Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 81

Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 81
79 þessu?“ „Ekki fer mikið fyrir því,“ sagði dóttirin. „Frystihússtjór- inn lætur sig hafa það að ganga hér um göturnar í verka- mannagalla, þegar honum býður svo við að horfa, og kaup- félagsstjórinn kvað vera á harðahlaupum á eftir spottanum á bryggjunni, þegar Breiðin er að leggjast að.“ „Þetta er allt orðið svo ódannað,“ áréttaði gamla konan. „Mér er eiður sær, að hér sjáist lengur nokkur dula á stöng, nema þessi fáni okkar, og öll verzlunin fyrir löngu komin undir kaupfélagið og þessa smákaupmenn hérna. Eg þekki ekki þetta pláss fyrir sama stað og þegar ég var ung. Þegar hann Gregorsen bjó hérna í húsinu.“ „Gregorsen?" „Gregorsen - hann var hérna í hvalnum. En svo drifu þeir sig með allt saman til Afríku. Síðan hef ég verið hér.“ „Ertu ekki orðin þreytt, marnrna?" spurði dóttirin. „Viltu ekki, að ég hjálpi þér til þess að standa upp?“ „Iss, hvað ætli ég sé orðin þreytt, telpa. Eg held ég dóli stundum lengur hérna í stólnum en þetta. Nei, ég er ekki vitund þreytt." „Hún er svo fjarskalega dugleg,“ sagði dóttirin og beindi orðum sínum til okkar. Ég var enn með augun á myndunum, þessu óvenjulega samsafni manna, sem líkast til höfðu flestir einhvern tíma verið gistivinir mæðgnanna. „Þú verður að sýna honum landmælingamennina - kap- tein Lauritzen og lautenant Smith,“ sagði gamla konan, líka minnug á Danina, þegar talið hafði einu sinni borizt að þeim. „Það voru nú hreint og beint kavalérar. Ég man varla huggulegri kvöld en þegar þeir sátu hér yfir púnsi í stofunni þeirri arna, kapteinninn blessaður og lautenant Smith. Hvenær voru þeir hér síðast, Kristín?“ „Þeir voru hér viðloða öðrum þræði í nokkur surnur," sagði dóttirin. „Bráðskemmtilegir menn, báðir tveir.“ „Eins og við getum ekki gruflað upp árin,“ sagði gamla konan. „Varð ekki hann Jens þinn tuttugu og sex ára núna í vor?“ „Nú þori ég ekki annað en láta köttinn út,“ sagði dóttirin með áherzlu. „Ég held hann sé farinn að krafsa þarna bak við stólinn þinn.“ „Getur það verið?“ svaraði gamla konan og leit um öxl sér yfir gleraugun. „Hann er bara eitthvað að þefa í kringum sig, skarnið.“ En dóttirin bar ekki fullt traust til hans. Hátterni hans Nú rumskaði högninn og reis geispandi á fætur, teygði rækilega úr sér og fór að sleikja á sér loppurnar. Erindrek- inn sló ösku úr vindli sínum, og ég lét augun renna yfir myndirnar á þilinu gegnt mér. Ég nam staðar við fremur ungan, breiðleitan mann með mikið, liðað hár. Dóttirin sá, hvert ég horfði. „Þetta er verkfræðingurinn, sem mældi fyrir gömlu bryggjunum hér á árunum," sagði hún, strauk lokk frá enni sér og færði sig nær þilinu. „Hann var hjá okkur sumartíma - danskur. Ó, hann var svo indæll piltur. Hann sendi okkur jólakort í mörg ár.“ „Hvort það nú var!“ skaut gamla konan inn í. „Og þessar líka fallegu jólakveðjur. „Min söde Kristin“ og „elskvær- dige Mor“ - þannig voru ávörpin einlægt.“ „Já, mamma. Þeir voru alltaf svo kurteisir og elskulegir, Danirnir.“ „Nú - það var með honum, sem þú gekkst á Hjálminn,“ hélt gamla konan áfram. „Það þótti nú sögulegt - ekki kom- ið í tízku þá, að kaupstaðarstúlkur væru að prfla upp í fjöll, he-he.“ „Jú, á sunnudegi einu sinni. Hann vildi endilega fá ein- hvern með sér. - Er ekki vissara ég láti köttinn út?“ „Hvað ætli þess þurfi?“ svaraði gamla konan. „Hann ger- ir viðvart eins og hann er vanur, ef hann á erindi út.“ „Jæja, kannski,“ sagði dóttirin. hafði vakið tortryggni hennar, og hún tók ekki annað í mál en drífa hann út. „Jæja, jæja,“ sagði gamla konan. „Við skulum þá láta hann út. Og þó er það alveg einstakt, hvað þetta dýr er þrifið,“ bætti hún við og leit til okkar. „Honum væri brugðið, ef hann færi að gera skömm af sér hér inni.“ Dóttirin tók högnann í fangið, klóraði honum svolítið í kverkinni með vísifingrinum og fór með hann fram í gegn- um veitingastofuna. Erindrekinn leit til mín, ýtti stólnum frá borðinu og stóð upp. Við borguðum veitingarnar, þegar konan kom inn aftur, keyptum vindlastokk í nesti, og kvöddum gömlu konuna með virktum. Dóttirin fylgdi okk- ur fram í dyr. „Það er einhver skollinn að læsingunni," sagði hún afsak- andi. „Þetta lendir í útideyfu hjá manni að láta gera við svona lagað.“ Það hafði heldur birt til hafsins, en þokan hékk enn niður undir miðjar hlíðar. Fiskibátur kom öslandi inn víkina, sjá- anlega með talsverðan afla. Tvær vinnubúnar stúlkur leidd- ust eftir götunni með pískri og hlátrum. Við gengum niður þrepin. Konan kom á eftir okkur út á dyrapallinn og skyggndist um. „En synd, að það skuli vera þessi þoka,“ sagði hún. „Hjálmurinn er svo dásamlegur í björtu. Ó, það er svo yndislegt þar uppi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.