Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 56

Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 56
54 þ.e. værum við með hugann bundinn við vellíðan augna- bliksins eða vorlönd framtíðarinnar, og án þess að gruna nokkuð, þegar hin volduga hönd gripi til okkar, - ja, þá mætt- um við scmnarlega teljast sæl og öfundsverð.- Saga sú, er ég set hér, sýnir glögglega hvernig tófuveiðar geta gengið þegar allt gengur upp á það bezta. Við Sigvaldi frændi erum staddir upp með Farvegi íTungu- heiði, skammt neðan við svokallað Fossgreni. Klukkan er 9, 12. júní 1940. Við erum í grenjaleit. Undanfarna daga hefur verið norðanstrekkingur með hríðarhraglanda. Nú er norð- austan stinningsgola, heiðríkt, en undarlega andkaldur. í vor hefurekki orðið vart við tófu ígreni, en talsvert af tófu- slóðum, hvergi bitið lamb. Við horfum í næstu greni ofan við Fossinn, en sjáum hvergi umgang. Sunnanundir háum kletti förum við af baki og lofum hestunum að nasla í litlum gras- bolla. Þeir kunna bara ekki gott að þiggja og snúa strax á leið heim. Við förunr því aftur á bak og höldum upp sunnan við Farveginn. - Hvað brá nú þarna fyrir í stefnu á Fjórðungshól? Mér sýndist það vera tófa, segir Sigvaldi. Það væri gaman. Við förum af baki og kíkjum. Nei ekkert sjáanlegt. Nokkru síðar heyrum við allt í einu hvellt gagg úr þeirri átt, sem Sigvaldi þóttist sjá tófuna. Og annað. Við stökkvum af baki og kíkjum aftur. Jú, þarna er helið. Hvítflekkuð tófa, - stór. Hún situr sunnan í melhól norðaustur á Urðum, og glápir í áttina til okkar. Sér okkur vafalaust. Gaggar enn. Þetta er nreiri bjáninn. Það er þá best að kallast á við hana. Hún svarar samstundis. Við teymum hestana í hvarf, suður í stóra laut. Þar er munur að vera, - brennandi hiti. Þaðan gefum við tófunni gætur. Þarna labbar hún af stað og stefnir suöaustur. Færir sig svo ofurlítið til og sezt sunnan í mel. Geispar. Tófan gaggar nokkr- um sinnum, en fær nú ekkert svar. Þá fer hún að snúast og leggst svo niður. Við sjáum vel. hvernig hún hringar sig. Hún snýr höfði að okkur og leggur það svo laglega, -eða öllu heldur hægri vanga, - ofan á skottið þannig, að trýnið nemur við skott- rótina eða næstum því. Eg hnippi í Sigvalda frænda. - Heldur þú, að henni verði ekki volgt, þessari? - Jú, - það ætti að verða vandalaust að komast að henni. Tófan lyftir tvisvar höfði og horfir í áttina til okkar. Sér auðsýnilega ekkert. - Nennir þú að hlaupa, frændi? Ef hún færir sig til, skal ég gagga oggefa merki. - Já, já, svaraði frændi. Svo hleypur hann af stað léttklæddur, en þarf stóran sveig, svo tófan sjái hann ekki. Eftir að Sigvaldi var farinn, sá ég að tófan leit einu sinni upp. Það var hennar síðasta hreyfing. Eg sé glöggt, þegar hann læð- ist að henni síðasta spölinn og kemst í dauðafæri við hana, þar sem hún liggur í hléi fyrir norðaustan næðingnum. — - Velkominn frændi. Fallega lá hún. Og ekki ruglaðist þú í ríminu að komast að henni. Þetta var stór refur, en ungur þó. Við tvlltum honum aftan við annan hnakkinn og héldurn svo áfram. Þegar við ríðum suður Sauðafellsásinn, heyrum við glymj- andi gagg langt vestur frá í stefnu á Tungufjall. - Það er naum- ast tófugangur. Líklega annar refur, sem orðið hefur hornreka á biðilsbuxunum. Ef til vill hefur hann heyrt til okkar áðan? Við hröðum okkur í djúpan skorning skammt frá, bindum hestana rækilega saman og hendumst svo að næstu sjónarhæð vestan við. Þar leggst ég niður, en frændi fer lengra og felur sig í skorningi spölkorn sunnar, þar sem ég sé hann og get gefið honum merki, ef tófan ætlar í vindlínu af mér, en í færi við hann. Svobyrjaégaðgagga. Jú, ekki stóðásvarinu. Og annað. Það er auðheyrt, að tófan færist óðum nær. Hún hefur verið styttra frá en okkur virtist. Eftir litla stund kemur stór tófa upp á Asinn að vestan. Hún er að mestu gengin úr hárum, en skott- ið er þó ennþá hvítt og sést vel. Hún stefnir beint á frænda. Þetta verður spennandi „bíó". Ég miða byssunni í áttina, eins og frændi á að gera. Það skilur hann strax og veit, að nú er tófan að nálgast hann úr þeirri átt. A sama augnabliki gaggar hún án þess þó að stanza. Og hafi mér nokkurn tíma dottið í hug floga- veiki, þá kom hún nú í hug minn, er ég sá viðbragðið, sem frændi tók. Hann virtist herpast í hnút, en svo lvftist upp úr skurðinum - mjög hægt - bæði bak og höfuð og hendur með byssuhlaupið beint í áttina þangað, sem gaggið átti upptök sín. Stanzar þá ekki tófan við steinnibbu í bezta færi við Sigvalda og sýnir þar alla tilburði „karlmennskunnar" með því að reisa skottið og lyfta öðru lærinu. En þessari athöfn var ekki lokið, þegar skotið reið af. Þetta var svipaður refur að stærð og virtist jafngamall. Við by.rjuðum að rista fyrir á fvrri refnum, sem við náðum, því nú var ætlunin að flá báða. Nei, - var þetta virkilega gagg? Já, glvmjandi gagg enn í suð- vestri, stefnu á Grástakk, en í miklu meiri fjarlægð. Við lítum hvor á annan, og báðir fullvrða, að aldrei höfum við augum lit- ið eins snarkringlóttar glyrnur í skoplegu mannsandliti. í mesta flýti bindum við refina saman á afturfótunum. Slengjum þeim síðan yfir annan hnakkinn og höldum af stað suður vestan í Sauðafellsásnum. eins langt og við teljum ráðlegt. Þar tók ég loks undir. Mér er strax svarað og tófan virðist á sama stað. Við kíkjurn lengi, en sjáum ekkert. Færum okkur svo ofurlítið til, í öruggari stað, tjóðrum hestana og læð- umst svo að háu barði. Nú heyrurn við glöggt, hvar tófan muni vera. Hún er mikið nær, en okkur virtist fyrst, og þó vafalaust á sama stað. Það er enginn leikur að greina fjarlægðir eftir tófugaggi. Allt í einu sjáum við tófuna sunnan í litlu holti. Mórauð tófa, fjandi stór, sennilega refur. því röddin er gríðar sterk. Þarna situr hann í skjóli og þenur sig, en kemur ekki. Leggst aftur. Engin leið að nálgast hann. Ég gagga enn. Hann rís aðeins upp og svarar. - Getur þetta verið frændi? - Já, - má hengja mig upp á það. Það gaggaði ennþá tófa þarna langt, langt suðvestur, um Tröllkonuhæð. Nú heyrðist það aftur. Hreint og hvellt gagg með löngum tón síðast. Heyrðist ntjög vel. Og nú snarast mórauði rebbinn á fætur og svarar heldur hraustlega. Þetta gat hann. Þekkir víst röddina. Nei, - leggst aftur. latur og værukær. Enn gaggar tófan, og nú færist hún óðum nær. - Þetta verður eftirminnilegur dagur. Það virðist einhver hundakæti í tófunum, segir frændi. - Já, það gerir veðurlagið, - loftkuldinn. Þeim finnst napurt eins og okkur. Hvergi sjáum við tófuna, hvernig sem við kíkjum. Allt í einu bregður henni þó fyrir suðvestur á móunum. Mikið bölvaðsýni er á henni. Nú gaggar hún. Og þá hendist Móri á fætur og svarar. Svo þýtur hann á móti henni. Nú fékk hann fæturna. Og þarna kenrur tófan á móti honum á rokspretti. Tilburðirnir levna því ekki, að hér eru hjónakorn á stefnu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.