Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Qupperneq 53

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Qupperneq 53
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 53 ragnHeiðUr karLsDÓTTir og ÞÓrarinn sTefánsson • Hvaða áhrif hefur kyn grunnskólabarna á framfarir þeirra í skriftargetu? • Hvaða áhrif hefur fjöldi þeirra bókstafaforma og tenginga sem grunnskólabörn læra að skrifa rétt í 2. og 3. bekk á framfarir þeirra í skriftargetu? • Hvaða áhrif hefur form einstakra bókstafa í grunnskriftarletrinu á framfarir grunnskólabarna í skriftargetu? aÐfErÐ Þátttakendur Þátttakendur voru úrtak úr þeim hópi barna sem byrjuðu í 1. bekk grunnskóla í Reykjavík haustið 1999. Leitast var við að setja úrtakið þannig saman að þar væru börn úr mismunandi hlutum borgarinnar. Þrír borgarhlutar voru valdir: Vesturborgin, Breiðholtshverfi og Árbæjar- og Grafarholtshverfi. Einn skóli var valinn af handahófi úr hverjum þessara borgarhluta og öll börnin í 1. bekk í hverjum skóla valin í úrtakið, samtals 10 bekkir. Í upphafi voru þátttakendur 91 drengur og 94 stúlkur, samtals 185 börn. Á þeim árum sem rannsóknin stóð yfir fóru 25 börn úr bekkjunum. Þessi börn skáru sig að jafnaði ekki úr hópnum hvað varðar skrift og því er ekki talið að brott- hvarfið úr rannsókninni hafi haft teljandi áhrif á eiginleika úrtaksins. Þau börn sem komu í bekkina eftir haustið 1999 tóku ekki þátt í rannsókninni. Þátttakendur allan tímann urðu því 76 drengir og 84 stúlkur, samtals 160 börn, sem skiptust eftir borgar- hlutum í 70, 50 og 40 börn úr hverju hverfi í þeirri röð sem þau eru nefnd hér að fram- an. Þessi fjöldi svarar til 9,7% af árganginum. Öll börnin höfðu íslensku að móður- máli. Tilhögun skriftarkennslu Þau börn sem tóku þátt í rannsókninni lærðu prentskrift, hástafi og lágstafi, í 1. bekk, í 2. bekk var þeim kennd ótengd grunnskrift og í 3. og 4. bekk tengd grunnskrift. Í 2. og 3. bekk var um það bil jafnmiklum tíma ráðstafað til þess að kenna hvert bókstafaform og form hverrar bókstafatengingar. Í 5. og 6. bekk var engin skipulögð skriftarkennsla. Skriftargæðapróf Fylgst var með framförum í skriftargæðum einstakra barna í sex ár í 1.–6. bekk. Skriftar- gæðapróf voru lögð fyrir í maí í 1.–4. bekk og í mars í 5. og 6. bekk. Fyrri höfundur þessarar greinar lagði öll próf fyrir nema í 4. bekk þar sem bekkjarkennarar prófuðu. Til þess að prófa skriftargæði var hvert barn beðið um rithandarsýni með ákveðnum texta. Textinn var versin tvö í ljóðinu „Það er leikur að læra“ sem inniheldur 140 bók- stafi, 27 lágstafaform (a, á, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, r, s, t, u, ú, v, æ, ö) og tvö hástafaform (Þ, B) af þeim 36 mismunandi bókstafaformum sem kennd eru. Börnin skrifuðu textann með vel ydduðum blýanti af hörkunni HB á línustrikað blað með 22 mm línubili og voru beðin um að skrifa eins vel og þau gátu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.