Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 110
108
komst málið í höfn með smíði silfur-
hrings með stuðlabergsmynstri, sem Atli
Már hannaði. Nokkrum árum síðar eða
1974 kom upp sú hugmynd að breyta
hringnum til samræmis við merki sem
NSS hafði þá um skeið notað í bréfhausa
sína og borðfána. Var þá hannaður nýr
hringur af Haraldi Kornelíussyni og nú
úr gulli, og er á honum hið sama stuðla-
berg og er á merki NSS. Gullhringurinn
er mjög veglegur og velflestir Bifröst-
ungar kaupa hann við útskrift. Fyrir þá
sem ekki vita, þá er hringurinn til sölu
hjá Haraldi Kornelíussyni, Bankastræti
6, Reykjavík.
Fyrstu árin, einkum meðan allir fé-
lagarnir þekktust meira og minna, voru
skemmtiferðir og dansleikir algeng fyrir-
bæri hjá félaginu. T. d. þótti sjálfsagt að
hafa kynningardansleik á haustin fyrir
nýja nemendur og annan 1. maí þegar
fólkið kom í bæinn. En nú sem fyrr eru
Nemendamótin aðalvettvangur félags-
manna til að hittast. Þau eru nú haldin í
breyttri mynd, á þann hátt að 4-5 ár-
gangar eru saman um mót og eru þau að
jafnaði haldin annaðhvert ár. Þessi hátt-
ur hefur reynst allvel og voru síðustu mót
haldin í febr. og mars á þessu ári í sal að
Armúla 40. Bekkjarfulltrúarnir hafa veg
og vanda af þessu skemmtanahaldi.
Fljótlega komu upp vandkvæði á að
halda tengslum við félaga úti á landi og
1960 kom Sigurður Hreiðar Hreiðarsson
með tillögu um að NSS gæfi út blað sem
m. a. auveldaði þetta samband. Dagur
Þorleifsson átti tillögu um Hermesar-
nafnið og kom fyrsta blaðið út þennan
vetur. Útgáfu Hermesar og Árbókanna
verða gerð nánari skil annarsstaðar í
blaðinu.
Veturinn 1960-61 hófust kynningar-
ferðir NSS að Bifröst og hafa verið fastur
liður í starfseminni síðan. Markmið með
ferðum þessum er að kynna starfsemi
NSS og með þátttöku í kvöldvöku kynn-
ast félagar þess og heimamenn í Bifröst
því hvað hinir hafa fram að færa. Þá hafa
sömu aðilar gjarnan keppt í hinum ýmsu
íþróttum sem í Bifröst hafa verið stund-
aðar og má í Hermes lesa ýmislegt um
frækilega sigra sem á þeim vettvangi hafa
verið unnir.
Tæplega er hægt að minnast á þessar
ferðir án þess að nefna Pálma Gíslason
sem mun hafa farið 16 sinnum í slíkar
ferðir og var kvöldvakan sérgrein hans.
Vorið 1965 var í fyrsta skipti afhent
Samvinnustyttan, sem NSS lét gera í
tilefni áttræðisafmælis Jónasar Jónsson-
ar, fyrsta skólastjóra skólans og gaf
skólanum til veitingar fyrir bestan árang-
ur í Samvinnusögu á brottfararprófi.
Dagur Þorleifsson. Útskr. 1959.
Blaðamaður um langt skeið en var í
nokkur ár í Stokkhólmi við nám í
sagnfræði. Hefur ritað viðtalsbæk-
ur og þýtt fjölda bóka til útgáfu og
lestrar í útvarpi. Ljóð var prentað í
1. tbl. Hermesar 1964.
Dagur Þorleifsson
Ljóð
Úr regnvotum leiðindum handan við húmgrdan teiginn
ég hugsaði til þín í mistrinu vestur um sæ;
þótt stríðsþotur bldkaldar skeri sér veirur í veginn
nú vel ég þér tillit, sem útlandið kastar d glœ.
En langfleygur haförn, sem trúði d mdtt sinn og megin
var myrtur d eitri, og nú er hann rotnandi hrœ.
Sigurður Helgi Guðmundsson.
Útskr. 1959. Lagði stund á guð-
fræði og var í framhaldsnámi er-
lendis en er nú prestur í Víðistaða-
sókn í Hafnarfirði. Hefur mikið
sinnt öldrunarmálum. Við verbúð-
arbrot er úr bókinni Draumrúnir
sem út kom 1983.
Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson
Við verbúðarbrot
Ég ann þessu landi
þar ilmar í hverju spori
angan liðinnar sögu.
Pó gatan sé gróin
geymir hún enn
gleymd spor,
sem mannfram afmanni
mörkuðu för
í moldina og grjótið.
Ég ann þessum vegg,
þarsem harðknýttar hendur
hófu hvern stein á loft
í von um að veita skjól
og vörn fyrir áleitnum byljum
sem krœktu í hverja rifu
helklóm, nístandi sárum.