Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 68

Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 68
66 Jón Sigurðsson skólastjóri að Bifröst Sjötugur Samvinnuskóli og síungur þó amvinnuskólinn stendur nú á sjötugu og er á þessum tímamótum í mjög hraðri og róttækri endurmótun. Arið 1986 var stöðu skólans breytt á þá lund að ai- mennt verslunarpróf varð inntökuskilyrði en áður hafði grunn- skólapróf verið formlegt lágmarksskilyrði inntöku; skólinn var m.ö.o. „hækkaður upp“ í skólakerfínu um jafnlengd sjálfs sín, tvö ár, og um leið voru gerðar róttækar breytingar á kennslu- kerfí og starfsháttum skólans. Samkvæmt þessu voru stúdentar fyrsta sinni brautskráðir að Bifröst 1. maí 1988. A sama tíma voru talsverðar breytingar gerðar á fræðslu- framboði Starfsfræðsludeildar Samvinnuskólans og miðað miklu meira að stjórnendum, verkstjórum, verslunarstjórum o.s.frv. en áður var. í desember 1987 ákvað skólanefnd enn á ný mjög róttækar breytingar á Samvinnuskólanum og samkvæmt þeirri sam- þykkt tók Samvinnuskólinn til starfa nú í haust, 1988, sem sér- skóli á háskólastigi og mun brautskrá rekstrarfræðinga með viðurkenndu háskólaprófi að loknu tveggja vetra námi að Bifröst. Jafnframt hefur Lánasjóður ísl. námsmanna viður- kennt lánshæfí Samvinnuskólanáms. Þá hefur öllu kennslukerfí verið umsteypt á ný og opnuð sérstök Frumgreinadeild til undirbúnings rekstrarfræðanámi. Vorið 1989 er þess því að vænta að síðustu stúdentarnir ljúki námi frá Framhaldsdeild Samvinnuskólans í Reykjavík og einnig frá Bifröst og verður þá algerum stakkaskiptum Sam- vinnuskólans lokið. Fyrsti rekstrarfræðingahópurinn verður brautskráður vorið 1990 ef Guð lofar. II Þessi algeru umskipti eru viðleitni til þess að Samvinnuskólinn nái á nýjan leik þeirri stöðu í fræðslukerfi landsmanna sem hann hafði löngum áður fyrr. Með þessum umbrotum er stefnt að því að skólinn geti áfram sótt að upphaflegum og eiginlegum markmiðum sínum. Umhverfi skólans hefur breyst ótrúlega á undanförnum ein- um og hálfum áratug. Gjörtæk skólabylting hefur átt sér stað og miklu fleiri halda nú til framhaldsskólanáms og háskóla- náms en áður var. Framhaldsskólar hafa góðu heilli verið stofnaðir í öllum landshlutum og fjölbreytni fræðsluframboðs hefur aukist stórum skrefum. Áður buðu aðeins tveir skólar viðskiptamenntun á framhaldsskólastigi, Samvinnuskólinn og Verslunarskólinn, en nú bjóða a.m.k. 26 skólar slíka náms- braut. Þeir nemendur skipta þúsundum sem slíkt nám stunda og hundruðum sem ljúka almennu verslunarprófi á hverju ári nú um stundir. Samvinnuskólinn hlaut að bregðast við öllum þessum breyt- ingum og má vafalítið telja að ekki sé seinna vænna. Reyndar opnuðust ekki tækifæri til stofnunar sérskóla á háskólastigi fyrr en á árinu 1987 en satt mun hitt vera að breytingin sem gerð var 1986 var löngu tímabær. Frá og með þessu starfsári, 1988- Jón Sigurðsson hefur verið skólastjóri Sam- vinnuskólans frá 1981. Hann hefur stundað kennslu hér á landi og erlendis. Var um skeið ritstjóri Tímans og ritaði mikið í blöð og eftir hann hafa komið út tvær bækur. 1989, tekur Samvinnuskólinn sér á ný stöðu í fararbroddi eins og vera ber. ra I öndverðu var Samvinnuskólanum ætlað að mennta og þjálfa fullþroskað fólk til ábyrgðar- og trúnaðarstarfa í atvinnulífinu með þeim hætti að nemandi gæti gengið til slíkra starfa þegar að náminu loknu. I öllu starfi skólans var fjallað um atvinnulíf og þjóðlíf yfirleitt en sérstök áhersla lögð á það sem lýtur að samvinnuhreyfingunni. Eftir að skólinn fluttist að Bifröst var lögð meiri rækt en áður hafði verið við félagsmálastarfsemi og félagslega þjálfun nemendanna en alla tíð þessa skóla hefur það sjónarmið ráðið að stofnuninni beri skylda til að veita nem- endum menningarlega, þjóðlega og félagslega þroskun og mót- un auk fræðslu um viðskiptaleg efni. Við háskólann að Bifröst eru tólf manns við kennslu. Hér eru þeir á fundi á kennarastofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.