Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 144
142
finna réttan veg út úr þeirri gjörninga-
þoku sem um þessar mundir er gerð að
samvinnuhreyfingunni þurfum við að ná
til unga fólksins á þroskaárum þess. Og
um leið þarf samvinnuhreyfingin og
forystusveit hennar að sýna í verki að
hún er það félagslega afl og öfluga við-
skiptaheild sem fólk getur treyst á í blíðu
og stríðu.
Rétt er það, að oft hefur verið talað
um samstarf systranna tveggja, verka-
lýðshreyfingar og samvinnuhreyfingar.
Eg var á sínum tíma í nefnd sem átti að
gera tillögur um samræmingu á fræðslu-
starfi þeirra. Því miður náðist ekki sam-
komulag þótt við samvinnumenn værum
tilbúnir að teygja okkur langt í því skyni.
En ég er jafn sannfærður nú og ég var þá
að þessar fjöldahreyfingar þurfa að
vinna saman að fræðslumálum sínum og
reka sameiginlegan félagsmálaskóla. Sá
skóli þyrfti ekki að raska núverandi starfi
Samvinnuskólans og þyrfti jafnvel ekki
að vera að Bifröst. Það þyrfti raunar
frekar að taka aftur upp þráðinn með
námskeiðahaldinu sem Samvinnuskól-
inn gekkst fyrir um allt land.
í þessu sambandi minnist ég hug-
myndar Guðmundar Hjartarsonar, þá-
verandi fulltrúa KRON á aðalfundum
Sambandsins og síðar seðlabankastjóra,
en hann vildi að Sambandið keypti jarð-
irnar Brekku, Hreðavatn og Jafnaskarð
og reisti á þessu landi samvinnugarða,
kúltúr SÍS eins og Hjörtur Eldjárn kall-
aði það. Það hafa alltaf verið til stórhuga
menn og það þarf ekki mikið ímyndunar-
afl til þess að sjá fyrir sér þá öflugu menn-
ingarmiðstöð sem þarna hefði getað
risið. En þetta mál féll niður aftur, enda
bændur sennilega ekki fúsir til þess að
selja jarðir sínar, jafnvel þótt ábúðarrétt-
ur væri áfram í þeirra höndum.
En við erum nú komnir dálítið langt
frá upphaflega umræðuefninu um stöðu
Nemendasambandsins þótt auðvitað
verði framtíð Samvinnuskólans og
fræðslumálin jafnan meginþátturinn í
starfi þess.
Og það er sennilega þarflaust að vera
svartsýnn á framtíð Nemendasambands-
ins. Nú koma nemendur úr Samvinnu-
skólanum á lokaskeiði náms síns eins og
var fyrr á árum. Eg efast ekki um að
nemendur nú finni tilgang í þessum fé-
lagsskap og ég efast heldur ekki um, að
starfsfólk skólans finni enn sem fyrr
þann stuðning sem Nemendasambandið
er fyrir skólann og kunni að meta það.
Eg vil, og tala þar fyrir munn okkar
hjóna, óska Samvinnuskólanum allra
heilla og vona að Nemendasambandið
verði áfram sá klettur sem öldurnar
brotni á.