Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 54

Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 54
52 Rósa Þorsteinsdóttir. Útskr. 1928. Stundaöi kjólasaum í Danmörku og rak síöan í áratugi saumastofu í Reykjavík. Geröi fjölda frásagna og þátta, einkum um atburöi íSkafta- fellssýslu og las margar þeirra i útvarp. Gróa í Bitru er úr skáldsögunni Hulinn harmur sem aö út kom 1970. Myndir eftir Árna Elfar. Rósa Þorsteinsdóttir Gróa í Bitru Dyrnar opnuðust og Gróa kom út. Það var dálítið hvasst því hann var á norðan, og hárið ýfðist fram, svo Gróa tók höndum upp að höfðinu og gretti sig. Hún sneri andlitinu hressilega í norður. tók þríhyrnuna af herðunum og setti yfir höfuðið. Svona, nú var hárinu óhætt fyr- ir storminum, og nú fannst henni ekki svo mjög hvasst, það voru þessar smágusur öðru hverju. Samt var hrollkalt, því það var nótt. Búmannsklukkan sem var nýbúin að slá, sagðist vera tvö. Gróa þekkti engar eyktir hérna. Það var öðruvísi í Bitru, kotinu þar sem hún var fæddog uppalin, og þekkti öll kennileiti. Hérna var hún ókunnug, kom hingað á síðustu krossmessu, vistráðin fyrir árið. Nú var gróandinn, og það þurfti að vaka yfir túninu. Þær gerðu það til skiptis, sína nóttina hvor, Gróa og Kristín, eldri dóttir hjónanna í Undirhlíð. Undirhlíð! Það hafði ævintýralegan hljóm þetta nafn, enda eitt af fáum stórbýlum sveitarinnar. Gróa vissi, að áður stóðu bæjarhúsin lengra inn með ánni, henni Miðfellsá, og að þar hét Árbakki. Fyrir um það bil sextíu árum var það eitt feiknarlegt rigning- arvor, að áin breytti um farveg, flæddi yfir megnið af túninu á Árbakka, og inn í íveruhúsin, berandi með sér aur og leðju. Baðstofa, heygarður og smiðja voru ónothæf á eftir, og ekki um annað að gera en finna nýtt bæjarstæði. Um sumarið var byggð ný baðstofa á valllendisflötum undir lágu fjalli, rúman hálftíma gang frá Árbakka, en þarna hafði um nokkurt skeið verið áningarstaður ferðamanna, og kallað undir hlíðinni. Þarna rann tær uppsprettulækur úr fellinu, og nokkurt skjól var þar fyrir norðanáttinni. Einu sinni var á þess- um slóðum smákot, sem kallað var Strýta, en það nafn fannst bóndanum frá Árbakka ótækt á stórbýli sitt, og valdi þann kost að kalla það Undirhlíð, svo nafnið yrði fólki munntamt. Amma Gróu, sem var lítil telpa þegar þetta gerðist, hafði sagt henni frá þessu, en hún ólst upp í einu af kotunum, sem þá voru hjáleigur frá Árbakka. Talaði hún oft um að sér væri það í barnsminni, þegar bæjarhellan á Árbakka hefði verið flutt að Undirhlíð á sleða um veturinn, og fílefldir karlmenn aðstoðað við það. Gróa blés í kaun og setti hendurnar undir krikana til að hlýja sér. Eins og stundum áður gleymdi hún vettlingunum heima, en óskaði nú eftir að þeir væru komnir, þessir hlýju þelbands- vettlingar, sem Helga húsmóðir hennar gaf henni þegar hún byrjaði að vaka yfir túninu. Helga minntist aldrei á að Gróa væri ekki nógu vel fötuð, en það leyndi sér ekki, að henni fannst það, og ætlaði sér að bæta úr því. Til dæmis þetta með svuntuna. Það var síðastliðinn sunnudag þegar Helga var að skammta miðdagsmatinn og Gróa og Kristín biðu eftir að bera diskana til fólksins, að Helga leit á Gróu og sagði: „Áttu ekki hreina svuntu að setja fyrir þig, Gróa mín?“ Gróa fór hjá sér, og mundi alls ekki núna hvort hún svaraði nokkru, enda var ekki ráðrúm til þess, því Helga sneri sér að Kristínu og sagði við hana: „Farðu, góða mín, og sæktu bláröndóttu svuntuna mína. Gróa getur haft hana. Svo er hægt að sauma fleiri þegar búið er að fara í kaupstaðinn." Þannig eignaðist Gróa bláröndótta svuntu, með hvítu mið- seymi og stórum vasa í hægri hlið. Fallegustu svuntu sem hún hefir nokkurn tíma sett framan á sig. Gróa varð léttari í spori þegar hún hugsaði um þetta. Það var vor í iofti, og lífið framundan, og hún lifði aftur í huganum spenninginn, þegar verið var að undirbúa hana í vistina í Undirhlíð. Mamma hennar sagði: „Þú verður að fá grænrósóttu sirs- treyjuna mína til að hlevpa þér í á sunnudögum, þegar veðrið er gott.“ Þá gall Sigurbjörg systir Gróu við: „Hún er nú svo sem ekki að fara í neitt kóngsríki." En amman sem sat framan á rúmi sínu og prjónaði sokka með titrandi höndunt, lagði prjónana í kjöltu sína. „Þær hafa alltaf orðið vel að manni vinnukonurnar í Undir- hlíð,“ sagði hún. Það var ekki siður að andmæla ömmu, en Sibba gretti sig og fór út. Gróa vissi vel að Sibba öfundaði hana dálítið, og þó Sibba
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.