Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 122
120
Það er aldrei leiðinlegt á samkomum Nemendasambandsins.
Árbækurnar
Það var á árinu 1969 sem nokkrir Sam-
vinnuskólamenn ræddu um nauðsyn
þess að gera nemendatal Samvinnuskól-
ans. Til þess að vinna þetta verk var leit-
að til Sigurðar Hreiðars Hreiðarssonar
og fyrsta bindi árbóka Nemendasam-
bands Samvinnuskólans sá dagsins ljós
1972. Hafði verkið reynst mun meira en
í upphafi var ætlað, eða eins og segir í
formála Sigurðar fyrir fyrstu bókinni.
„Ég hefði þá betur munað orð Davíðs
á Arnbjargarlæk, er vini hans svelgdist á
innihaldi réttarpelans: „Þú verður að
muna það vinur að kjafturinn er víðari en
kokið“.“
Arbækur NSS hafa sem sagt vaxið
okkur yfir höfuð. Ætla hefði mátt að
auðveldlega gengi að fá samhenta nem-
endur Samvinnuskólans, fáeina árganga
í senn til að gera grein fyrir sér og sínum
högum, ásamt því að lána af sér mynd til
birtingar, en þar hefur róðurinn einmitt
orðið þyngstur.
Ýmsum fannst uppbygging árbókanna
undarleg, því í liverri bók eru upplýsing-
ar um nemendur sex bekkja. Er fyrst get-
ið árgangs 1918-19 og 1919-20 svo voru
nemendur áranna 1930, 1940,1950,1960
og 1970. Þannig voru jafnan teknir í
hverja bók nemendur með tíu ára milli-
bili. Með því móti þótti léttara að vinna
verkið, því oft var talsvert umstang að
finna suma elstu nemendurna og á þenn-
an hátt náði hvert bindi til breiðari hóps
lesenda.
í fyrstu árbókinni var grein um stofn-
un og störf NSS og vönduð grein eftir
Andrés Kristjánsson um skólamanninn
Jónas Jónsson. Ásgeir Ásgeirsson ritaði
um upphaf Samvinnuskólans og Jens
Hólmgeirsson um „Hinn fyrsta vetur'*.
f
Hér hljóta einhver alvörumal að vera til umræðu enda er þetta fólk þekkt fyrir að taka alvarlega
á málunum. F. v. Óli H. Þórðarson, Halldór Ásgrimsson, Ásrún Zophaníasdóttir og Sigurjóna Sig-
urðardóttir eiginkona Halldórs, þær dömurnar hafa ekki verið i Samvinnuskólanum.