Hermes - 01.12.1988, Blaðsíða 120
118
Gunnar Sig. -Guðm. R.
Útgáfustarfsemi Nemenda-
sambands Samvinnuskólans
Það mun hafa verið fljótlega eftir stofnun NSS að farið var að huga að útgáfu málgagns, sem gegnt gæti
því hlutverki að „flytja andblæ gamla skólans okkar og fréttir af félögum, sem með okkur voru“ eins og
segir í ritstjórnargrein fyrsta tölublaðs Hermesar er út kom síðla árs 1960.
Þeir sem völdust til þess að ýta Hermesi úr vör voru ekki valdir af verri endanum, þá þegar búnir að
hasla sér völl í blaðamennsku; þeir Sigurður Hreiðar Hreiðarsson og Dagur Þorleifsson. Ljósmyndari
Hermesar var að sjálfsögðu sjálfur Kári Jónasson, sem einnig hafði þá þegar haft kynni af blaðamennsku.
s
fyrsta blaðinu var bréf til félaga frá
stjórninni, grein um Nemendamót-
ið 1960, nokkrir pistlar frá félögum
sem dvöldust erlendis og þar er einn af
fyrstu kennurunum að Bifröst Hróar
Björnsson kvaddur í langri og myndar-
legri grein eins og hann átti skilið en
Hróar yfirgaf Samvinnuskólann 1960 og
fluttist norður „á sína sveit“ og gerðist
kennari að Laugum. Einnig var í fyrsta
blaðinu hin merkilegasta teiknimynda-
saga þar sem snillingarnir Hörður Har-
aldsson og Guðmundur Reynir lögðu
saman.
Fyrstu þrjú blöð Hermesar voru öll
með svipuðu sniði, fluttu fréttir af starfi
NSS, skemmtilegar greinar frá félagslíf-
inu að Bifröst og smápistla frá félögum í
útlöndum. Ekki má gleyma samtíma-
myndum af hinum ýmsu andlitum sem
varðveist hafa furðanlega (ég á við
myndirnar).
Vorið 1963 verða svo þáttaskil í útgáfu
Hermesar en þá verður Bragi Ragnars-
son ritstjóri og Dagur Þorleifsson kemur
aftur inn í ritstjórnina ásamt Gunnari
Sigurðssyni og síðar Erni K. Snorrasyni
en fyrir voru Arni Reynisson og Sigurður
Hreiðar Hreiðarsson, er hætti þó eftir út-
komu fyrsta blaðsins. Síðar áttu fleiri
hlut að máli. Bragi hafði þegar mikinn
metnað fyrir hönd Hermesar og brátt
kom í ljós að ritstjórnin hafði fullan hug
á því að gera Hermes að öðru og meira
en fréttamiðli NSS. Sá er þessar fáu línur
setur á blað minnist margra laugardags-
morgna niður á Kaffi Höll þar sem setið
var, andinn látinn svífa hátt og markið
hækkað við hvert blað. í þessum blöðum
birtu þeir kvæði sín Dagur, Bragi og Ern-
ir K. Ernir birti fræðilegar greinar um til-
raunir sínar til glöggvunar á existential-
Veglegasti þáttur í útgáfustarfsemi Nemendasambandsins eru Árbækurnar, alls ellefu bindi.