Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 33

Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 33
31 stjóraíbúðinni í skrifstofuherbergi fyrir Sambandið." Nú hafði samvinnuhreyfingin numið land í Reykjavík, og kom það víða fram, er bygging húss yfir Jónas Jónsson kom á dagskrá. Bjarni heitinn Benediktsson, þáverandi borgarstjóri, gekk fram fyrir skjöldu og ruddi úr vegi ýmsum örðug- leikum varðandi byggingarleyfi, en kaþólski biskupinn í Landakoti stuðlaði að því, að góð lóð fengist í Landakots- túni. Guðjón Samúelsson, sá frægi arki- tekt, sem lengi hafði aðeins teiknað fyrir ríkið, bauðst til að teikna húsið og sjá um byggingu þess án endurgjalds, enda þeir Jónas miklir vinir. Fór um þetta verk eins og vænta mátti, þegar slíkur maður var annars vegar, og aðeins rúmu ári eftir að byggingin var ákveðin, var húsið tilbúið. „Þegar húsið var fullgert“, segir í grein Jónasar, „feng- um við hjónin hlýlegt bréf frá stjórn Sam- bandsins, þar sem okkur var tilkynnt, að svo væri til ætlazt, að við ættum kost á leigulausum bústað í þessu húsi, ekki að- eins meðan ég starfaði við Samvinnu- skólann, heldur meðan við lifðum. . . . Var sýnilegt, að með þessari aðgerð vildu forráðamenn Sambandsins láta sjást í verki, að heimili okkar hjóna hafði, og þó einkum aðstaða konu minn- ar í þröngbýli Sambandshússins, verið nokkuð erfið . . .“ Þegar hér var komið sögu, voru þau Jónas og Guðrún orðin ein. Dæturnar báðar giftar og farnar að heiman. Það má því leiða að því getum, að þeim hafi þótt heldur en ekki rúmt um sig, tvö ein í þessu stóra húsi. „Þau vildu í rauninni ekki hafa húsið svona stórt“, segja syst- urnar. „En skipulagið mælti svo fyrir.“ „En ég veit“, bætir Auður við, „að mamma naut þess að hafa svona rúmt um sig. Þau nutu þess bæði, hve húsið var fallegt og listrænt. Pabbi var líka svo félagslyndur, að hann vildi helst alltaf hafa gesti eða vera í nálægð fólks. Ef t.d. mamma sat einhversstaðar ein við blað- lestur, kom pabbi oftast með sín ritföng og sat nærri henni og skrifaði. Andrúms- loftið var svo hlýtt hjá aldurhnignu hjón- unum. Mér finnst, að heimili þeirra hafi verið eitthvert það yndislegasta, sem ég hefi kynnst.“ Gerður: „Þar er ég þér alveg sammála. Veislurnar hérna voru líka sérstaklega skemmtilegar, enda fólkið fjölbreytt sem kom, og húsið nánast búið til fyrir þær. Rúmgóður inngangur, tvær samliggjandi stofur við hliðina á eldhúsinu og svefn- herbergin uppi. Enda voru haldnar hér margar veislur og fjölmennar. Þess á milli ríkti hér ró og friður, og ég minnist þess, hve mamma naut þessara viðbrigða Það er ekkert nýtt að dveljast á sólarströndu. Jónas var mikill sundmaður og hér er svip- mynd frá Frakklandsströnd 1926. eftir ólguna í Sambandshúsinu, þó að hún nyti raunar lífsins þar líka, bara á annan hátt.“ Og hér voru haldnar fleiri veislur en þær, sem Jónas og Guðrún héldu vinum sínum. Sum barnabörn þeirra voru skírð hér og fermingarveislur haldnar. Og hálfum mánuði áður en Jónas dó, var síðasta fjölmenna veislan haldin á Há- vallagötu 24. Það var brúðkaupsveisla dótturdóttur hans. Líkamskraftar Jónas- ar voru þá farnir að þverra en hugsunin og áhuginn óbreyttur. Og í lok glaðrar veislu reis hin aldna kempa úr sæti sínu með nokkrum erfiðismunum og hélt stutta og snjalla ræðu fyrir minni ástar- innar. Það var síðasta ræða Jónasar frá Hriflu. - Það er engin furða þó að af- komendum Jónasar og Guðrúnar þyki vænt um húsið. Þótt húsið við Hávallagötu risi of seint til þess að dætur Jónasar slitu þar barns- skónum, áttu þær þó báðar heima þar um skeið. Gerður bjó þar um hríð með fjölskyldu sinni, eftir að þau komu heim frá Kanada, þar sem maður hennar stundaði nám. Og Auður fluttist þangað eftir að móðir þeirra féll frá og tók við heimilishaldinu. Hún var þá sjálf orðin ekkja. Faðir hennar bað hana þá að flytja til sín ásamt dóttur hennar, sem enn var í skóla. Og Auður leysti upp heimili sitt og dvaldi með föður sínum meðan hann lifði. Einveran hefði átt illa við Jónas Jónsson, manninn, sem alltaf vildi hafa fólk í kringum sig. Hann hafði líka ekkert þurft að hugsa um heimilishald á lífsleiðinni. En eftir að heilsu Guðrúnar fór að hnigna hin síðustu ár, lærði hann nokkuð í þeirri grein. Og þá fann hann líka nauðsyn þess, að ungir menn lærðu eitthvað í matreiðslu. Tímarnir voru svo breyttir. Konur vinna úti. Og hjónin þurfa oft að skifta með sér verkum á heimilinu. Látum Auði segja frá: „Eftir að þrek mömmu fór verulega að bila, lærði pabbi að sjóða algengan mat, t.d. fisk og kartöflur og búa til ágætis kaffi. En hann sagði við okkur systurnar. „Ég kann ekki að búa til kaffi nema fyrir tvo.“ Nú búa samvinnumenn að Hamra- görðum. Þar hafa þeir fengið aðstöðu, sem er öilu þeirra félagsstarfi ómetanleg lyftistöng og stuðlar að þeirri kynningu og samkennd, sem einkennir samvinnu- hugsjónina. En þykir þeim, sem þessu húsi unnu sem einkaheimili, að nú sé hún Snorrabúð stekkur? Systurnar svara: „Eitt af því, sem mjög einkenndi þetta hús, var hinn listræni blær þess í gerð og búnaði. í holinu var til dæmis rautt, þykkt gólfteppi, sem náði upp stigann alla leið upp á loft. I stigakróknum var rauður setbekkur og lítið borð í stfl fyrir framan, lampi og stytta af dansmey. Handriðið upp stigann var svart, en veggirnir á móti hvítir, málaðir með grófum pensilförum. I stigauppgangin- um héngu tvær afskaplega fallegar myndir í kínverskum stfl, eftir Barböru Arnason, háar og mjóar, sem mamma bað Barböru að mála gagngert fyrir þennan stað.2) Hurðir út frá þessum stað voru dumbrauðar, og allt féll þetta listi- lega saman. Vitaskuld hefur húsið breytt um svip, en það verður ekki annað sagt, en sér- lega vel hafi tekist til. Það hefur glatt okkur ákaflega, að þetta hús skuli hafa orðið félagsheimili samvinnumanna, og raunar ekki síður, hve fallega breytingin frá einkaheimili í félagsheimili hefur tekist. Hinn gamli grundvöllur hefur hvarvetna verið látinn halda sér, en allt hefur fengið nýtískulegri blæ í samræmi við breytta tíma og breyttan tilgang. Við erum ákaflega þakklátar forystu sam- vinnuhreyfingarinnar, sérstaklega Er- lendi Einarssyni forstjóra, fyrir þetta, því það er ekki hægt að hugsa sér neina notkun þessa húss meira í anda pabba og mömmu. Það er varla hægt að segja annað, en að heimili þeirra hafi alla tíð verið raunverulegt félagsheimili sam- vinnumanna.“ 2) Rétt er aö geta þess hér, að eftir birtingu þessarar greinar sýndu þær Gerður og Auður félagsheimili samvinnumanna í Hamragörðum þá einstöku vin- semd að færa því myndir þessar að gjöf, þannig að þær hafa nú um árabil aftur hangið á sínum stað. Innsk. 1988-S.H.H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.