Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 124

Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 124
122 Dagbjört Torfadóttir Hvers vegna nemendasamband? iT stofnfundi NSS 1958 flutti Snorri Þorsteinsson fyrrv. /\ kennari að Bifröst ávarp og talaði um gildi nemenda- ■L \-sambanda en sagði jafnframt að þau hefðu yfirleitt átt erfitt uppdráttar á Islandi. Þótt að í lífi NSS hafi skipst á skin og skúrir má fullvíst telja að starfsemi þess á 30 árum sé ein sú viðamesta sem nokkurt slíkt félag íslenskt getur státað af. Hver er ástæðan? Við spurðum nokkra nemendur álits og hér fylgja svör þriggja. Kristján Kristjánsson útskr. 1988 segir: Við gætum alveg eins kallað nemendasambandið, vináttusam- band nemenda, því fólk heldur góðum vináttuböndum áfram eftir skólann. Stemmningin er þannig að fólk kynnist í vinnu og félagsmálum og þess vegna er grunnurinn traustur. Skoðun Vigdísar Pálsdóttur útskr. 1964 var þessi: Ég hef verið beðin að gera stutta grein fyrir því, hvers vegna ég telji að Nemendasamband Samvinnuskólans hafi lifað og starf- að jafn lengi og raun ber vitni, þrátt fyrir að skólavist að Bifröst hafi aðeins verið tveir vetur lengst af. Á þeim árum, sem ég þekki til, komu flestir í skólann á við- kvæmum aldri með opinn hug, misjafna skólagöngu, en margir með hagnýta starfsreynslu að baki. Meirihluti þeirra hugði þá ekki á frekara nám og fyrir marga varð þetta þeirra síðasta skólaganga, fyrir utan þá í lífinu sjálfu. Á þessum árum var fá- breytni í afþreyingartækni miðað við nú og urðu menn yfirleitt að notast við náungann. Því var það að þegar skólagöngu lauk höfðu, í þessu þá lok- aða samfélagi, myndast náin tengsl, sem hjá sumum munu end- ast lífið. Nemendasambandið hefur aldrei verið allra og allir ekki þess, þó stundað hafi nám að Bifröst. Nokkur breyting varð á þegar framhaldsdeild var stofnuð við skólann í Reykjavík og nemendur héldu til frekara náms við aðra skóla og eignuðust þar aðra skólafélaga. Meðan enn er spurt hvort Nemendasambandið eigi rétt á sér og hvers vegna og einhver fæst til að svara er það a.m.k. ekki dautt og einmitt nú þegar allt skólahald er aftur komið að Bifröst, má telja að þess bíði bjartari tímar. Ég óska því alls góðs í framtíðinni. Svar Sigurjóns Jónassonar útskr. 1963: Fyrir mig sem fulltrúa 25 ára afmælisárgangs, er þessi spurning áleitin. Hvað veldur því, að við erum að burðast með nem- endasamband? Hvað tengir okkur eiginlega saman, eftir allan þennan tíma? 1 örstuttri grein sem þessari vil ég aðeins benda á fáeinar staðreyndir. 1. Flestir eru sammála um að dvölin í Samvinnuskólanum hafi skilið eftir minningar, sem eru einhverjar þær bestu og hamingjuríkustu hjá hverjum og einum. Allt andstreymi þessa tíma og það sem aflaga fór, er gleymt, en samkenndin og fé- lagsandinn í leik og starfi í skólanum situr eftir. Fæstir hafa síðar, upplifað slíkar stundir. 2. Stjórn og starfslið skólans hafði yfir sér þá reisn og virð- ingu að eftir er munað. Fáein átök og uppákomur við einstaka kennara, eða námsgreinar, eru gleymdar, en frábært samstarf geymist í minningunni. 3. Þrátt fyrir að skólinn væri kenndur við ákveðna stefnu og kenndi með tilliti til þess, þá rúmuðust allar skoðanir og hug- myndir innan hans veggja. Enginn var átalinn eða settur hjá þrátt fyrir aðrar hugmyndir eða skoðanir. Þessi framangreindu atriði tel ég vera mikilvægust fyrir þá seiglu sem gamlir nemendur hafa sýnt í því að halda nemenda- sambandinu lifandi. Þótt þar hafi á ýmsu gengið í gegnum árin, þá hefir alltaf blossað upp sá neisti sem dugði, þegar líklegt var að NSS væri að lognast útaf. Hins vegar geta flestir borið það, að erfitt hefir reynst að skapa aftur Samvinnuskólaandann, þegar hist hefir verið síðar, einkanlega ef það hafa verið fjölskyldumót, eða gamlir nemar með maka sína með. Hafi hins vegar einhverjir gamlir skólafé- lagar hist á góðri stundu og getað blandað geði, einir og sér, þá hefir verið stutt í gömlu góðu skóladagana, þótt 10,20 eða jafn- vel 30 ár væru liðin frá dvölinni í skólanum. Sé þetta skoðað raunsætt, þarf engan að undra. Nemendur hafa haslað sér völl í hinum fjölbreytilegustu störfum í þjóðfé- laginu, allt frá verkamönnum og trillukörlum og uppí ráðherra og þingmenn. Fjölskyldu og félagslíf þessa fólks er því með mjög ólíkum hætti og á fjölskyldumótum ber alltof mikið á því að fólk hópist saman eftir áhugamálum dagsins í dag. Hvort sem það tengist starfi eða leik. Gamla góða skólastemmningin fer framhjá mökum og því vilja mótin stundum verða þvinguð. Aftur á móti virðast flestir Samvinnuskólanemendur reyna að fylgjast sem best með sínum gömlu félögum og skólanum, sjáist eitthvað um þessi mál f blöðum eða bæklingum og breytir þá engu hvað fólk starfar. Þess vegna lifir NSS ennþá. Ég legg því áherslu á, að nemendasambandið verði eflt og samskipti þess við félagana. Þykist ég mæla þar fyrir munn flestra sem í því eru. Síðan þyrfti að reyna að efla mót og samfundi einstakra hópa í NSS, sérstaklega sem einstaklinga, þannig að gamli skólaand- inn nái að hefja sig til flugs í hópnum. Það er málið. Að lokum óska ég NSS og félögum þess til hamingju með áfangann og vona að það eflist og styrkist á næstu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.