Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 100

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Page 100
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014100 ný mennTUn í TakT við kröfUr samTímans erlendri fyrirmynd: grunnnámskeið, framhaldsnámskeið og smiðjur, samtals um 180 stundir. Þegar fræðslustarfið var orðið umfangsmikið var komið á fót sérstakri nefnd sem hafði umsjón með menntun starfsfólks innan ÍTR og hlaut hún nafnið Mennta- og fræðslunefnd ÍTR, oft kölluð Menn og fræ. Nefndin beitti sér fyrir því að boðið yrði upp á valnámskeið í tómstundafræði á sjötta misseri í kennaranámi við Kennara- háskóla Íslands (KHÍ) á árunum 1993–1996, ásamt vikulöngu sumarnámskeiði fyrir starfandi kennara (Jakob Frímann Þorsteinsson, 2000). Í Leiðarljósum Menn og fræ fyrir árið 1999 kom fram að nefndin ætlaði að halda áfram að „vinna fylgi við þá hugmynd að koma á formlegu námi fyrir starfsmenn á vettvangi frítímans“ (Jakob Frímann Þorsteinsson, 1998, bls. 1). Þrátt fyrir valnámskeiðið virtist ekki mikill skiln- ingur eða áhugi vera innan KHÍ á því að bjóða heildstætt nám á sviði tómstundafræða. Á Menntaþingi frjálsra félagasamtaka árið 1999 var markmiðið að ræða um kröfur sem á þeim tíma voru gerðar til þeirra sem störfuðu með börnum á vettvangi frítímans og hvernig leiðbeinendur og leiðtogar yrðu best þjálfaðir og menntaðir til að standast þær kröfur (Menntaþing, 1999). Þingið samþykkti ályktun þar sem menntastofnanir á framhalds- og háskólastigi voru hvattar til að bjóða upp á nám fyrir leiðtoga og leið- beinendur í frístundastarfi (Menntaþing, 1999). Háskólasamfélagið brást við þessum hræringum og um aldamótin var unnið innan nokkurra menntastofnana að því að móta tillögur og skoða leiðir í menntun í tómstundafræðum. Í fyrsta lagi urðu breytingar á námi íþróttakennara þegar það fór á háskólastig (og var lengt úr tveimur árum í þrjú). Í endurskoðuðu námi var boðið upp á námskeið í tómstundafræði og áform voru um sérstakt félagsmála- og tómstundasvið. Í öðru lagi áformaði Háskóli Íslands (HÍ) að bjóða þriggja missera (45 eininga) diplómanám í uppeldis- og félagsstarfi haustið 2000. Námið byggðist á því að raða saman ýmsum námskeiðum sem voru þá þegar í boði í félagsvísindadeild HÍ ásamt því að vera með eitt námskeið (4 einingar) í tómstundafræðum. Í þriðja lagi lýsti Símenntunarstofnun KHÍ, að frumkvæði fræðslustjóra ÍTR, yfir vilja til að bjóða upp á diplómanám haustið 2000. Í fjórða lagi var umræða innan kennaradeildar Háskólans á Akureyri um nám á sviði tómstunda eða íþrótta (Jakob Frímann Þorsteinsson, 2000). Það er mat höfundar að opinn fundur áhugafólks um menntun þeirra sem starfa á vettvangi frítímans, sem haldinn var í Félagsmiðstöðinni Frostaskjóli þann 10. maí 2000, hafi ekki síður valdið straumhvörfum en menntaþingið sem greinir frá hér að framan. ÍTR stóð fyrir fundinum og þar kynnti Jaenette Forslund, rektor fritidsledare- námsins við Göteborgs folkhögskole, námið í Svíþjóð og Jakob Frímann Þorsteinsson kynnti hræringar í menntun á háskólastigi á Íslandi. Á fundinum voru fulltrúar HÍ og KHÍ ásamt áhugafólki um málið. HÍ hafði tekið forystu með því að bjóða diplómanám í tómstundafræðum árið 2000 í samstarfi félagsfræðiskorar, félagsráðgjafarskorar og uppeldis- og menntunarfræðiskorar. Í diplómanáminu var eitt námskeið í tómstunda- fræði auk hefðbundinna námskeiða í uppeldis- og menntunarfræði, félagsfræði, af- brotafræði og stjórnun, ásamt valnámskeiðum. Haustið 2003 var svo einnig hægt að taka tómstundafræði sem aukagrein sem nú samsvarar 60 ECTS (Helgi Gunnlaugsson og Sigrún Sveinbjörnsdóttir, 2003).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.