Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 132

Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 132
130 Kári Jónasson Þýðing Samvinnuskólans fyrir þau Það er ýmiss gangur á því hvort nemendur sérskóla fara að námi loknu út í sitt „fag“ eða lenda á allt annarri hillu í lífinu. Þegar litið er yfir hóp samvinnuskólanema frá byrjun má sjá, að fólk sem þar stundaði nám er að finna í flestum störfum sem þjóðfélagið hefur að bjóða. Oft er í fljótu bragði ekki hægt að sjá samhengi á milli þess sem kennt var í samvinnuskólanum og þeirrar vinnu sem fólkið er í. Og þó. Mjög áberandi er hve margir samvinnuskólamenn hafa sinnt félagsstörfum af ýmsu tagi. Okkur langaði til þess að heyra í nokkrum samvinnuskólamönn- um í ýmsum hlutverkum og lögðum tvær spurningar fyrir þá. Spurningarnar voru: Hvers vegna valdir þú Samvinnuskól- ann: Hvernig hefur námið gagnast þér? Og þetta eru svörin: Lilja Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Skýrsluvélum rík- isins. Haustið 1959 settist ég í Samvinnu- skólann að Bifröst. Ég hafði hug á versl- unarnámi og vegna þess að Samvinnu- skólinn var heimavistarskóli hentaði hann mér vel. Námið að Bifröst hefur reynst mér gott veganesti í lífinu. Það var hagnýt starfsmenntun sem hefur veitt mér aðgang að áhugaverðum og virtum störfum. Áhersla var líka lögð á góða, almenna menntun. Menningar- saga, sem þá var á mörkum áhugasviðs míns, hefur ekki síður en hin hagnýta verslunarmenntun reynst haldgóð í dag- legu lífi. Þjálfun í framsögn, ræðu- mennsku og fundarsköpum hefur oft komið sér vel. En þar var fleira uppbyggjandi en hið formlega nám. Þátttaka í félagsmálum, náin sambúð nemenda, kennara og ann- ars starfsliðs. Lokað samfélag heimavist- arskólans, undir sterkri forystu skóla- stjóra og kennara veitti agað uppeldi ungu, hálfmótuðu fólki. Þegar ég lít til baka, tuttugu og sjö árum eftir að ég útskrifaðist frá Bifröst, finn ég að sú undirstaða sem dvölin í Samvinnuskólanum veitti mér hefur ver- ið mér mikilvæg á flestum sviðum. Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Það sem réði miklu að ég valdi Sam- vinnuskólann á sínum tíma, var að hann var vel metinn skóli og þá var hægt að taka hann á einum vetri, sem kom sér vel fyrir peningalítinn nemanda. Samvinnuskólinn var góður skóli. Miðað við að námið tók aðeins einn vet- ur sem gerði kröfu um mikla yfirferð á skömmum tíma, tel ég að það hafi verið nokkuð hnitmiðað og skapað góða undirstöðu fyrir gönguna út í veraldar- vafstrið og skóla lífsins, sem öllu öðru tekur fram. Séra Sigurður H. Guðmundsson, sóknarprestur í Hafnarfirði. Nám í Samvinnuskólanum var afar hagkvæmt, bæði með tilliti til námsefnis og tímalengdar. Raunar sá ég ekki fram á að ég hefði möguleika til að standa straum af lengra námi, þó svo ég skipti síðar um skoðun hvað það áhrærði. Ég tel að námið í Samvinnuskólanum hafi gagnast mér mjög vel, bæði beint og óbeint, og komið að góðum notum við ótalmargt sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Jón E. Alfreðsson, kaupfélagsstjóri á Hólmavík. Að ég fór í Samvinnuskólann var trú- lega fyrst og fremst „pabbapólitík". Fað- Kárí Jónasson útskr. 1960. Hann var blaða- maður í mörg ár en síðar (réttamaður útvarps og er nú fréttastjóri Ríkisútvarpsins, hljóðvarps. ir minn var mjög heittrúaður samvinnu- maður og hvatti mig til að fara í Sam- vinnuskólann. Einnig hafði ég heyrt vel af honum látið og kannaðist við nokkra fyrri nemendur þaðan. Námið gagnaðist mér mjög vel. Sam- býli í heimavistarskóla, ásamt þeirri áherslu sem lögð var á félagsstörf í skólanum gagnast flestum nemendum mjög vel í mannlegum samskiptum síðar á lífsleiðinni. Ekki er þó hægt að neita því að þar sem ekki var um frekari skólagöngu að ræða hjá mér, þá hef ég stundum fundið fyrir því í minni vinnu að málanám og viðskiptagreinar hefðu þurft að skipa ívið hærri sess. Ágústa Þorkelsdóttir, bóndi, Refstað í Vopnafirði. Ja, ég veit hreint ekki hversvegna ég fór í skólann. Ég held að ég sé ekki búin að gleyma ástæðunni, hún hafi einfald- lega aldrei verið nein. Ég var 16 ára krakkakjáni sem æddi áfram eins og nefið vísaði. Svo heppilega vildi til að Samvinnuskólinn að Bifröst varð í vegi mínum. Og seint get ég full- þakkað fyrir þann vegartálma. En eftir á að hyggja hefði verið skemmtilegra fyrir samvinnufrík eins og mig að svara: „Ég fór í Samvinnuskólann af því að þar var rekin útungunarstöð fyrir úrvalsfólk (elítur þjóðfélagsins)." Seinni spurningunni ætti ég að svara af ábyrgðarþunga. „í Samvinnuskólanum hlaut ég víðtæka úrvals verslunarmennt- un, sem kom mér að miklum notum í til- raunum mínum að klífa metorðastiga samvinnuhreyfingarinnar." En því mið- ur er þetta ekki satt. Vegna æsku og mál- gleði lenti verslunarmenntunin fyrir ofan garð og neðan. En menningarsagan og náin samvera við nemendur og kennara juku víðsýni og umburðarlyndi og urðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.