Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 62

Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 62
60 sem voru veikir. Ég gerði það sem ég gat. Héraðslæknirinn lét mig hafa meðul sem ég gat svo gefið nemendum í samráði við hann, og sveitin naut líka góðs af því. Eins gat ég gefið sprautur eins og frægt varð og Guðlaug hlær við glettnislega, minnist eflaust skopmynda og skopsagna sem gengu að Bifröst, að minnsta kosti fyrstu árin, um sprauturnar hennar Guð- laugar-„og gerði töluvert mikið af því.“ Var það eitthvað að ráði, spyr ég, af því að ég hélt alltaf að sprautugjafir Guð- laugar væru orðum auknar eins og hver annar skólabrandari. „Já, já, alltaf hreint að gefa vítamín- sprautur, til þess að fjörga fólkið.“ Og Guðlaug hlær sínum dillandi hlátri. „Líka kennurum, ekki bara nemendum. Þú manst nú eftir einum bekkjarbróður þínum, ég gaf honum endalausar spraut- ur til að fíra hann upp, og dugði ekki til. !“ Við vitum bæði að töluvert hlutfall af þessum „veikindum“ var einfaldlega það að menn nenntu ekki á lappir á morgn- ana. „Auðvitað! Og það er ekkert einsdæmi með nemendurna. Ég varð vör við, eftir að ég byrjaði að starfa hér við Fjölbrauta- skólann, að mörgum kennurum finnst al- veg sjálfsagt að taka þessa fimm veikindadaga, sem þeir mega hafa. Og fara ekkert í launkofa með það. Auðvitað vissi ég að þið voruð að skrópa. Sumir sögðu hreinskilnislega við mig: „Ég vakti íalla nótt." Jæja, það varð þá að hafa það. Ég var svo sem ekkert ströng á þessu. En þó hafði það sitt að segja að reyna að ýta á þetta. það var visst aðhald.“ Eg man eftir því einhvern tínia fyrri vet- urinn minn í skólanum, að ég nennti ekki á fætur aö morgni. Og það hafa fleiri ver- ið latir, því þú fórst á stúfana til að reka fólk á lappir, og lést heyra vel í þér. Sennilega hefurðu byrjað á herbergjun- um að sunnanverðu, og verið farinn að renna nokkuð móðurinn þegar röðin kom loks að mér, sem var nokkuð fram- arlega að noröanverðu, í bakaleiðinni. Nema þú réttir mér hitamælinn víðkunna og skipaðir mér að mæla mig, þú ætlaðir að bíða á meðan. Og svo fórum við að rabba saman og ræddum alla heima og geima og þegar þú tókst viðbragð eftir hálftíma eða svo, liélstu bara leiðar þinnar, án þess svo mikiö að spyrja um mælinn sem ég var með, hvað þá taka hann og lesa af honum. Við þessu skellihlær Guðlaug. „Þessu trúi ég,“ sagði hún. „Þið gátuð alltaf Guðlaug Einarsdóttir og Guðmundur Sveinsson. dobblað mig, þessir strákar, dobblað mig svo svakalega. Einsogeinn bekkjarbróð- ir þinn, hann Dagur Þorleifsson, einu sinni kom ég inn til hans og hann var bú- inn að kveikja í ruslafötunni. Það var dúkur enn á gólfunum þegar þetta var, teppin ekki komin, og hann var búinn að ýta ruslafötunni til og frá og komnir margir brunahringir á gólfið. „Hvað er að þér eiginlega?“ spurði ég. „Kveikir þú í ruslafötunni hérna inni?“ Og hann svar- aði með hægð og alvöruþunga: „Það var svo mikil fýla hérna inni. Ég var að eyða henni." Finnst þér það vera? Hvað gat ég margar Oft var mikið annríki hjá Guðlaugu og það hefur Hörður Haraldsson haft i huga þegar hann gerði þessa mynd. sagt? Mér var allri lokið!,“ segir Guðlaug og skellihlær við endurminninguna. „Já. Það var svo sem margt fvndið og skemmtilegt, sem kom þarr upp. Og hvað það var alltaf gaman pegar nem- endur komu úr fríum, eða hvað það var tómlegt þegar þeir voru að fara. Eitt af því sem þið Guðmundur stóðuð alltaf fast á, var að fólkið væri sómasam- lega til fara. „Jæja, manstu það? Ég átti virkilega erf- itt með það. Sigurður minn, að ganga á fólkið um leið og ég vísaði því á herberg- in og segja við strákana: „Þú átt að vera í jakka og með bindi,“ og við stelpurnar: „Þú átt að vera ípilsi.“ Þetta var virkilega erfitt fyrir mig. Fólkinu fannst þetta alls ekkert sjálfsagt, og margir spurðu: „Hvað kemur þér við hvernig við erum klædd?“ Og ég varð að svara: „Þetta eru bara reglur hér á skólanum, og ekkert annað með það." Mér þótti erfitt að það var ég sem þurfti að gera þetta.“ Eg hitti í sumar stúlku sem var í skólan- um meöan ég var þar kennari. Ef ég man rétt var hún ein þeirra sem ekki var blíð á svip yfir því að þurfa að fara í pils ef hún ætlaði í boröstofu eða skólastofu, vildi bara vera í gallabuxunum þar og annars staðar. En hún fór að segja mér að hún kom í skólann tveimur þremur árum eftir aö þið fóruð, og mætti þarna krökkum á göngunum, berfættum í tuðruskóm, rifnum gallabuxum og tuskulegum, ermalausum bolgopum með hólkvíðum handvegum. Við þetta sagðist hún beinlínis hafa orðiö fyrir menningar- sjokki, og orðið á augabragði þakklát
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.