Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 152

Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 152
150 Rannveig Haraldsdóttir Sendibréf frá Bifröst - eða í minningu föður. Þegar ég var að lesa próförk af þessu hádramatíska ljóði eftir sjálfa mig sem er á bls. 47 þvarr húmorinn. Ég ætlaði einfaldlega að banna birtingu þess, enda flokkast það fremur undir bernskubrek en ljóð! En þegar krafist var að hafa þessi ósköp með, vildi ég bæta um betur og láta fylgja með innsýn í þankagang ungrar skólastelpu fyrir 25 árum. Hér birtast því slitrur úr gömlum sendibréfum sem ég sendi pabba mínum, Haraldi Björnssyni, frá Bifröst þegar ég var þar í skóla 1961-1963, og hann hélt til haga. Bifröst 4/2 ’62. Sæll pabbi minn! Ég var að heyra í ykkur Þresti (í síma) það var sannarlega gaman! I gærkvöldi sáum viðgamla, franska kvikmynd, mjögskemmtilega. í dag var jazzklúbbur og í kvöld á að spila félagsvist. Flestir skólabræður mínir eru nú komnir með örstutt hár, við fengum rakara vegna þess að bráðum á að afmynda okkur. Það á að taka myndir og setja þær á skólaspjald, sem við geymum alla okkar ævi . . . Ég drukkna bráðum í því syndaflóði af prófum, sem dynur yfir okkur. Skrifa meira seinna. 5/2 ’62. Bolludagur! í dag vakti húsvörðurinn okkur stelp- urnar eldsnemma og hleypti okkur inn á strákaganginn. Hann gengur alltaf í lið með okkur þegar mikið liggur við. Við röðuð- um okkur niður á herbergin og flengdum sofandi strákana og sögðum „bolla, bolla.“ . . . Ég var að koma úr tennis, við æfum í hálfinnréttuðum íþróttasal og nú er ég að hlusta á II. bekkinga flytja 2gja mín- útna ræður. Þau eru í fundarstjórnartíma og er ræðunum út- varpað um skólann. Um leið verður mér hugsað til næsta vetrar með samblandi af tilhlökkun og ógleði... .Nú verð ég að gjöra svo vel og læra undir hagfræðipróf! . . Áður var því hagað þannig, að við vorum aldrei nálægt út- varpstæki þegar fréttum var útvarpað; annaðhvort vorum við í mat eða útivist. Á síðasta skólafundi var samþykkt breytingar- tillaga þessu til úrbóta. Nú gleypum við í okkur hádegisfréttirn- ar. . Ég sit hér, á herbergi 110, horfi út um gluggann og reyni að rifja upp atburði síðustu daga. Fyrir utan gluggann er rok og sól, kuldi. Grábrók, lítið svonalagað fjall (hér fylgir teikning sem ég sleppi vegna setjarans) blasir við og nokkur tré sem eru að sálast úr kulda. Þetta er útsýnið, sem ég sé á hverjum morgni. • Ég er enn þá að blaða í Minn guð og þinn, sömuleiðis Sögn- um Jakobs gamla, sem Þorsteinn Erlingsson færði í letur. Áðan var ég á blaðamannafundi, við ætlum að gefa Þefarann út eftir viku. Vertu blessaður, pabbi minn, Ranna. Framhald 6/2 ’62. Ég var að fá yndislegan pakka! Ég á ekki til lýsingarorð yfir innihaldið, en peysan er fullkomin, skórnir eins og best verður á kosið (ég ætla að geyma þá þar til í sumar, þar sem ég á ekkert sem passar við þá, en það gerir ekkert til). Gottið erum við smám saman að éta og frímerkin streyma út um landsbyggðina og þó víðar væri leitað .... Mér gekk illa í hagfræðiprófinu, ruglaði saman tveim gjörólíkum kenningum. Nóg um það ... Tóta fékk líka pakka í dag, flatkökur og bollur, svo að það er aldeilis kátt í kotinu! . . Ég er að lesa Fljúgandi blóm eftir Tómas G. Það finnst mér vera stórskemmtileg bók. Ástarþakkir himinhæða! Þú ert besti pabbi í heimi! . . þín Rannveig. Ég bið að heilsa afganginum af ættinni. . . . . Bifröst 7/4 ’62. Sæll pabbi minn, hafðu kæra þökk fyrir bréfið. Þaðer laugardagskvöld. Allflestir krakkarnireruáballi upp í hátíðasal, en aldrei þessu vant sit ég hér ein niðri. Orsök- in er samt ekki sú, að ég sé of gömul fyrir djammið, heldur ein- faldlega, að ég er að leita að friði fyrir skarkala heimsins. Þessi leit mín bar mikinn árangur í gær, þegar ég sat góða stund í sólskini og snjó rétt hjá fossi, sem ber nafnið Glanni. Niður fossins, lygnt vatnið fyrir neðan og allt umhverfið sá til þess. . . Annaðkvöld dynur yfir mig og mína skólafélaga skelf- ing mikil, en það er afhending vetrareinkunna. Þaö hefur löngum verið vinsæl íþrótt nemenda að Bifröst að fara íjaka- hlaup á Hreðavatni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.