafa sent upplýsingar til allra íbúa, 30% hafa haldið sýningar, 30% notað dag- blöð, 25% leshringi o.s.frv. Starfið hefur gengið best á dag- heimilum og i skólum og í hinu hefðbundna umhverfisvemdarstarfi. Sorphreinsun og frárennslismál hafa líka orðið fyrir áhrifum af Staðar- dagskrárstarfinu. A hinn bóginn hefur ekki gengið jafn vel að hafa áhrif á fjármálastjómun sveitarfé- laga. Aðeins 4% sveitarfélaganna hafa aðlagað fjármálastjórn sína þessari hugmyndafræði. Fleiri stig Starfíð hefúr breyst með ámnum. I upphafi var aðaláherslan lögð á upplýsingar, fræðslu og þátttöku í smáum verkefnum. Reynt var að gera hringrásina í náttúrunni og samfélaginu skiljanlega fyrir al- menning, starfsfólk og stjómmála- menn. Dagheimilin vom með í upp- hafi. Sorpið var vel sjáanlegt og auðvelt að sýna hvernig standa mætti að fiokkun þess og hvernig matarúrgangur varð að gróðurmold, sem svo var hægt að rækta gulrætur og annað í. Staðardagskrárstarfið var um tíma í upphafi kallað „komposteringsrörelsen" eða safn- kassahreyfmgin. Þessi hreyfing var í raun fyrsta stigið í Staðardagskrár- starfmu í Svíþjóð. Mengunarmál sjöunda, áttunda og níunda áratugarins snerust mikið um stórar verksmiðjur sem meng- uðu umhverfið næst sér. Umferðin var einnig vandamál sem reynt var að leysa með tæknilegum aðferðum. Síðasta áratug hefúr lífsstíllinn hins vegar orðið æ mikilvægari í um- hverfisumræðunni. Aherslumar hafa færst ffá staðbundnum, sjáanlegum vandamálum yfir á vandamál sem varða umhverfið um land allt og í heiminum, en eru að uppmna stað- bundin og að miklu leyti bundin við lífsstíl okkar. Annað stig í Staðar- dagskrárstarfinu var að reyna að breyta lífsstíl almennings. Neyslan er mikilvæg ástæða fyrir umhverfis- vandamálum, bæði opinber neysla og einkaneysla. Þannig em heimilin talin valda helmingi allrar mengunar í Svíþjóð. Þriðja stigið í Staðardagskrár- 54

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.