Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 47

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 47
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 47 RaGnHeiðUR kaRlsdóttiR noRGes teknisk-natURvitenskapeliGe UniveRsitet ÞóRaRinn stefánsson noRGes teknisk-natURvitenskapeliGe UniveRsitet Framfarir í handskrift hjá grunnskóla- börnum í Reykjavík: Langsniðsrannsókn 1999–2005 Árið 1984 var gerð róttæk breyting á handskriftarkennslu í íslenskum grunnskólum þegar nýtt forskriftarletur var tekið í notkun. Markmið þeirrar rannsóknar sem hér er lýst var í fyrsta lagi að kanna framfarir í handskrift hjá grunnskólabörnum eftir að nýja letrið var tekið í notkun. Í þessu skyni var fylgst með framförum 160 grunnskólabarna í Reykjavík í 1.–6. bekk. Breytingin á forskriftarletrinu virðist meðal annars hafa verið rökstudd með þeirri skoðun að gamla letrið hægði á framförum í skrift hjá börnunum. Í öðru lagi var það því markmið þessarar rannsóknar að greina þá þætti sem torvelduðu framfarir barnanna í handskrift. Greiningin sýndi að það sem mest torveldaði framfarir var að börnin lærðu bókstafaformin ekki rétt þegar þau voru kennd í fyrsta sinn, ekki gerð forskriftarletursins. Efnisorð: Ísland, handskrift, forskriftarletur, framfarir inngangUr Á áttunda áratug síðustu aldar fór að bera á þeirri skoðun að skriftarkennslu í grunnskólum og skrift grunnskólabarna á Íslandi færi hnignandi. Algengast var að þá væri kennd lykkjuskrift í líkingu við það letur sem sýnt er á mynd 1D. Það virðist hafa verið skoðun margra kennara að lögun bókstafanna í lykkjuskriftinni hægði á fram- förum í skrift hjá börnum. Margir kennarar reyndu því fyrir sér með nýjar leturgerðir (Guðmundur B. Kristmundsson og Ólafur Proppé, 1984). Árið 1979 skipaði menntamálaráðherra starfshóp um skrift og skriftarkennslu sem skilaði áliti árið eftir (Björgvin Jósteinsson, Kolbrún Sigurðardóttir og Þorvaldur Jónasson, 1980). Hópurinn gerði tillögur um stefnu í skriftarkennslu þar sem lögð var áhersla á að fara frá hinu einfalda til hins flókna og lagði hópurinn til að „í fyrstu [væru] kenndir einfaldir stafir, sem líkjast mjög prentstöfum, en síðan [væri] þeim Uppeldi og menntun 23. árgangur 1. hefti 2014
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.