Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Síða 56
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201456
framfarir í HanDskrifT Hjá grUnnskÓLaBörnUm í reyk javík
Tafla 1. Einkunnir fyrir einstaka eðlisþætti sem gefnar voru fyrir fyrstu 5 bókstafina í rithandarsýnunum
A, B og C sem sýnd eru á mynd 4
Sýni A Sýni B Sýni C
Þ a ð e r Þ a ð e r Þ a ð e r
Lögun bókstafs 1 1 1 1 1 1 1 1 0 0 1 0 0 0 1
Lögun tengingar 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 0 0 0 0 1
Stærð 1 1 1 1 1 1 0 1 0 0 0 0 0 0 1
Röðun á beina línu 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 0 1 0 1
Bil fyrir framan 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1
Einkunn fyrir bókstaf 1 1 1 1 1 1 0 1 0 0 0 0 0 0 1
Skriftarhraðapróf
Fylgst var með framförum í skriftarhraða einstakra barna í fjögur ár í 3.–6. bekk.
Skriftarhraðaprófin voru lögð fyrir um leið og skriftargæðaprófin í þessum bekkjum.
Fyrri höfundur lagði öll próf fyrir nema í 4. bekk þar sem bekkjarkennarar prófuðu. Til
þess að prófa skriftarhraða var hvert barn beðið um að skrifa stuttan texta hvað eftir
annað, eins hratt og það gat í tvær mínútur (Freeman, 1915). Textinn var fyrsta lína í
fyrsta versi ljóðsins „Það er leikur að læra“. Hrátala einkunnar fyrir skriftarhraða var
fjöldi bókstafa skrifaður á tveimur mínútum. Afleidd einkunn fyrir skriftarhraða var
gefin sem fjöldi bókstafa á mínútu.
Skriftarhraðaprófið byggist á beinni talningu þeirra bókstafa sem fram koma í rit-
handarsýni sem skrifað er á ákveðnu tímaskeiði. Mat á rithandarsýninu er því í eðli
sínu áreiðanlegt. Hins vegar sýnir reynslan, eins og fram hefur komið, að börn hag-
ræða oft lögun bókstafanna á hraðaprófi, sem getur haft áhrif á áreiðanleika prófsins.
Innihaldsréttmæti prófsins hvílir á milliliðalausri hlutlægri mælingu á því sem próf-
inu er ætlað að mæla.
Próf í samhæfingu sjónar og handar
Fyrri greinarhöfundur prófaði getu barnanna til þess að samhæfa sjón og hönd í byrj-
un september í 1. bekk með Beery-Buktenica-prófi (Beery, 1997). Í prófinu er hvert
barn beðið um að teikna eftir 24 fyrirmyndum. Hver teikning var svo metin sam-
kvæmt leiðbeiningum höfunda prófsins sem rétt eða röng eftirmynd fyrirmyndarinn-
ar. Eitt stig var gefið fyrir hverja rétt teiknaða eftirmynd. Hrátala einkunnar var gefin
sem fjöldi stiga (kvarði: 0 til 24).
Beery (1997) hefur metið áreiðanleika og réttmæti prófsins. Áreiðanleiki var meðal
annars metinn með því að reikna út fylgni á milli einkunna fenginna: a) úr tveim-
ur prófum teknum með þriggja vikna millibili sem gaf r= 0,87 og b) úr mati tveggja
matsmanna sem gaf r= 0,94. Samtímaréttmæti var metið með því að reikna út fylgni
einkunna úr prófinu við einkunnir úr prófum þar sem aðrar aðferðir eru notaðar til
þess að prófa samhæfingu sjónar og handar og það gaf fylgnistuðla á bilinu 0,52 < r <