Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 19
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 19
HaLLa jÓnsDÓTTir
Ó
ði
ns
vé
Å
bo
Re
yk
ja
ví
k
Vo
ld
a
G
au
ta
bo
rg
F
K
F
K
F
K
F
K
F
K
0 1 2 3 4 5
kennarastarfið nýtur
virðingar og því fylgir
góð staða í samfélaginu
kennarar sinna starfi sem
er mikilvægt samfélaginu
meðaltal af
4=alveg sammála
3=nokkuð sammála
2=nokkuð ósammála
1=alveg ósammála
Heimild: Norræna ráðherranefndin, 2010, bls. 99–101
Mynd 4. Mat þátttakenda á viðhorfi til kennarastarfsins í sínu heimalandi
Umræðan í rýnihópaviðtölunum varðandi þennan þátt, bæði við íslenska kennara-
nema og framhaldsskólanema, snerist að miklu leyti um það hvort laun endurspegl-
uðu viðhorf samfélagsins til kennarastarfsins, hvort há laun þýddu mikla virðingu
og öfugt. Um 93% kennaranemanna voru mjög eða frekar sammála því í spurninga-
könnuninni að kennarar hefðu sveigjanlegan vinnutíma og kennaranemarnir töldu að
í þessu starfi gæfist einnig góður tími til að sinna fjölskyldu. Hér kom þó fram skýr
kynjamunur hjá kennaranemum; 90% kvenna töldu það mjög eða frekar mikilvægt að
tími til að sinna fjölskyldu með starfi væri nægur á meðan 23% karla töldu það mikil-
vægt (þess ber þó að geta að karlar meðal kennaranemanna, sem tóku þátt í könnun-
inni, voru fáir). Um 78% kennaranemanna voru mjög sammála því að kennarar
sinntu áhugaverðu starfi sem gæfi möguleika á persónulegum þroska en 22% voru
frekar sammála.
Meirihluti íslensku kennaranemanna eða 58% sögðu að það væri starfið sem slíkt,
áskoranir og tilbreyting sem væri ástæða námsvalsins. Um 16% sögðu að það væri
ábyrgðin og áhrifin sem starfið hefði, 11% nefndu öryggi í starfi og 8% vinnutímann.
Launin væru hins vegar það sem helst mælti gegn vali á grunnskólakennarastarfinu.