Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 47
45
Og svo er skólinn búinn og þaö þarfaö pakka
niður. Þá er oft gott að fá hjálp frá bekkjarsyst-
ur. Ljósm.: Gísli Sigurðsson.
En þrátt fyrir alla aðkomna fræðslu og
stundarstyttingu og námsferðir og önnur
samskipti utan skólans var starfið heima
alltaf aðalatriðið og átti það ekki hvað
síst við um félagslíf nemenda. Ahersla
var lögð á að gera það svo öflugt og fjöl-
breytt, að heimilið væri sjálfu sér nóg á
því sviði og nemendur þyrftu ekki að
sækja út fyrir veggi þess. Meðal annars
ráku nemendur sjálfir eigið kaupfélag,
sem verslaði með skólavörur, bækur og
aðrar nauðsynjar.
Einangruninni sem svo var kölluð
fylgdi félagslegur styrkur.
Byggt á gagnkvæmu trausti
í upphafi voru skólaheimilinu settar
nokkrar skýrar reglur, sem fyrst og
fremst miðuðu að því að skapa nemend-
um þægilegt og næðissamt námsum-
hverfi og móta heimilislegt samfélag.
Byggt var á gagnkvæmu trausti og trún-
aði gagnvart sjálfum sér og þeim, sem
starfað var og numið með.
Þessi tvöfaldi kvartett söng fyrsta ár Samvinnuskólans að Bifröst. F.v.: HalldórSigurðsson, spari-
sjóðsstjóri í Borgarnesi sem lengi æfði söng að Bifröst, Marías Þórðarson, Sigfús Gunnarsson,
Grétar Björnsson, Hilmar Daníelsson, Haukur Logason, Gunnar Ingi jónsson, Kristinn Guðna-
son og Sigurður G. Sigurðsson. Undirleikari er Margrét Helga Halldórsdóttir.
voru farnar nokkurra daga ferðir, ýmist
til Akureyrar eða Reykjavíkur til þess af
eigin sjón og raun að kynnast starfsemi á
vegum samvinnuhreyfingarinnar og
fleiri aðila. Voru fyrirtæki skoðuð, grein
gerð fyrir starfsemi þeirra og með þeim
hætti leitast við að koma nemendum í
nánari snertingu við atvinnu- og við-
skiptalífið og þau viðfangsefni, sem þar
var verið að fást við.
Jafnframt var beitt aðhaldi og leið-
beiningum um sköpun heilbrigðra og
menningarlegra lífshátta og virðingu fyr-
ir þeim verkefnum, sem unnið yar að og
búið sig undir.
Kröfur voru gerðar um umgengnis-
hætti í borðsal og klæðaburð í kennslu-
stundum og við máltíðir, reglu í sam-
bandi við svefn og matmálstíma, ekki síst
að morgni og vakin rækileg athygli á
nauðsyn þess að kunna að skipuleggja
tíma sinn og nýta til þarflegra hluta þær
tómstundir, sem gáfust frá náminu. I
þessum efnum og mörgum öðrum er
sneru að samskiptum og sambúð á heim-
ilinu kom til kasta húsmóður og sannað-
ist rækilega, að vel var ráðið, er ákveðið
var að stofna til þessa starfs. í krafti
þeirrar sérstöðu er hún hafði fékk hún
oft það hlutverk að taka á og vinna úr
ýmsum þeim vandamálum og aðstæðum,
sem eðlilegra og léttara var fyrir hana að
ræða og leysa vegna þess að þau sneru að
sambúðinni á heimilinu frekar en nám-
inu í skólanum.
Grundvöllur skólans í Bifröst var og er
samvinnuhugsjónin, meginmarkmið
starfsins að búa nemendur undir starf á
sviði viðskipta og félagslegrar þjónustu,
en jafnframt efla með þeim skilning á
þeim verðmætum, sem mölur og ryð geta
ekki grandað og víðsýni hins menntaða
manns, sem sífellt heldur áfram að bæta
við þekkingu sína.
Þessum markmiðum leitaðist skólinn
Það er gott að grípa í handavinnuna, svona á
milli, en hér eru f.v. Kristín Björnsdóttir, Sig-
ríður Friðriksdóttir og Bjarney Gísladóttir.
við að ná með því að opna augu nemenda
fyrir þeim undirstöðum, sem menntun
og þjóðlíf grundvallast öðru fremur á,
með kynningu á menningu þjóðar og
mannkyns, koma þeim það áleiðis í
tungumálum, að þeir gætu átt samskipti
við fólk og tileinkað sér fróðleik á er-
lendum tungumálum og kynnu skil
þeirra faglegu fræða, sem nauðsynleg
voru til þess að fást við verslun og við-
skipti og veita forystu á því sviði. Ekki
má þar gleyma fræðslu um samvinnu-
hreyfinguna, einkenni hennar og sögu og
almennri félagsmálafræðslu.
Þríþætt námsefni
Eftir þessu greindist námsefni skólans í
þrjá aðalþætti: tungumál: (danska,
enska, þýska) var um það bil fjórðungur,
almennar greinar: (íslenska, menningar-
saga, samvinnusaga) í þeirra hlut kom
annar fjórðungur,
viðskiptagreinar: (bókfærsla, vélritun,