Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 7

Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 7
5 Elías Snæland Jónsson „Samvinnuskólinn er félagsmálaskóli" Jónas Jónsson frá Hriflu og stofnun Samvinnuskólans „í samvinnumálum er okkur íslendingum líkt farið og manni þeim, sem eigi vissi að hann kunni „prósa“ eða óbundið mál, þótt hann hefði mælt það alla ævi. Við og forfeður okkar lifum og höfum lifað í sam- vinnu í ótal aldir, en látumst þó varla vita hvað samvinna er; þykir jafnvel nafnið sjálft næsta ókunnuglegt. En samvinna er allstaðar þar sem tveir eða fleiri sameina krafta sína til að leysa verk af hendi sem einum er ofvaxið. Heimilið, sóknin, hreppurinn, sýslan, landið, bank- arnir, verslanirnar og hin margháttuðu félög sem til eru, má nefna sem dæmi um samvinnuna nú á dögum. Og samvinnumenntunin er í því fólgin að gera menn hæfari til að vinna saman heldur en þeir eru að náttúrufari. Þeir menn, sem svo eru menntir, verða sterkari og sig- ursælli í lífínu en þeir voru annars; þeir lifa fyllra lífí en ef þeir væru sundraðir eða ynnu saman á líkan hátt og lítilsigldir aumingjar gera nú“. annig hóf Jónas Jónsson frá Hriflu fyrstu greinina sem hann skrifaði í málgagn samvinnumanna, sem þá hét Tímarit kaupfélaga og samvinnufé- laga. Það var árið 1914. „Samvinnu- menntun" er nafn hennar. Þar gerði hann ítarlega grein fyrir hugmyndum sínum um „foringjaskóla“ fyrir sam- vinnuhreyfinguna og „alþýðuskóla" fyrir unga fólkið í byggð og bæ. Þegar tímar liðu gerði hann þetta hvoru tveggja að veruleika: fyrst Samvinnuskólann en síðar, er hann varð ráðherra mennta- mála, héraðsskólana víða um land. Jónas frá Hriflu var fremri öllum sam- tíðarmönnum sínunt sem hugmynda- smiður og andlegur aflgjafi samvinnu- stefnunnar á íslandi. Mest munaði um framlag hans einmitt á þeim vegamót- um, þegar félagsskapur samvinnumanna tók eina afdrifaríkustu stökkbreytingu á vaxtarskeiði sínu. Það var á árunum um og eftir fvrra stríð. Þá urðu vanmáttug félög, sem störfuðu meira og minna út af fyrir sig í dreifðum byggðum landsins, að öflugustu félagshreyfingu landsins. Fyrirmyndin frá Rochdale íslensk samvinnuhreyfing á rætur að rekja til frumherjanna í Þingeyjarsýslu á Elías Snæland /ónsson. Útskr. 1962. Hefur starfað mikið að félagsmálum. Blaðamaður og ritstjóri og er nú aðstoðarritstjóri DV. síðari hluta nítjándu aldarinnar. Framlag Þingeyinga til andlegrar og efnalegrar viðreisnar á því erfiða tímabili í sögu þjóðarinnar er liið merkasta. Þrátt fyrir mikilhæfa forystumenn voru bvrjunarskrefin erfið. Aföllin mörg. En viljinn til sjálfsbjargar og trúin á að leið samvinnunnar myndi skila ár- angri stóðust allar raunir. Kaupfélag Þingeyinga, sem var stofnað árið 1882, hélt velli og varð öðrum til eftirbreytni. Það var hins vegar fyrst á þessari öld að kaupfélögin fóru að innleiða það form samvinnureksturs sem reyndist ein helsta forsenda öflugs verslunarstarfs: fyrirmvndina frá Rochdale. Þótt rekja megi rætur hugsjónar sam- vinnustefnunnar langt aftur í aldir, stendur samvinnuhreyfingin sem félags- skapur um hagkvæma verslun öðtu fremur á þeim grunni sem vefararnir í Rochdale á Englandi reistu um miðja síðustu öld. Rochdale er skammt frá Manchester, sem á þessum tíma iðnbylt- ingarinnar var höfuðból bómull- ariðjunnar. Kjörum var ákaflega misskipt: ríkidæmi hinna nýríku iðju- hölda við hlið almennrar fátæktar þeirra sem unnu í iðjuverunum. Vefararnir í Rochdale voru í hópi hinna fátæku. Þeir hófu sér til varnar í fátækt sinni samvinnu um verslun með brýnustu nauðsynjar. Sú viðleitni bar smám saman tilætlaðan árangur. 1 skóla reynslunnar mótuðu þeir ákveðnar regl- ur um reksturinn sem urðu öðrum til fyrirmyndar - bæði í Bretlandi, þar sem hreyfing samvinnumanna etldist með hverjum áratugnum, og síðar víða um heim. Eitt af því sem vefararnir í Rochdale lögðu áherslu á strax í upphafi var mikil- vægi fræðslustarfs. Þeir lögðu því nokk- uð af því fé sem telagsmenn sp.öruðu ár- lega í einskonar menningarsjóð til að kaupa blöð og bækur um félagsmál. Fyrstur til að innleiða Rochdale-regl- urnar hér á landi var Hallgrímur Krist- insson. Það var árið 1906. Hann var þá forstöðumaður Kaupfélags Eyfirðinga og breytti því úr pöntunarfélagi í kaup- félag með hinu nýja sniði. Þar með hófst nýr kafli í sögu íslenskra samvinnufé- laga. Hallgrímur varð síðar fyrsti for- stjóri Sambands íslenskra samvinnufé-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.