Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 100
98
Guðm. R. Jóhannsson
Fjölbreytni félagsstarfs
í öllum skólum er nokkurt félagslíf. Þar er venjulegast við nám ungt
fólk á leið út í lífið og er með félagsstarfinu bæði að fá útrás fyrir
starfsorku sína og á hinn bóginn, hvort sem meðvitað er eða ekki, að
þjálfa sig fyrir framtíðina.
Eitt eru allir nemendur Samvinnuskólans sammála um, að félagslíf-
ið þar hafi ekki hvað síst nýst þeim í lífinu. Það hefur líka verið einn
megintilgangur skólans að efla félagsþroska nemendanna.
S fyrsta vetri skólans var stofnað
/\ skólafélag eða málfundafélag
1. V eins og slík félög hétu yfirleitt í
þann tíð. Félögin áttu fyrst og fremst að
vera tæki til þess að þjálfa nemendur í
orðsins list. Á fundunum var líka talsvert
um söng, sungin voru ættjarðarljóð í
upphafi og við lok funda. Þá voru fundir
yfirleitt á sunnudögum en á vegum skól-
ans voru haldin svokölluð kaffikvöld
tvisvar í mánuði, þar sem valdir menn
fluttu framsöguerindi og síðan voru um-
ræður, sem stundum stóðu fram á nótt.
Þegar lengra líður var farið að halda
árshátíðir og skólaferðalög urðu fastur
liður, þótt sjaldan væri gert víðreist.
Helst austur að Laugarvatni en líka tíðk-
uðust ferðir að Reykholti. Því miður eru
fátæklegar heimildir um félagslíf nem-
enda á Reykjavíkurárum skólans, en þó
er ljóst að bæði Jónas skólastjóri og Guð-
Hópur í skíðaferð. Ekki er vitað frá hvaða ári myndin er en hún er í eigu barna Guðlaugs Rósin-
kranz.
laugur Rósinkranz ýttu mjög undir það
starf.
Við flutning skólans að Bifröst haustið
1955 verður mikil breyting þar sem nú er
kominn heimavistarskóli og þar að auki
sérstakur tómstundakennari. Þá varð
útivist skylda, nemendur áttu að anda að
sér fersku lofti dag hvern og kom nánast
ekki til að útivist félli niður vegna
veðurs. En þeir sem þurftu sannanlega
undirbúning vegna annarra félagsstarfa
s.s. kvöldvakna fengu undanþágu. Þessi
tími var mikið notaður til leikja, einkum
knattspyrnu en einnig voru stundaðar
gönguferðir, langhlaup, skautaferðir á
ísi Hreðavatns eða róið á bátum þegar
vatnið var autt.
Innan dyra skipuðu kvöldvökur veg-
legan sess með fjölbreyttri dagskrá sem
nemendur unnu að öllu leyti sjálfir og
frumsömdu mest af efninu. Umsjón með
kvöldvökum var skipt á hópa og urðu all-
ir að vera a.m.k. einu sinni á vetri í
kvöldvökunefnd. Að loknum kvöldvök-
um var síðan dansað og var strax á fyrsta
Á árunum um 1940 var haldinn peysufatadag-
ur í mörgum skólum í Reykjavík, þar á meðal
í Samvinnuskólanum. Á timabili varþað einn-
ig siður að Bifröst að stúlkur klæddust íslensk-
um búningi við útskrift. En þessi mynd er frá
árinu 1941 og sýnir nokkrar frúarlegar Sam-
vinnuskólastúlkur.
Eflaust þætti þó félagslíf skólans heldur
fábrotið nú og líka voru peningar litlir
handa á milli.
Síðar voru svo málfundir aðra hverja
helgi og kvöldvökur hina. Hefur þar ef-
laust margt verið sér til gamans gert. Svo
fóru nemendur að halda böll eða dans-
æfingar eins og það var kallað og venju-
legast leikið undir á eina harmonikku.
Stundum var nemendum annarra skóla
boðið til dansæfinganna og flesta vetur
voru kappræður, oftast við Verslunar-
skólann. Eftir að héraðsskólinn á Laug-
arvatni tók til starfa tókust talsverð sam-
skipti við hann, enda skólastjórar þess-
ara tveggja skóla miklir vinir, þeir Jónas
Jónsson og Bjarni Bjarnason.
Fljótlega var farið að gefa út skólablað
sem lengst af var lesið upp á fundum.
Virðist það hafa heitið Loki fram um
1930 en eftir það Huginn. Fátt er nú til af
efni þessara skólablaða og stundum
kemur fram í fundargerðum skólafélags-
ins að erfiðlega hafi gengið að afla efnis.
Þegar kemur framyfir 1940 virðist Hug-
inn hafa verið prentaður a.m.k. af og til.
Árið 1935 kom út blaðið Skólabjallan en
sennilega aðeins ein útgáfa.