Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 61

Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 61
59 hans. Og ég þarf ekkert að segja þérþað, hvernig viðtökur ég hef yfirleitt fengið. “ Þessi gloría, sem þú talar um, og þessi sérstaki hugur sem allflestir Bifröstungar bera til staðarins og ykkar sem gerðuð hann að því sem hann var, heldurðu ekki að þetta stafi einmitt af því að staðurinn var frekar heimili en stofnun? „Eg vona það. Við vildum einmitt gera það þannig, endilega að það væri eins og þeirra heimili. Og mér þótti vænt um það sem kom þó nokkuð oft fyrir, að nem- endur leituðu til mín - stundum auðvitað til Guðmundar líka - með veruleg vandamál og við lögðum okkur í fram- króka að reyna þá að liðsinna eins og við framast gátum. En ég held að ég hafi samt skynjað það, þau hyggindi sem í hag komu - mér dettur ekki í hug að segja að það hafi ver- ið af því að ég væri svo almennileg mann- eskja - að ég þagði um eitt og annað sem ég vissi að kom fyrir. Það var einfaldlega skvnsamlegast fyrir mig, og fyrir skólann, að þegja yfir sumum hlutum, og láta sem ég vissi þá ekki. Þau hafa sum sagt við mig síðan: „Það var óhætt að segja þér hvað sem var því þú sagðir það engum. Svona varstu almennileg." En kannski voru það ekkert síður hyggindi fyrir sjálfa mig. Ég vildi ekki gera úlfalda úr mýflugu. Ég vissi það var afskaplega erfitt að ná landi aftur ef verulega bar út af, nemendur reknir eða eitthvað þess háttar. Ég gerði mér sérstakt far um að líta stórt á hlutina, og passa mig á því að gera ekki eitthvert skitirí að stórmáli. Þó þú vitir að einhver strákur er að pukrast með brennivínsflösku, þá getur þú bara tekið flöskuna og sagt við hann: „Allt í lagi, þú færð hana þegar þú ferð“ - og ekkert að minnast á það meir. Ef þetta hefði kvisast gat alveg eins verið að strákurinn væri bara rekinn fyrir það. Ég vissi aldrei hvernig það gat snúist. Ég bara tók það og skilaði því ekki fyrr en um vorið. Það brást heldur ekki að eigandinn kom um vorið og rukkaði! En það var líka allt í lagi. Ekki það að ég væri að leggja mig eftir að komast að því þó að menn væru eitthvað að pukrast. Alls ekki! Ég kærði mig alls ekki um að vita það, ef vel var með það farið. En þeir voru stundum svo bíræfnir. Það var eins og þeir þyrftu að reka þetta framan í mann, þessir pjakkar, beinlínis að ögra manni! En þetta þarf svo sem ekkert að segja þér, Sigurður minn. Þú veist þetta allt frá fornu fari, síðan þú varst frístunda- kennari. Og milli mín og frístundakenn- aranna skapaðist alltaf mjög gott samstarf. Við höfðum líka mjög mikið saman að sælda. Hluti af mínu starfi var til dæmis að sjá um reikninga og inn- heimtu mötuneytisins, en ég fékk líka alltaf aðstoð frístundakennaranna við það, eins og þú manst. Svo kom maður frá Sambandinu á vorin og fór yfir þetta, og alltaf passaði þetta nú, þó kunnáttan væri ekki mikil. Svona gekk þetta ár eftir ár. Og auð- vitað var margt sem kom upp á. Ég gleymi því ekki hvað ég - og við Guð- mundur - vorum ofboðslega hrædd við eld þarna. Oft fór maður niður á næturn- ar, til þess að gá út. Þú þekkir það vel, að þarna er veruleg brunahætta í gamla hús- inu - Drottinn minn! Það hefði fuðrað upp á fimm mínútum, ef kviknað hefði í því! Við fórum yfirleitt síðust burtu, þegar samkomur voru, og þegar það voru heimboð var það oft ekki fyrr en klukkan fimm og sex á morgnana. Sérstaklega fannst okkur mikilvægt að ganga frá í hátíðasalnum, á bak við leiksviðið sem sett var upp þar, með alls konar raf- magnsleiðslum og dóti, logandi ljósi og hver veit hverju. Brunahættan olli okkur alltaf áhyggj- um. Hún og fleira gera það að verkum að þeir sem eru með heimavist eru í raun- inni að allan sólarhringinn. Það er sko engin vitleysa. Þar fyrir utan lét ég oft stilla símann heim til mín ef veikindi voru eða eitthvað slíkt, svo hægt væri að hringja til mín á nóttunni ef með þurfti. Og ég fór ekki fáar ferðirnar niður eftir á næturnar. Þú manst nú sjálfur eftir Asíu- flensunni sem kom upp þegar þú varst nýbyrjaður í skólanum. Það var nú það svæsnasta sem kom upp á hjá okkur. Þá var ekkert um það að spyrja, maður varð bara að vera tilbúinn að vinna á nótt sem degi.“ Var það ekki þannig í Asíuflensunni þegar verst var, að það voru innan við tíu manns uppi standandi af nemendum og starfsliði? „Sex. En það var kennt alltaf. Þá stóðu þrír nemendur með mér í eldhúsinu og svo færðum við öllu fólkinu. Það var svakalegt. Þetta var áreiðanlega mesta bráðapestin sem kom þarna. Ég held það. Þetta var alveg hryllilegur tími. En það þurfti ekki svona lagað til. Húsmóð- urstarfið var mikið starf, og ég gerði mér enga grein fyrir því fyrirfram hvað það var mikið. Og það voru margir sem héldu að það væri lítið starf, kannski helst að það hefði verið stofnað til þess að skapa mér vinnu. Enþaðvarafogfrá. Égþurfti ekkert á því að halda. Aður en ég giftist var ég að byrja að læra hjúkrun. Þó það væri ekki mikið kom það sér vel, því það varð hluti af húsmóðurstarfinu líka að hugsa um þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.