Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Síða 49
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 49
ragnHeiðUr karLsDÓTTir og ÞÓrarinn sTefánsson
rannsóKnir á HanDsKrift grUnnsKólabarna
Beinar mælingar á framförum í skriftargetu
Margar beinar mælingar á framförum grunnskólabarna í skriftargetu hafa verið gerð-
ar (Ayres, 1917; Freeman, 1915, 1954; Graham, Berninger, Weintraub og Schafer, 1998;
Groff, 1961, 1964; Hamstra-Bletz og Blöte, 1990; Maeland og Ragnheiður Karlsdóttir,
1991; Phelps, Stempel og Speck, 1985; Ragnheiður Karlsdóttir, 1996a, 1997; Ragnheið-
ur Karlsdóttir og Þórarinn Stefánsson, 2002; Sassoon, Nimmo-Smith og Wing, 1986;
Søvik, 1975; Ziviani, 1984). Skriftargeta ákvarðast fyrst og fremst af skriftargæðum og
skriftarhraða og það er sameiginlegt með þessum rannsóknum að í þeim koma fram
ákveðin framfarasnið fyrir meðalframfarir. Dæmi um þessi framfarasnið sjást á mynd-
um 2 og 3 þar sem sýnd eru gröf yfir niðurstöður þriggja nýjustu mælinganna sem
gerðar voru í Bandaríkjunum, á Íslandi og í Noregi. Eins og sést á mynd 2 fer grunn-
skólabörnum að meðaltali hratt fram í skriftargæðum á fyrsta ári skriftarkennslu en
lítið eftir það. Þetta kemur ekki á óvart þegar gætt er að því að yfirleitt er mest áhersla
lögð á að kenna börnunum að skrifa bókstafina á fyrsta ári skriftarkennslu (Graham,
Harris, Mason, Fink-Chorzempa, Moran og Saddler, 2008; Ragnheiður Karlsdóttir og
Þórarinn Stefánsson, 2002). Á mynd 3 sést að skriftarhraðinn eykst í grófum dráttum
línulega eftir bekkjum. Samanburður á framfarasniðunum gefur vísbendingar um að
æfing auki skriftarhraðann en hafi lítil áhrif á skriftargæði.
1
0,9
0,8
0,7
0,6
0,5
0,4
0,3
0,2
0,1
0
0 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9.
Bekkur
sk
rif
ta
rg
æ
ði
(a
fle
id
d
ei
nk
un
n)
Bandaríkin 1997 ísland 1990 noregur 1988–1993
Mynd 2. Skriftargæði
Samanburður á framförum grunnskólabarna í Bandaríkjunum (þversniðsrannsókn, Graham o.fl.,
1998, letur óþekkt), á Íslandi (þversniðsrannsókn, Ragnheiður Karlsdóttir, 1997, letur A í mynd 1) og
í Noregi (langsniðsrannsókn, Ragnheiður Karlsdóttir og Þórarinn Stefánsson, 2002, letur B í mynd 1).
Allar einkunnirnar hafa verið umreiknaðar yfir á sama kvarða frá 0 til 1.