Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 20
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201420
Hver j ir fara í kennaranám og Hvers vegna?
UMrÆÐa
Í rannsókninni, sem hér hefur verið fjallað um, kemur fram að íslensku þátttakend-
urnir í grunnskólakennaranámi á Menntavísindasviði 2009 voru að meirihluta konur
sem aldar voru upp á Íslandi með íslensku að móðurmáli. Í rýnihópaviðtali kom fram
að meirihluti íslensku grunnskólakennaranemanna átti náinn ættingja sem var með
kennarapróf.
Þetta leiðir hugann að því hvort kennarahópurinn er nægilega fjölbreyttur. Ýmsir
fræðimenn hafa bent á stéttamun þann sem sjá má milli hópa innan sama samfélags
þar sem einstaklingar koma með heimamenningu sína sem er ólík, m.a. er varðar
tungumál, viðhorf, og færni (Bernstein og Lundgren, 1983; Einarsson, 2004; Säljö,
2003). Þessi munur gerir ákveðnum hópum erfitt fyrir þegar í skólann kemur þar
sem oft verður mikill munur á skólamenningu og heimamenningu. Þá eru kennarar
einnig fulltrúar sinnar heimamenningar sem hefur mótandi áhrif á tungutak þeirra og
viðhorf (Banks, 2008; Brooker, 2002; Santoro, 2007). Því má segja að þörf sé á skóla þar
sem hinum fjölbreytilega bakgrunni nemenda sé mætt með breiðari félagslegum og
menningarlegum bakgrunni grunnskólakennara (Hanna Ragnarsdóttir, 2012).
Í ljósi hinnar breyttu stöðu í íslensku samfélagi, þar sem rúmlega 5% nemenda
í grunnskólum landsins eru með annað móðurmál en íslensku, verður sú spurning
einnig áleitin hvernig megi stuðla að því að nemendur með fjölbreyttan bakgrunn
og tungumál sækist eftir kennaramenntun. Hanna Ragnarsdóttir og Hildur Blöndal
(2007) hafa bent á mikilvægi þess að grunnskólakennarar séu af ólíkum og fjölbreytt-
um uppruna, bæði menningarlegum og trúarlegum. Þær telja að það sé eina leiðin til
að skapa þá þvermenningarlegu færni sem skólinn þarf á að halda. Hanna Ragnars-
dóttir (2012) bendir á gildi þess að kennarar séu með ólíkan menningarbakgrunn
og endurspegli samfélagið. Þá fjallar hún um þær niðurstöður rannsókna sinna að
kennaranemar af erlendum uppruna í Kennaraháskólanum hafi upplifað sig í jaðar-
stöðu í kennaranáminu en séu hins vegar í mikilvægri stöðu í starfi í grunnskólunum,
ekki síst vegna skilnings þeirra á reynslu nemenda. Hún bendir á að huga þurfi að því
í kennaranáminu hvernig laga megi það að breyttu samfélagi með breyttum kröfum,
einnig varðandi það hverjir verði kennarar. Þá má einnig velta fyrir sér nauðsyn þess
að kennaranemar komi úr ólíkum þjóðfélagshópum, með ólík viðhorf, tungutak og
reynslu (Colnerud og Granström, 2002; Darling-Hammond, 2006).
Eins og fram kom í niðurstöðukaflanum skar Ísland sig úr með hæsta hlutfall kven-
kyns nema sem hófu nám á grunnskólakennarabraut Menntavísindasviðs árið 2009,
eða 83% meðan karlar voru 17%. Til að fá svör við því af hverju karlmenn sækja ekki
meira í kennarastarfið en raun ber vitni gerðu Blank og Palmqvist (1998) athyglis-
verða rannsókn sem þeir fjalla um í bók sinni Vilken man vill bli lärare?! Meginniður-
stöður þeirra voru að þeir fáu karlmenn sem fara í kennaranám brjóta upp hið hefð-
bundna kynjamynstur. Þeir sem völdu kennarastarfið skera sig úr fyrir það að velja
sér ekki starf út frá stöðutákni og launum heldur persónulegum áhuga, en þeir töldu
mjög mikilvægt að standa vörð um stöðu barna í samfélaginu. Í þessu samhengi eru
áhugaverðar niðurstöður úr rannsókn Guðbjargar Vilhjálmsdóttur (2004) þar sem hún