Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 121
119
Nemendur sem útskrifuðust 1944 halda upp á40 ára útskriftarafmæli. Þau kalla sig að sjálfsögðu lýðveldisárganginn og héldu samkvæmt því upp
á afmælið á Þingvöllum við Öxará. Á myndinni eru frá vinstri: Albert Cuðmundsson, Sigurborg Sigurjónsdóttir sem er eiginkona eins bekkjarfé-
lagans, Ragnars Ingólfssonar, Cuttormur Óskarsson og Kristín Guðmundsdóttir.
ismanum, fjallaði um James Joyce og
þýddi ljóð hans. Dagur glímdi einnig við
Joyce og þýddi eftir hann kvæðið Ecce
puer. Bragi tókst hinsvegar á við sjálfan
Hemingway og þýddi söguna „Einhverju
lauk“.
Á þessu tímabili birtust nú ekki ein-
göngu háfleygar greinar og bókmenntir.
Hermes gegndi einnig fréttaflutningi frá
NSS og oft birtust stórfróðleg viðtöl við
félagana og ung hjón úr hópi skólasyst-
kina voru sótt heim og svo mætti lengi
telja.
Einn þáttur er þó ótalinn en það er að
á hverju ári var gefið út eitt hefti með
Nóbelskynningu Samvinnuskólans. Þar
birtust m.a. kynningar Sigurðar A.
Magnússonar á gríska skáldinu Giorgos
Sefris, Kristjáns Árnasonar á Jean-Paul
Sartre, Ólafs Jónssonar á Nelly Sachs og
Samuel Josef Agnon og Thors Vil-
hjálmssonar á Miguel Angel Asturias.
Árið 1968 tók Reynir Ingibjartsson við
ritstjórn Hermesar og mun þessi skipan
mála hafa komið til, m.a. af nokkurri
óánægju með of mikið alþjóðlegt bók-
menntalegt yfirbragð Hermesar á kostn-
að þess er hann var upphaflega stofnaður
til og varð nú smám saman sú breyting að
meira kom af efni frá NSS og félögum
þess og í leiðara fyrsta tölublaðs 1969 set-
ur ritstjórinn fram eftirfarandi markmið:
1. Flytja fréttir í máli og myndum af
starfi NSS.
2. Vera vettvangur fjölbreyttra frásagna
og frétta af eldri og yngri nemendum.
3. Kynna hugsmíðir NSS-félaga.
4. Viðhalda á allan hátt tengslum milli
skólans að Bifröst og eldri og yngri
nemenda með efni frá nemendum og
kennurum og fréttum af starfi
skólans.
Ekki verður annað séð en þessi
mannaskipti hafi orðið til þess að gera
efni Hermesar enn fjölbreyttara.
Nóbelskynningarblað hélt áfram að
koma út með kynningum Kristjáns
Karlssonar á Yasunari Kawabata og
Samuel Beckett og í síðasta blaðinu
kynnti svo Árni Bergmann Alexander
Solzhenitsyn.
Sumarið 1971 var félagsheimilið að
Hamragörðum vígt og varð NSS aðili að
því og tóku félagar þess strax virkan þátt
í starfseminni þar, bæði sem félagar í
NSS og einnig í öðrum félögum. Ef til vill
var það afleiðing af þessu samstarfi m.a.
að Hermes hætti að koma út árið 1973 en
hann hafði þá komið út í 14 ár samfleytt,
alls 28 blöð. Hófst nú nýr kafli í útgáfu-
sögu NSS. En síðla árs 1974 samdist svo
um, að Landssamband ísl. samvinnu-
manna LIS og NSS tækju við útgáfu
Hlyns, sem verið hafði málgagn Starfs-
mannafélags SÍS síðan 1950. Hlynur hef-
ur komið óslitið út síðan og síðustu árin
undir ritstjórn Guðmundar Reynis.
Sjálfsagt hefur ýmsum þótt hlutur NSS í
Hlyni rýr á stundum, enda þótt verulegt
efni bærist oft þaðan en þetta samstarf
entist í tæpan áratug eða þar til um ára-
mótin 1983-84 að NSS gekk úr þessu
samstarfi þegar yfirstjórn LIS fluttist
norður yfir heiðar.
Pað mun hafa verið á árinu 1985 að
gerð var tilraun til að endurvekja Herm-
es og gefið út átta síðna blað með efni
tengdu NSS. Ekki varð þó úr því að
framhald yrði þar á enda má e.t.v. segja
að nú á tímum hinnar miklu ofþenslu í
hvers kyns fjölmiðlun eigi útgáfa félags-
samtaka á borð við NSS okkar, tæpast
mikla möguleika.